Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

396. fundur

Árið 2004, mánudaginn19. júlí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Menningarmálanefnd 15/7. 104. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
4. liður. Bæjarráð felur menningarmálanefnd í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar að gera tillögur að nýrri staðsetningu minnisvarða sjómanna.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 7/7. 189. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
6. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
7. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt.
Fundargerðin í heild sinni samþykkt.

2. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Hlíðarvegur 51, Ísafirði. 2004-06-0010.

Lagt fram minnisblað Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 15. júlí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir skoðun sinni á sölutilboði eigenda að Hlíðarvegi 51, Ísafirði og kostum þess að Ísafjarðarbær eignist viðkomandi fasteign.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa húseigenda.

3. Minnisblað forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Starfsumsókn um starf leikskólastjóra Sólborgar. 2004-06-0062.

Lagt fram minnisblað Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 9. júlí s.l., þar sem hún gerir grein fyrir umsókn um starf leikskólastjóra á Sólborg, Ísafirði. Umsækjandi er Sonja E. Thompson, starfandi leikskólastjóri Sólborgar og er mælt með að hún verði ráðin.

Bæjarráð samþykkir ráðningu Sonju E. Thompson, sem leikskólastjóra Sólborgar.

4. Bréf Rnes ehf. - Lóðaleigusamningur í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 2004-07-0020.

Lagt fram bréf frá Rnes ehf., kt. 530303-2330, dagsett 8. júlí s.l., þar sem fyrirtækið óskar eftir lóðaleigusamningi vegna lóðar undir sjódæluhús, starfsmannahús, sjóblöndunarhús og sláturhús í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Eignirnar keypti félagið af Byggðastofnun í apríl 2003, en þær voru upphaflega í eigu Íslaxs hf.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að fara á staðinn og kanna aðstæður, gera drög að hefðbundnum lóðaleigusamningi, sem síðan verði lagður fyrir bæjarráð.

5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 49. Fjórðungsþing. 2004-06-0034.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 14. júlí s.l., þar sem sveitarstjórnir eru minntar á 49. Fjórðungsþing er haldið verður á Ísafirði dagana 3. og 4. september n.k. Þess er óskað að sveitarstjórnir sendi inn kjörbréf fulltrúa eigi síðar en þann 16. ágúst n.k.

Bæjarráð felur bæjarritara að senda kjörbréf vegna bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

6. Bréf byggingarfulltrúa. - Opnun tilboða í þekju og lagnir á Ásgeirsbakka. 2004-07-0033.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 8. júlí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í þekju og lagnir á Ásgeirsbakka við Ísafjarðarhöfn. Neðangreind tilboð bárust.
Ásel ehf., Ísafirði. kr. 22.164.800.-
Vestfirskir Verktakar ehf., Ísafirði. kr. 24.925.760.-
Trésmiðjan ehf., Hnífsdal. kr. 22.912.100.-
Bræðratunga ehf., Súðavík. kr. 31.292.100.-
Elín ehf., Sauðárkróki. kr. 24.326.300.-
Kostnaðaráætlun kr. 24.728.730.-
Tilboðin eru nú til yfirferðar hjá Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Bréfinu vísað til hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf Sigurðar Mar Óskarssonar. - Uppsögn starfs. 2004-07-0012.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 6. júlí s.l., þar sem hann segir upp starfi sínu hjá Ísafjarðarbæ frá og með 1. ágúst 2004. Í bréfinu þakkar Sigurður Mar samstarfsmönnum sínum og stjórnendum Ísafjarðarbæjar samstarfið og þau tækifæri er starf á tæknideild Ísafjarðarbæjar hafa veitt honum í þau rúmlega 16 ár, sem hann hefur starfað fyrir Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð þakkar Sigurði Mar fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf yfirmanns á umhverfissviði Ísafjarðarbæjar laust til umsóknar.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunarreglur vegna nemenda utan lögheimilissveitarfélags. 2004-07-0013.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. júlí s.l., ásamt viðmiðunarreglum um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags. Stjórn Samb. ísl. sveitarf. hefur samþykkt meðfylgjandi reglur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka erindi til Samb. ísl. sveitarf. um sambærilegt fyrirkomulag í leikskólum.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Bréfið sent Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefnd.

9. Bréf Úrvinnslusjóðs. - Söfnun og endurnýting á heyrúlluplasti. 2004-07-0007.

Lagt fram bréf frá Úrvinnslusjóði dagsett 30. júní s.l., er varðar söfnun og endurnýtingu á heyrúlluplasti, en með lögum um úrvinnslugjald 162/2002 með síðari breytingum var úrvinnslugjald lagt á heyrúlluplast frá og með 1. janúar 2004. Bréfinu fylgir kynning um fyrirkomulag á söfnun og endurnýtingu heyrúlluplasts.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og landbúnaðarnerndar.

10. Bréf skiptasjóra Skólaskrifstofu Vestfjarða. - Reikningsskil og úthlutunargerð. 2004-07-0006.

Lagt fram bréf frá Birni Jóhannessyni hdl., skiptastjóra Skólaskrifstofu Vestfjarða, dagsett 1. júlí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir að skiptastjórn hafi lokið skiptum á Skólaskrifstofu Vestfjarða og reikningsskilum fyrir tímabilið 1. janúar 2001, til 15. júní 2004. Bréfinu fylgir fundargerð skiptastjórnar frá 30. júní s.l., yfirlit yfir úthlutun til aðildarsveitarfélaga og reikningsskil 1. janúar 2001, til 15. júní 2004.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.