Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

409. fundur

Árið 2004, mánudaginn 8. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Skóla- og fjölskylduskrifstofu mæta til fundar bæjarráð að ósk þess.

Til fundar við bæjarráð eru mætt þau Skúli Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, vegna beiðni bæjarráðs frá 408. fundi til viðræðna um 2. og 3. lið í 236. fundargerð félagsmálanefndar frá 19. október s.l. Liðirnir varða breytingar á reglum um liðveislu og beiðni um hækkun til fjárhagsaðstoðar um kr. 3.000.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga félagsmálanefndar við 2. lið í 236. fundargerð, um breytingar á reglum um félagslega liðveislu hjá Ísafjarðarbæ og feril umsókna, verði samþykkt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að veitt verði aukafjárveiting á árinu 2004 til fjárhagsaðstoðar kr. 3.000.000.- með tilvísun til beiðni félagsmálanefndar í 3. lið 236. fundargerðar nefndarinnar.

2. Framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð er mættur Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. og gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2005, fjárhagsstöðu þess nú ofl.

Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., fyrir árið 2005 ásamt greinargerð, til fjárhagsáætlunargerðar Ísafjarðarbæjar 2005.

3. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 27/10. 48. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefndar 3/11. 39. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 21/10. 7. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 2/11. 237. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 28/10. 204. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 4/11. 32. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 4/11. 65. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 28/10. 18. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 27/10. 196. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Bréf bæjartæknifræðings. - Greinargerð byggingarnefndar Grunnskóla Ísafjarðar.

Lagt fram bréf frá bæjartæknifræðingi dagsett 5. nóvember s.l., ásamt greinargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði til bæjarráðs. Í lokaorðum greinargerðarinnar leggur nefndin til að nú þegar verði boðin út bygging nýs anddyris við Austurveg 2 á Ísafirði, svo og lóðarfrágangur við það hús, ásamt utanhússviðhaldi. Framkvæmdir hefjist við lok kennslu í GÍ vorið 2005.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að að bygging á nýju anddyri við Austurveg 2 á Ísafirði verði boðin út svo og lóðafrágangur við það hús og utanhússviðhald.

5. Minnisblað bæjarritara. - Kauptilboð í Grunnskólann á Núpi. 2004-05-0004.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. nóvember s.l., þar sem greint er frá þeim kauptilboðum er Ríkiskaupum bárust í Grunnskólann á Núpi í Dýrafirði. Tilboðin eru frá eftirtöldum.
Þröstur Bjarnhéðinsson, Vestmannaeyjum. kr. 8.850.000.-
Lækur Lifandi Vatns,  kr. 8.000.777.-
Íslensk Þýska, Hafnarfirði. kr. 7.200.000.-
Jónas Halldórsson,  kr. 6.700.000.-
Valur Richter, Ísafirði. kr. 815.000.-
Einar Halldórsson, Ísafirði. kr. 625.000.-
Ólafía Guðný Valdimarsdóttir o.fl., Reykjavík. kr. 520.000.-

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-september 2004. 2004-08-0046.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 5. nóvember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-september 2004.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Ásels ehf., Ísafirði. - Niðurfelling gatnagerðargjalda. 2004-10-0069.

Lagt fram bréf frá Ásel ehf., Ísafirði, dagsett 29. október s.l., er varðar beiðni fyrirtækisins um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar þess á lóðinni Sindragata 27, Ísafirði. Bréfritari telur lóðina við afhendingu ekki vera í byggingarhæfu ástandi þar sem hún er mun lægri en skipulag gerir ráð fyrir. Samkvæmt bréfi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til fyrirtækisins dagsettu 19. október s.l., er gatnagerðargjald kr. 1.635.240.-

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá tæknideild Ísafjarðarbæjar um erindið.

8. Bréf Friðfinns H. Hinrikssonar. - Kauptilboð í kjallara að Ólafstúni 2, Flateyri. 2004-09-0089.

Lagt fram bréf frá Friðfinni H. Hinrikssyni, Flateyri, dagsett 25. október s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í kjallara (húsgrunn) að Ólafstúni 2 á Flateyri. Tilboð hans hljóðar upp á kr. 100.000.- Tekið er fram í bréfinu að bréfritari skuldbindur sig til að hefja framkvæmdir innan árs.

Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði Friðfinns H. Hinrikssonar.

9. Bréf Einars Þ. Sverrissonar, hdl. - Bensínorka ehf. 2002-12-0046.

Lagt fram bréf Einars Þ. Sverrissonar, hdl., dagsett 27. október s.l., er varðar umsókn Bensínorku ehf. og annarra olíufélaga um lóðir á Ísafirði undir afgreiðslustöðvar fyrir bensín og díselolíu, samþykkt bæjarstjórnar og tillögur bæjarráðs. Í bréfinu er farið fram á, með tilvísan til upplýsingalaga, að fá afhent öll gögn er varða lóðaúthlutanir svo og umsóknir annarra olíufélaga, álitsgerðir, minnisblöð og hvað eina annað sem tiltækt er hjá bæjaryfirvöldum Ísafjarðarbæjar og varðar þetta tiltekna mál.

Bæjarráð vísar beiðni bréfritara til bæjarlögmanns Andra Árnasonar, hrl.

10. Bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna. - Styrkumsókn. 2004-11-0014. (2003-10-0049.)

Lagt fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna dagsett 25. október s.l., er varðar starfsemi sjóðsins sumarið 2004, ársskýrslu og ársreikning 2003 og umsókn um styrk að upphæð kr. 2.000.000.- fyrir starfsárið 2005.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.

11. Bréf Stígamóta. - Fjárbeiðni fyrir árið 2005. 2004-11-0012. (2003-11-0100.)

Lagt fram bréf Stígamóta, Reykjavík, dagsett 2. nóvember s.l., varðandi fjárbeiðni fyrir starfsárið 2005. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2005, ásamt skýringum.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

12. Afrit af bréfi bæjarstjóra til félagsmálaráðherra. - Húsaleigubætur. 2004-10-0037.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til félagsmálaráðherra dagsett 4. nóvmeber s.l. Í bréfi sínu vísar bæjarstjóri til bréfs skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til félagsmálaráðherra frá 15. október s.l., en efni þess bréfs fjallar um húsaleigubætur til nemenda á heimavistum. Í bréfi bæjarstjóra kemur fram að í núverandi lagaumhverfi hvað húsaleigubætur varðar, eru ekki heimildir til að greiða nemendum á heimavistum í lögheimilissveitarfélagi húsaleigubætur. Bent er á að einmitt atriði sem þetta valdi mismunun nemenda við sameiningu sveitarfélaga. Vonast bæjarstjóri til að félagsmálaráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum og reglugerðum hvað málið varðar, svo nemendur á heimavistum hvar sem er á landinu sitji við sama borð.

Lagt fram til kynningar.

13. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. - Styrkveitingar. 2004-06-0063.

Lögð fram tvö bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 27. og 28. október s.l., þar sem tilkynntar eru afgreiðslur umsókna Ísafjarðarbæjar í Styrktarsjóð EBÍ 2004. Í bréfinu frá 27. október s.l., kemur fram að veittar hafa verið kr. 200.000.- í styrk til verkefnisins ,,Handbók barnaverndar", en í bréfinu frá 28. október s.l., kemur fram að ekki var hægt að verða við styrkumsókn í verkefni sveitarfélagsins um stjórnsýslutorg á vefnum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar þakkar styrkveitinguna. Lagt fram til kynningar.

14. Áskorun frá kennurum MÍ, vegna verkfalls grunnskólakennara. 2004-09-0057.

Lögð fram áskorun frá fundi kennara Menntaskólans á Ísafirði móttekin 28. október s.l., þar sem skorað er á sveitarfélög og ríkið að taka höndum saman um að rétta hlut grunnskólakennara og semja strax við þá um viðunandi kjör.

Lagt fram til kynningar.

15. Afrit undirskriftalista íbúa við Ísafjarðardjúp til Símans hf.  ISDN-tengingar við Ísafjarðardjúp. 2004-10-0046.

Lagt fram afrit af undirskriftarlista íbúa og aðstandenda atvinnufyrirtækja við Ísafjarðardjúp til Símans hf., þar sem þess er óskað að Síminn svari umsóknum aðila við Djúp, er hafa sótt um ISDN tengingu á undanförnum árum.

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf Háskólaseturs í Hveragerði. - Íslenskar náttúrulaugar. 2004-11-0007.

Lagt fram bréf frá Tryggva Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Háskólaseturs í Hveragerði, dagsett 1. nóvember s.l., þar sem fram kemur að Háskólasetrið ásamt Ferðamálasetri Íslands og Prokaria ehf., hafa nýlega hafið rannsókn á íslenskum náttúrulaugum og söfnun upplýsinga um þær í samvinnu við Ferðamálaráð Íslands. Jafnframt er leitað upplýsinga um aðrar laugar sem og sundlaugar. Gagnagrunnur verður fljótlega birtur á vefsíðunni www.hot-spring.org, en gert er ráð fyrir að hann verði síðan nýttur á öðrum upplýsingasíðum á Íslandi. Sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar til verkefnisins sem nemur kr. 10.000.- fyrir hverja sundlaug í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2005.

17. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 25. október s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. október s.l. Á fundinum var m.a. lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2005 og samþykkt. Fjárhagsáætlunin fylgir fundargerðinni. Sveitarfélögin þurfa að samþykkja fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins fyri árið 2005.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2005.

18. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Listi yfir skoðuð fyrirtæki. 2004-11-0011.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 2. nóvember s.l., er varðar meðfylgjandi lista yfir fyrirtæki er fengið hafa heimsóknir og eftirlit stofnunarinnar og sveitarfélög geta innheimt eftirlitsgjöld af. Eftirlitsgjald af fyrirtækjum er fengið hafa eftirlit var þann 1. nóvember s.l. kr. 7.592.900.-

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til fjármálastjóra.

19. Ráðstefna Samb. ísl. sveitarf. og Norræna fötlunarráðsins. 2004-10-0064.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. október s.l., er varðar ráðstefnu Samb. ísl. sveitarf. og Norræna fötlunarráðsins um aðgengi fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 18. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík.

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjartæknifræðings Ísafjarðarbæjar til kynningar.

20. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Endurgreiðsla virðisaukaskatts. 2004-10-0065.

Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. október s.l., er varðar endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til fjármálastjóra.

21. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.