Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

394. fundur

Árið 2004, mánudaginn 28. júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Áður en dagskrá var tekin fyrir var gengið til kosninga. Ragnheiður Hákonardóttir lagði fram tillögu um að Guðni G. Jóhannesson yrði formaður bæjarráðs. Tillagan samþykkt samhljóða.
Guðni G. Jóhannesson lagði til að Ragnheiður Hákonardóttir yrði varaformaður bæjarráðs. Tillagan samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 23/6. 33. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarritara. - Almenningsakstur í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 25. júní s.l., þar sem bent er á að samningur um rekstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur á Ísafirði rennur út þann 31. desember n.k. Heimild er í samningi til framlengingar um eitt ár og leggur bæjarritari til að Ísafjarðarbær nýti sér þær heimildir. Tilkynna þarf verksala um slíkt með 6 mánaða fyrirvara.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

Guðni. G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

3. Bréf umhverfisráðuneytis. - Aðgerðir í Hnífsdal gagnvart ofanflóðahættu, uppkaup eigna. 2004-04-0019.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 14. júní s.l., er varðar aðgerðir í Hnífsdal gagnvart ofanflóðahættu. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið að tillögu Ofanflóðasjóðs fellst á að styrkja Ísafjarðarbæ til kaupa á fasteignunum Árvöllum 5, 7 og 26 í Hnífsdal. Jafnframt kemur fram að ekki er unnt að verða við beiðni Ísafjarðarbæjar að sinni, um uppkaup á eignum bæjarfélagsins við Árvelli, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórn Ofanflóðasjóðs og umhverfisráðherra vegna uppkaupanna.

4. Bréf Ágústar og Flosa ehf. - Staðsetning sumarhúss við Pollgötu. Sýningarhús.

Lagt fram bréf frá Ágústi og Flosa ehf., Ísafirði, dagsett 23. júní s.l., þar sem óskað er heimildar til að staðsetja sumarhús við Pollgötu á Ísafirði, bak við húsið að Hafnarstræti 17. Húsið verði staðsett þar til 1. september n.k. sem sýningarhús.

Bæjarráð fellst á erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umhverfisnefndar til fullnaðarafgreiðslu.

5. Minnisblað bæjarstjóra. - Rannsóknarverkefnið - heimildarmynd um Ísafjarðarbæ. 2004-05-0005.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, ásamt öðrum gögnum er varðar rannsóknarverkefnið ,,Heimildarmynd um Ísafjarðarbæ". Fram kemur að Þórunn Hafstað og Pétur Már Gunnarsson sækja um styrk í verkefnið að fjárhæð kr. 165.000.- og jafnframt að þau hafi hlotið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að fjármagna gerð heimildarmyndar um ímyndarsköpun tveggja bæjarfélaga á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram 165.000 kr. til verkefnisins sem er mun lægra en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

6. Ársfundur Byggðastofnunar.

Lögð fram dagskrá ársfundar Byggðastofnunar, sem haldinn verður föstudaginn 2. júlí n.k. í húsakynnum Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Fundurinn hefst kl. 10:00

Lagt fram til kynningar.

7. Ýmis gögn varðandi sveitastjórnarmál.

Lögð fram af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, ný lög og lagabreytingar er varða sveitastjórnamál.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Ársskýrsla Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og hlutafjáraukning. 2004-06-0058.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 18. júní s.l., ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða fyrir árið 2003. Jafnframt kemur fram í bréfinu að FV hefur aukið hlutafjáreign sína í Atvinnuþróunarfélaginu sem nemur kr. 2.000.000.- að nafnverði á genginu 1,5.

Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrsluna sem lögð er fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.