Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

397. fundur

Árið 2004, mánudaginn 26. júlí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráð eftir að taka inn á dagskrá sem 6. lið, ráðningu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Beiðni formanns samþykkt samhljóða.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Bygginganefnd íþróttahúss á Suðureyri 19/7. 8. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 22/7. 190. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
Fundargerðin í heild sinni samþykkt.

2. Minnisblað bæjarritara. - Sparkvellir KSÍ, gervigrasvöllur á Þingeyri. 2004-04-0022.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 22. júlí s.l., varðandi fyrirhugaðan gervigrasvöll á Þingeyri stærð 18x33 m í samráði við átak KSÍ í sparkvallagerð á landinu. KSÍ skaffar gervigras á völlinn og vinnu að hluta við útlagningu, en Ísafjarðarbær sjái um undirbúning svæðisins og frágang að útlagningu lokinni. Kostnaður Ísafjarðarbæjar við þessa framkvæmt er um kr. 4,8 milljónir að mati Verkfrst. Sig. Thoroddsen hf., Ísafirði. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins 2004 og er því óskað eftir auka fjárveitingu í verkið svo af því geti orðið á þessu ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun verkefnisins.

3. Kaupsamningur vegna sölu Aðalgötu 16, n.h. Suðureyri. 2004-07-0028.

Lagður fram kaupsamningur vegna sölu Ísafjarðarbæjar á Aðalgötu 16, n.h. Suðureyri, til Hvíldarkletts ehf., Suðureyri. Kauptilboð var áður samþykkt í bæjarráði þann 5. júlí s.l. og þá óskað eftir að undirritaður kaupsamningur yrði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir ofanritaðan kaupsamning.

4. Bréf Skipulagsstofnunar. - Öryggissvæði við Ísafjarðarflugvöll. 2004-07-0034.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 19. júlí s.l., varðandi breikkun öryggissvæðis Ísafjarðarflugvallar, tilkynning um matsskyldu. Í bréfinu er óskað álits Ísafjarðarbæjar á því hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisárhrifum með tilvísun til 6. gr. laga nr. 106/2000 og 3. viðauka í þeim lögum. Svar óskast eigi síðar en 27. júlí 2004.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fresti til að skila áliti og vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar og umhverfisnefndar.

5. Samb. ísl. sveitarf. - 715. fundargerð stjórnar.

Lögð fram 715. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., frá stjórnarfundi er haldinn var þann 25. júní s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

6. Ráðning yfirmanns á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 2004-06-0062.

Inn á dagskrá bæjarráðs var í upphafi fundar samþykkt að taka á dagskrá ráðningu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðuna eru þeir eftirtaldir í stafrófsröð.

Helgi Jóhann Hauksson, Arnarsmára 26, 201 Kópavogi.
   Kt. 111256-2179. (Helgi Jóhann sækir jafnframt um starf grunnskólafulltrúa.)
Kristinn J. Reimarsson, Garðabraut 24, 300 Akranesi.
   Kt. 111264-5549.
Kristín Ólafsdóttir, Njálsgötu 20, 101 Reykjavík.
   Kt. 190171-
Kristrún Lind Birgisdóttir, Merkigili 30, 603 Akureyri.
   Kt. 200671-5899.
Laufey Alda Sigvaldadóttir, Bárugötu 9, 107 Reykjavík.
   Kt. 301272-3759.(Laufey Alda sækir jafnframt um starf grunnskólafulltrúa.)
María Björk Ingvadóttir, Gilstúni 32, 550 Sauðárkrókur.
   Kt. 201259-4449.
Páll Leó Jónsson, Suðurengi 15, 800 Selfossi.
   Kt. 240857-2519.(Páll Leó sækir jafnframt um starf grunnskólafulltrúa.)
Skúli Sigurður Ólafsson, Urðarvegi 47, 400 Ísafirði.
   Kt. 200868-3159.

Formaður bæjarráðs Guðni G. Jóhannesson, lagði fram tillögu um að Skúli Sigurður Ólafsson, Urðarvegi 47, Ísafirði, verði ráðinn yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar til eins árs.
Jafnframt kom fram tillaga frá Bryndísi G. Friðgeirsdóttur, um að Páll Leó Jónsson, Suðurengi 15, Selfossi, verði ráðinn yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar til eins árs.
Þar sem tvær tillögur hafa komið fram í bæjarráði, um ráðningu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, vísar bæjarráð ákvarðanatöku um ráðningu til bæjarstjórnar.
Magnús Reynir Guðmundsson óskaði bókað að hann styður ráðningu Skúla S. Ólafssonar í starf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Ragnheiður Hákonardóttir óskaði og bókað að hún styður ráðningu Skúla S. Ólafssonar í starfið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.