Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

398. fundur

Árið 2004, mánudaginn 9. ágúst kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd um íþróttahúss á Suðureyri 30/7. 9. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 27/7. 230. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Bæjarráð óskar eftir skýrslu í 2. og 3. lið svo og leiðréttingar sem getið er á um í 11. lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 29/7. 197. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Bæjarráð óskar eftir skýrslu í 6. lið.
10. liður. Bæjarráð lítur svo á, að bókun fræðslunefndar sé tillaga og samþykkir viðmiðunarreglur um greiðslur vegna námsvistar í tónlistarskólum utan lögheimilissveitarfélags.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 4/8. 92. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
7. liður. Bæjarráð óskar eftir að formenn hafnarstjórnar og umhverfisnefndar mæti á næsta fund bæjarráðs varðandi úthlutun lóðar að Sindragötu á Ísafirði.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarritara. - Fjármögnun sparkvallar á Þingeyri. 2004-04-0022.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. júlí s.l., varðandi tillögu um fjármögnun á hlut Ísafjarðarbæjar við gerð sparkvallar með gervigrasi við Grunnskólann á Þingeyri. Lagt er til að áætlaður kostnaður kr. 4,8 milljónir verði færðar á liðinn ,,íþróttamannvirki" í fjárhagsáætlun ársins 2004, en þar er um fjárveitingu að ræða til íþróttamannvirkja að upphæð kr. 50 milljónir.

Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu um fjármögnun.

3. Kaupsamningur vegna sölu Aðalstrætis 29, Þingeyri. 2004-03-0044.

Lagður fram kaupsamningur með afsali vegna sölu Ísafjarðarbæjar á Aðalstræti 29, Þingeyri, til hjónanna Hönnu J. Ástvaldsdóttur og Þórs Gunnarssonar, Baughúsum 4, Reykjavík. Kaupendur munu gera húsið upp og færa það til í lóðinni.

Bæjarráð staðfestir ofanritaðan kaupsamning með afsali.

4. Bréf bæjarstjóra. - Lóðaumsóknir olíufélaga vegna bensínstöðva. 2002-12-0046.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. ágúst s.l., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa olíufélaga og leggur fram bréf frá Olíuverslun Íslands hf., dagsett 16. júlí s.l., þar sem sótt er um lóð undir sjálfsafgreiðslustöð undi merki ,,ÓB-ódýrt bensín" og jafnframt bréf frá Bensínorku ehf., dagsett 4. ágúst s.l., þar sem sótt er um lóð undir bensínstöð við Tungubraut á Skeiði í Skutulsfirði.

Bæjarráð vísar ofangreindum erindum til umsagnar umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.

5. Bréf Eimskipafélags Íslands ehf. - Breyttur flutningamáti. 2004-08-0003.

Lagt fram bréf frá Eimskipafélagi Íslands ehf., dagsett 30. júlí s.l., þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið á stjórnarfundi, að efla landflutninganet félagsins og mun það alfarið taka við af strandsiglingum félagsins frá og með 1. desember næstkomandi. Engar breytingar verða á viðkomu millilandaskipa Eimskips og þá munu frystiskip félagsins halda áfram að lesta sjávarafurðir í auknu mæli víða um land. Frystiskipin munu lesta kæli- og frystivörur, auk þess sem sum þeirra geta flutt gáma.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Akureyrarbæjar. - Málþing um Staðardagskrá 21. 2004-07-0045.

Lagt fram bréf Akureyrarbæjar dagsett 29. júlí s.l., þar sem boðað er til málþings á Akureyri föstudaginn 10. september n.k., í kjölfar að útgáfu norræna hugmyndaheftisins ,,LA21-Idéhæfte". Staðardagskrárskrifstofan á Álandseyjum heldur málþingið í samvinnu við Akureyrarbæ.
Þátttaka í málþinginu verður endurgjaldslaus og fjöldi þátttakenda takmarkaður. Tekið er á móti skráningum á málþingið á netfangi gudm@akureyri.is.

Bæjarráð vísar erindinu til staðardagskrárnefndar.

7. Bréf Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutagreiðsla 2004. 2004-07-0043.

Lagt fram bréf frá Brunabótafélagi Íslands dagsett 27. júlí s.l., þar sem m.a. er greint frá ágóðahlutagreiðslum félagsins fyrir árið 2004. Hlutur Ísafjarðarbæjar í ágóðahlutagreiðslur þessa árs er 4,820% eða kr. 14.460.000.-, sem greiddur verður þann 15. október n.k.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Verklýsingavefurinn. 2004-08-0002.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 26. júlí s.l., varðandi ,,Verklýsingavefinn", rafrænt safn samræmdra verklýsinga í byggingariðnaði. Meðfylgjandi er stutt kynning á samstarfsverkefninu, sem opinberar stofnanir, sveitarfélög, samtök verktaka, samtök ráðgjafa og Rannsóknastofnun byggingar-iðnaðarins hafa unnið að undanfarin misseri. Nú gefst fleiri sveitarfélögum kostur á að gerast stofnaðilar með því að leggja fram kr. 100.000.- á árinu 2004.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.