Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

395. fundur

Árið 2004, mánudaginn 5. júlí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Kauptilboð í Aðalgötu 16, Suðureyri.

Lagt fram kauptilboð er borist hefur í fasteignina Aðalgötu 16, neðri hæð, Suðureyri, frá Hvíldarkletti ehf., Suðureyri. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.- og greiðist að fullu við undirritun kaupsamnings.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð og felur bæjarritara að ganga frá undirritun kaupsamnings, sem lagður verði fyrir bæjarráð.

2. Dreifibréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. - Fjárhagsáætlun 2004. 2003-04-0003.

Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 23. júní s.l., þar sem sveitarfélög er samþykkja fjárhagsáætlanir fyri árið 2004 með neikvæðri rekstrarniðurstöðu eru minnt á, að ekki er eðlilegt að mati nefndarinnar, að samþykktar séu fjárhagsáætlanir með heildarútgjöld umfram heildartekjur, nema sérstakar ástæður liggi þar að baki.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður EBÍ. 2004-06-0063.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 24. júní s.l., þar sem fram kemur að sveitarfélög geti sent inn umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ, til sérstakra verkefna. Umsóknarfrestur er til ágústloka n.k. Bréfinu fylgja reglur sjóðsins og úthlutanir undanfarinna ára.

Bæjarráð felur bæjarritara að kynna erindið fyrir stjórnendum stofnana Ísafjarðarbæjar og óska hugmynda um verkefni.

4. Bréf Súðavíkurhrepps. - Samstarf við Reykhólahrepp og Saurbæjarhrepp um barnaverndarmál. 2004-06-0046.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 28. júní s.l., þar sem tilkynnt er samþykkt Súðavíkurhrepps á erindi Ísafjarðarbæjar frá 15. júní s.l., um samstarf við Reykhólahrepp og Saurbæjarhrepp um barnaverndarmál..

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent Skóla- og fjölskylduskrifstofu til upplýsinga.

5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Framlag sveitarf. á Vestfjörðum til FV. - Viðauki við skýrslu FV, sameiningarkosti sveitarf. 2004-06-0020.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 29. júní s.l., ásamt reikningi fyrir framlag sveitarfélaga til FV fyrir 2. hluta. Jafnframt fylgir bréfinu viðauki við skýrslu sambandsins frá því í maí s.l., um sameiningarkosti sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

6. Grunnskólinn á Ísafirði. - Skýrsla um skólahald GÍ skólaárið 2003-2004.

Lögð fram skýrsla Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, um skólahald Grunnskólans á Ísafirði skólaárið 2003 - 2004.

Umræður voru um skýrslu skólastjóra GÍ og þakkar bæjarráð skýrsluna. Skýrslan send fræðslunefnd og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.