Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

401. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 31. ágúst kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 24/8. 232. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 25/8. 192. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 26/8. 64. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fjármálastjóri – rekstrarskýrsla janúar-júní 2004. 2004-08-0046.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 26. ágúst s.l., með mánaðarskýrslu um rekstur og fjárfestingar mánuðina janúar – júní 2004.

Lagt fram til kynningar.

3 Fjárlaganefnd – ferð um Vestfirði. 2004-08-0052.

Lögð fram drög að dagskrá vegna ferðar Fjárlaganefndar Alþingis um Vestfirði dagana 7.- 8. september nk.

Bæjarráð og bæjarstjóri mæta til fundar við fjárlaganefnd miðvikudaginn 8. september kl. 11.30 á hótel Ísafirði.

4. Atlantsolía – bensínstöðvar á Ísafirði. 2002-12-0046.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum frá Stefáni Kjærnested, framkv.stjóra, dags. 25. ágúst s.l. varðandi lóðarumsókn Atlantsolíu og annarra olíufélaga fyrir bensínstöðvar á Ísafirði. Ennfremur lagt fram bréf frá Kristjáni Kristjánssyni, form. umhverfisnefndar, dags. 26. ágúst s.l. með hugmyndum varðandi lóðir undir bensínstöðvar í Skutulsfirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar sem beðið er frekari gagna.

5. Starfsreglur varðandi sérkennslu í leikskólum í Ísafjarðarbæ. 2004-08-0040.

Lagðar fram starfsreglur varðandi sérkennslu í leikskólum í Ísafjarðarbæ sem samþykktar voru á fundi fræðslunefndar 19. ágúst 2004.

Lagt fram til kynningar.

6. Bæjarstjóri – ráðstefna í Röst í Noregi.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dags. 27. ágúst s.l. þar sem leitað er heimildar að sækja ráðstefnu í bænum Röst í Lofoten í Noregi vegna rannsóknarverkefnisins "Institutions and Innovations, The Role of Local Government in the Transformation of the Northern Periphery." Bæjarstjóra er boðið sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar að taka þátt í ráðstefnunni og ráðstefnuhaldari greiðir ferðakostnað.

Bæjarráð heimilar ferðina.

7. Olíudreifing - málefni olíubirgðastöðvar á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Herði Gunnarssyni, Olíudreifingu ehf, dags. 23. ágúst s.l. varðandi uppbyggingu birgðastöðvar Olíudreifingar og Skeljungs á Ísafirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar sem beðið er frekari gagna.

8. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Ísafirði 3. og 4. september 2004.

Rætt um undirbúning og skipulagningu á 49. Fjórðungsþingi Vestfirðinga haldið á Ísafirði dagana 3. og 4. september 2004.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.