Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

408. fundur

Árið 2004, mánudaginn 25. október kl. 18:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 20/10. 38. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
7. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði viðbótarfjárveiting til barnaverndarnefndar að upphæð kr. 1.000.000.- á þessu ári.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 19/10. 236. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
2. og 3. liður. Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Skóla- og fjölskylduskrifstofu komi á fund bæjarráðs til viðræðna um efni þessara liða fundargerðarinnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarritara. - Hlíðarvegur 51, Ísafirði. 2004-06-0010.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 22. október s.l., er varðar feril hugsanlegra kaupa Ísafjarðarbæjar á Hlíðarvegi 51, Ísafirði. Meðfylgjandi er afrit af tilboði seljenda dagsettu 13. október s.l., að upphæð kr. 3.400.000.-

Bæjarráð samþykkir tilboð seljanda að upphæð kr. 3.400.000.- og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu f.h. Ísafjarðarbæjar.

3. Kaupsamningur vegna íbúðar í Sundstræti 14, Ísafirði. 2003-11-0072.

Lagður fram kaupsamningur dagsettur 14. október s.l., vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á íbúð í Sundstræti 14, Ísafirði. Kaupsamningurinn er undirritaður af Jónasi Inga Árnasyni, sem seljanda og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, sem fulltrúa kaupanda, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Kaupverð íbúðarinnar er kr. 3.000.000.-

Bæjarráð samþykkir ofangreindan kaupsamning.

4. Bréf bæjartæknifræðings. - Vegur fram í Fremri-Hnífsdal. 2004-09-0056.

Lagt fram bréf frá bæjartæknifræðingi dagsett 13. október s.l., er varðar fyrirspurn bæjarráðs til tæknideildar, um framkvæmdir við veg fram í Fremri-Hnífsdal. Í bréfinu kemur fram að ekki hefur verið farið í neinar umfangsmeiri framkvæmdir við þennan veg undanfarin ár, en til stendur að vegurinn fái nokkuð viðhald næsta vor. Fyrirspurnin er tilkomin vegna bréfs Kristjáns S. Kristjánssonar í Hnífsdal dagsettu 14. september s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2005.

5. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í frágang á Teigahverfi í Hnífsdal. 2004-10-0028.

Lagt fram bréf bæjartæknifræðings dagsett 16. október s.l., varðandi tilboð er borist hafa í frágang lóða uppkaupahúsa í Teigahverfi í Hnífsdal. Þrjú tilboð bárust og voru frá neðangreindum aðilum.

KNH ehf., kr. 2.538.500.-
Tígur ehf., kr. 5.499.000.-
Úlfar ehf., kr. 3.584.000.-

Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda KNH ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.

6. Bæjarstjórn vísar tillögu Samfylkingar til bæjarráðs. - Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð til Atlantsolíu ehf. 2002-12-0046.

Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar er lögð var fram á 168. fundi bæjarstjórnar og varðar úthlutun á lóð undir sjálfsafgreiðslustöð til Atlantsolíu ehf., á Skeiði í Skutulsfirði. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram minnisblað, vinnugagn bæjarstjóra, er varðar lóð fyrir bensínstöð á Skeiði og umsóknir er borist hafa um þá lóð og væntanlega lóð á hafnarsvæði.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, leggur til að Atlantsolíu ehf. verði gefinn kostur á lóð á Skeiði í Skutulsfirði, í samræmi við umsókn félagsins, um að nýta lóðina undir sjálfsafgreiðslustöð og aðra þá þjónustu er skipulagsskilmálar gera ráð fyrir.
Jafnframt leggur Guðni til að Olíuverslun Íslands ehf., ÓB-bensín, verði gefinn kostur á lóð á hafnarsvæði á Ísafirði undir sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og díselolíu með þeim skilmálum er settir verða um lóðina.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur Guðna G. Jóhannessonar verði samþykktar.

7. Afrit bréfs Menntaskólans á Ísafirði, til félagsmálaráðherra. - Greiðslur húsaleigubóta til nemenda á heimavist. 2004-10-0037.

Lagt fram afrit bréfs skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, til félagsmálaráðherra dagsett þann 15. október s.l., er varðar greiðslur húsaleigubóta til nemenda á heimavist.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Afrit sent Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2004. 2004-09-0031.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. október s.l., varðandi fjármála- ráðstefnu sveitarfélaga 2004. Ráðstefnan verður haldin dagana 1. og 2. nóvember n.k. á Nordica hotel í Reykjavík. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.

Lagt fram til kynningar.

9. Samb. ísl. sveitarfélaga. - Fundargerð 718. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 718. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarfélaga, er haldinn var þann 15. október s.l., að Borgartúni 30 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf bæjartæknifræðings. - Grjótnám á Dagverðardal. 2004-07-0034.

Lagt fram bréf bæjartæknifræðings dagsett 15. október s.l., er varðar fyrirspurn bæjarráðs vegna grjótnáms á Dagverðardal í Skutulsfirði. Bréfinu fylgir úttekt á grjótnámunni frá árinu 1999 og þar kemur fram að þá mátti vinna þar allt að 200.000 rúmmetra af föstu bergi, sem gera um 300.000 rúmmetra af sprengdu grjóti miðað við þanstuðul 1,5.

Lagt fram til kynningar.

11. Fjárhagsáætlun 2005. 2004-04-0071.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs lögður fram fyrstu vinnugögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.