Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

404. fundur

Árið 2004, mánudaginn 27. september kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefndar 21/9. 46. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefndar 21/9. 36. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð felur Svanlaugu Guðnadóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og bæjarritara að leggja fram drög að umsögn á næsta fundi bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 23/9. 31. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
1. liður. Bæjarráð frestar að taka ákvörðun um samning við BÍ þar sem framundan er vinna við fjárhagsáætlun. Bæjarráð leggur áherslu á að gert verði yfirlit yfir alla samninga, sem í gildi eru milli Ísafjarðarbæjar og íþróttafélaga innan Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð stefnir að fundi með HSV, er ofangreindir samningar liggja fyrir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefndar 22/9. 194. fundur.
1. og 2. liður. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til skipaðs stýrihóps um skipulag á hafnarsvæði, að hann fundi með Ólöfu Guðnýu Valdimarsdóttur, arkitekt, um lóð undir steypustöð á Suðurtanga.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Byggðakvóti. - Undirbúningur að umsókn Ísafjarðarbæjar. - Úthlutun Byggðastofnunar á byggðakvóta. 2002-09-0106.

Lagðar fram af bæjarstjóra upplýsingar varðandi undirbúning að umsókn Ísafjarðarbæjar vegna væntanlegrar úthlutunar sjávarútvegsráðherra á 3.200 þorskígildistonna byggðakvóta.

Bæjarráð samþykkir að senda umsókn um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytis byggða á framlögðum gögnum bæjarstjóra.
Jafnframt er lagt fram að nýju bréf Nýsis frá 1. september s.l., varðandi væntanlega úthlutun Byggðastofnunar á 193 þorskígildistonnum fiskveiðiárið 2004/2005, en það er skilningur bréfritara, að sá byggðakvóti fari til Fiskvinnslunnar Fjölnis hf. á Þingeyri, eins og undanfarin ár.
Bæjarráð telur að markmiði með samningi milli Fiskvinnslunnar Fjölnis hf., Vísis hf., Byggðastofnunar og Ísafjarðarbæjar dagsettum 14. ágúst 1999 sé náð.
Því leggur bæjarráð til við bæjarstjórn með tilvísun til bréfs Nýsis frá 1. september s.l., að notast verði við þá skiptingu hlutfallslega milli Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar, á núverandi úthlutun á byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar, samtals 193 þorskígildistonn, sem fram kemur í tillögu Byggðastofnunar er send var Ísafjarðarbæ þann 23. júlí 1999.

3. Minnisblað Andra Árnasonar hrl. - Umsóknir olíufélaga um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar. 2002-12-0046.

Lagt fram minnisblað Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, dagsett 24. september s.l., varðandi fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um álit hans á fyrirkomulagi úthlutana lóða til olíufélaganna fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og díselolíu til ökutækja.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár. ,,Bæjarfulltrúi Magnús Reynir Guðmundsson óskar eftir því, að gengið verði úr skugga um með óyggjandi hætti, hvort olíufélögin þrjú, Olíufélagið hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., reki enn sameiginlega bensínstöðina við Hafnarstræti á Ísafirði."

Bæjarráð frestar frekari afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

4. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 28. september n.k. - Drög að nokkrum minnisatriðum. 2004-09-0021.

Lögð fram drög að nokkrum minnisatriðum er væntanlega verða rædd á fundi formanns bæjarráð og bæjarstjóra með fjárlaganefnd Alþingis þann 28. september n.k.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Friðfinns Hjartar Hinrikssonar. - Kjallari að Ólafstúni 2, Flateyri. 2004-09-0089.

Lagt fram bréf frá Friðfinni Hj. Hinrikssyni, Eyrarvegi 13, Flateyri, dagsett 21. september s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á kjallara að Ólafstúni 2 á Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6. Bréf fjármálastjóra. - Stefnumótun í tölvumálum Ísafjarðarbæjar. 2004-09-0060.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 22. september s.l., er varðar stefnumótun í tölvumálum Ísafjarðarbæjar og skipan starfshóps. Í bréfinu er lagt til að starfshópinn skipi Jóhann Hinriksson, forstöðumaður bæjarbókasafnsins, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, Védís J. Geirsdóttir, aðalbókari, Þorleifur Pálsson, bæjarritari og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ofangreindir aðilar skipi starfshópinn.

7. Bréf Barnaheilla. - Beiðni um fjárstyrk. 2004-09-0076.

Lagt fram bréf frá Barnaheill dagsett 16. september s.l., er varðar umsókn til Ísafjarðarbæjar um styrk vegna verkefnisins ,,Stöðvum barnaklám á Netinu". Sótt er um styrk samtals að upphæð kr. 100.000.-, er greiðast mun í tvennu lagi. Um er að ræða þátttöku Barnaheilla í aþljóðlegu samstarfsverkefni.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 9. október 2004. 2004-09-0073.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. september s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu um Staðardagskrá 21, þann 9. október n.k. og verður ráðstefnan haldin á Hótel Glym, Hvalfjarðarströnd og hefs kl. 10:00 Drög að dagskrá fylgir ofangreindu bréfi.

Bæjarráð vísar erindinu til Staðardagskrárnefndar.

9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun XVIII. landsþings sambandsins. 2004-09-0094.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 21. september s.l., þar sem boðað er til XVIII. landsþings Samb. ísl. sveitarfélaga, sem haldið verður á Hótel Nordica í Reykjavík föstudaginn 26. nóvember 2004.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Styrkveiting til gagnvirkrar miðlunar upplýsinga í fjölmenningarlegu samfélagi. 2004-05-0005.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 23. september s.l., þar sem tilkynnt er, að félagsmálaráðuneytið hafi samþykkt að veita styrk í verkefnið varðandi gagnvirka miðlun upplýsinga í fjölmenningarlegu samfélagi, þróunarverkefni allra helstu stofnana er koma að þjónustu við innflytjendur í Ísafjarðarbæ. Styrkurinn er að fjárhæð kr. 500.000.- og gert ráð fyrir að hann verði greiddur á árinu 2005.

Bæjarráð þakkar félagsmálaráðuneyti styrkveitinguna og áhuga fyrir verkefninu.

11. Verkefnið „Vertu til“ niðurstöður spurningakönnunar. 2004-04-0063.

Lagt fram bréf til sveitarfélaga og einstaklinga er tóku þátt í verkefninu ,,Vertu til" eða sóttu fundi varðandi verkefnið. Meðfylgjandi bréfinu er niðurstaða spurningakönnunar, sem verkefnið Vertu til sendi til sveitarfélaga s.l. vor, þar sem spurt var um forvarnastarf innan sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar ofangreindum niðurstöðum spurningakönnunarinnar til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og VáVest.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.