Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

400. fundur

Árið 2004, mánudaginn 23. ágúst kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Viðræður við bæjarráð - skipulagsmál.

Mætt til viðræðna við bæjarráð Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og Sigurður Mar Óskarsson, forst.maður tæknideildar. Rætt var um skipulagsmál neðarlega á Eyrinni og hafnarsvæðinu á Ísafirði.

Bæjarráð beinir því til umhverfisnefndar að hefja endurskoðun á deiliskipulagi á umræddu svæði í ljósi umræðna á fundinum.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 17/8. 46. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 18/8. 34. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 19/8. 198. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Ólafur Þ. Jónsson – landvarsla í Látravík. 2004-08-0004.

Lagt fram bréf Ólafs Þ. Jónssonar, dagsett 3. ágúst 2004, með skýrslu um landvörslu í Látravík í Hornstrandarfriðlandinu sumarið 2004.

Lagt fram til kynningar.

4. Menningarmálanefnd – samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum í menningarmálum. 2002-06-0055.

Lagðar fram athugasemdir frá fundi menningarmálanefndar frá 16. ágúst sl. varðandi samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.

Bæjarráð vísar athugasemdunum til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

5. Bæjarstjóri – skipan fulltrúa í starfskjaranefnd.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dags. 20. ágúst sl. með tillögu um skipan fulltrúa í starfskjaranefnd Ísafjarðarbæjar. Lagt er til að Þorleifur Pálsson, bæjarritari, verði aðalmaður og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri varamaður hans. Auk þessara skipi bæjarráð fulltrúa sinn í nefndina.

Bæjarráð samþykkir tillöguna bæjarstjóra og skipar Magnús Reyni Guðmundsson fulltrúa bæjarráðs og Bryndísi Friðgeirsdóttur varamann hans.

6. Bæjarstjóri – hjúkrunarheimili, skipan í starfshóp.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dags. 20. ágúst sl. varðandi skipan fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis.

Bæjarráð óskar eftir tilnefningum um þrjá fulltrúa bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, og einum fulltrúa frá hverjum eftirtöldum; Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Félagi aldraðra á Ísafirði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:41.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.