Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

405. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 5. október kl.9:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 28/9. 47. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 28/9. 201. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 29/9. 202. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 28/9. 105. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
4. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni menningarmálanefndar, að ræða við forsvarsmenn þeirra félaga er stóðu að minnisvarða sjómanna á sínum tíma.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Umsóknir olíufélaga um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar. 2002-12-0046.

Lagðar fram upplýsingar og umsóknir eftirtaldra olíufélaga, um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og díselolíu til ökutækja hér á Ísafirði. Félögin eru : Olíuverslun Íslands hf., Bensínorka ehf., Olíufélagið ehf. og Atlantsolía ehf.

Bæjarráð vísar frekari afgreiðslu ofangreindra erinda til bæjarstjórnar.

3. Yfirlit um samninga við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram yfirlit um samninga við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ. Yfirlitið nær yfir samninga sem í gildi eru, hafa runnið út á þessu ári eða munu renna út fyrir komandi áramót. Tekið saman af bæjarritara samkvæmt ósk bæjarráðs á 404. fundi sínum þann 27. september s.l.

Bæjarráð vísar frekari vinnu vegna samninga við íþróttafélög í Ísafjarðarbæ til fjárhagsáætlunargerðar.

4. Bréf ríkisskattstjóra. - Persónuafsláttur kennara í verkfalli. 2004-09-0100.

Lagt fram bréf frá embætti ríkisskattstjóra dagsett 27. september s.l., þar sem tilkynnt er að ríkisskattstjóri hafi fallist á þá beiðni Kennarasambands Íslands, að kennarar þurfi ekki að framvísa skattkorti vegna greiðslna úr Vinnudeilusjóði KÍ, en geti nýtt sér persónuafslátt. Því er beint til viðkomandi sveitarfélaga að skerða persónuafslátt kennara um þá fjárhæð, sem þeir nýta hjá Vinnudeilusjóði. Ríkisskattstjóri mun senda upplýsingar um þá kennara er nýtt hafa persónuafslátt vegna greiðslna úr Vinnudeilusjóði.

Bæjarráð bendir á að þessari ráðstöfun fylgir aukin vinna í launadeild Ísafjarðarbæjar. Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Sólheima. - Styrkbeiðni. 2004-09-0096.

Lagt fram ódagsett bréf frá Sólheimum heimili fatlaðra, þar sem leitað er eftir framlagi vegna áframhaldandi uppbyggingar að Sólheimum.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

6. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar. 2004-08-0046.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 1. október s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar - júlí 2004. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, kom inn á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

7. Minnisblað bæjarritara. - Kjallari að Ólafstúni 2, Flateyri. 2004-09-0089.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 1. október s.l., þar sem fram kemur að hann hafi rætt við Friðfinn Hj. Hinriksson, Flateyri, í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs á 404. fundi sínum á bréfi Friðfinns dagsett 21. september s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á kjallara að Ólafstúni 2 á Flateyri. Í viðræðum kom fram að Friðfinnur hefur hug á að byggja íbúðarhæð úr timbri á fyrrgreindan kjallara. Í minnisblaði bæjarritara er leitað heimildar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, um að ganga til samninga við Friðfinn um sölu á ofangreindum kjallara.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.