Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

406. fundur

Árið 2004, mánudaginn 11. október kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 3/10. 234. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 5/10. 235. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði Ísafjarðar 8/10 1. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Starfshópur um tölvumál Ísafjarðarbæjar. 2004-09-0060.

Lagt fram að nýju bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 22. september s.l., er fjallar um starfshóp vegna stefnumótunar í tölvumálum Ísafjarðarbæjar. Erindið var lagt fram á 404. fundi bæjarráðs, en vísað aftur til bæjarráðs á 167. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. október s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að neðangreindir aðilar skipi starfshópinn.

Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi, er jafnframt verði formaður starfshópsins, Jóhann Hinriksson, forstöðumaður bæjarbókasafnsins, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, Védís J. Geirsdóttir, aðalbókari og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.

3. Bréf byggingarfulltrúa. - Lóðaleigusamningur í Reykjanesi. 2004-07-0020.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 1. október s.l., ásamt drögum að grunnleigusamningi og mæliblaði, varðandi lóð vegna mannvirkja í Reykjanesi við Djúp. Um er að ræða lóð undir eignir Rnes ehf., sem eru sjódæluhús, starfsmannahús, sjóblöndunarhús og sláturhús. Erindið var áður fyrir bæjarráði þann 19. júlí s.l.

Bæjarráð samþykkir ofangreindan grunnleigusamning ásamt mæliblaði.

4. Bréf byggingarfulltrúa. - Skipulag sumarhúsasvæða í Ísafjarðarbæ. 2004-01-0044.

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 7. október s.l., varðandi skipulag sumarhúsasvæða innan Ísafjarðarbæjar. Í bréfi byggingarfulltrúa kemur fram, að það sé mat Skipulagsstofnunar, að ekki skuli stækka núverandi sumarhúsabyggð í Tungudal og að samkvæmt bráðabirgðahættumati Veðurstofu Íslands er áhætta á svæðinu metin yfir ásættanlegum mörkum hvað snjóflóð varðar.
Í bréfi Veðurstofu Íslands frá 2. september s.l., kemur og fram, að nauðsynlegt verður að endurskoða formlegt hættumat eftir að byggingu snjóflóðavarnargarðs í Seljalandsmúla verði lokið og eðlilegt að vinna hættumat fyrir frístundasvæði samhliða því.
Meðfylgjandi er bréf Skipulagsstofnunar frá 8. september s.l. og bréf Veðurstofu Íslands frá 2. september s.l.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar. 2004-08-0046.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 8. október s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar - ágúst 2004.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Teiknistofunnar Eik ehf., Ísafirði. 2004-10-0004.

Lagt fram bréf frá Teiknistofunni Eik ehf., Suðurgötu 12, Ísafirði, dagsett 1. október s.l., þar sem Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt, kynnir fyrirtækið og að fyrirtækið hafi nú hafið starfsemi hér á Ísafirði. Bréfritari er tilbúinn að koma á fund bæjaryfirvalda og kynna frekar starfsemi fyrirtækisins sé þess óskað.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar með ósk um að rætt verði við fulltrúa Teiknistofunnar Eik.

7. Bréf Súðavíkurhrepps. - Svar við beiðni um fund vegna samgöngumála ofl. 2004-09-0090.

Lagt fram bréf Súðavíkurhrepps dagsett 4. október s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 21. september s.l., varðandi beiðni um fund sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, um samgöngumál og önnur sameiginleg hagsmunamál. Í bréfinu kemur fram að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps þiggur boð um sameiginlegann fund sveitarfélaganna.

Bæjarráð þakkar svar Súðavíkurhrepps og felur bæjarstjóra að koma á fundi með sveitarfélögunum.

8. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Beiðni um aukið fjárframlag. 2003-11-0063.

Lagt fram bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 2. október s.l., þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi Ísafjarðarbæjar til skólans. Í bréfinu er stutt yfirlit um rekstur og aðsókn að skólanum svo og fylgir skóladagatal skólaárið 2004-2005.

Bæjarráð vísar erindi Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Jafnframt vísar bæjarráð erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til skoðunar.

9. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar. 2004-10-0007.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 5. október s.l., þar sem fram kemur að Orkustofnun hafi óskað eftir því við FV, að koma á framfæri breytingum á lögum um niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Breytingin nær til þeirra sveitarfélaga, sem eru tilgreind á köldum svæðum, þannig að þau geti sótt um niðurgreiðslu fyrir þær stofnanir, sem eru í þeirra eigu og falla undir lög nr. 78/2002, svo sem söfn, félagsheimili o.fl. Hjálagt fylgja lög um breytingar á ofangreindum lögum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna breytingar laganna fyrir stjórnendum þeirra stofnana er málið varðar.

10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum í menningarmálum. 2002-06-0055.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 7. október s.l., varðandi samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum í menningarmálum. Bréfið fjallar um athugasemdir er borist hafa frá Ísafjarðarbæ og Reykhólahreppi vegna draga að samstarfssamningi sveitarfélaga á Vestfjörðum í menningarmálum. FV fer þess á leit við sveitarfélög á Vestfjörðum, að þau fjalli um athugasemdirnar og sendi svar til stjórnar FV. Athugasemdir ofangreindra sveitarfélaga fylgja með bréfi FV.

Bæjarráð vísar bréfi FV til menningarmálanefndar til skoðunar.

11. Afrit bréfs Skipulagsstofnunar til Almennu verkfræðistofunnar hf. - Öryggissvæði við Ísafjarðarflugvöll. 2004-07-0034.

Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Almennu verkfræðistofunnar hf., Reykjavík, dagsett 1. október s.l., varðandi breikkun öryggissvæðis Ísafjarðarflugvallar. Í bréfinu kemur m.a. fram, að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Ísafjarðarbæjar samkvæmt 27. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð ítrekar beiðni sína um umsögn tæknideildar á grjótnámu á Dagverðardal.

12. Bréf Yfirfasteignamatsnefndar. - Sundstræti 36, Ísafirði. 2003-06-0072.

Lagt fram bréf Yfirfasteignamatsnefndar dagsett 1. október s.l., þar sem tilkynntur er úrskurður nefndarinnar um kæru Ísafjarðarbæjar vegna ákvörðunar Fasteignamats ríkisins, um endurmat fasteignarinnar Sundstræti 36, Ísafirði. Niðurstaða Yfirfasteigna- matsnefndar er sú, að endurmetið fasteignamat á Sundstræti 36, Ísafirði, skuli standa. Bréfinu fylgir úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga. - Tillögur um breytingar á sveitafélagaskipan. 2004-01-0103.

Lagt fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga er móttekið var þann 7. október s.l. og varðar tillögur sameiningarnefndarinnar um breytingar á sveitarfélagaskipan.
Bréfinu fylgir sameiginleg viljayfirlýsing félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og Samb. ísl. sveitarf. vegna átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins, tillögur og greinargerð verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga svo og ,,Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins", fyrstu tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.