Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

393. fundur

Árið 2004, mánudaginn 21 júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Olíudreifingar og Skeljungs mættir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð eru mættir Árni Ingimundarson, forstöðumaður tæknisviðs Olíudreifingar og Már Sigurðsson, forstöðumaður dreifingardeildar Skeljungs. Einnig eru mætt Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar, Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri og Sigurður Mar Óskarsson, bæjartæknifræðingur, er sitja fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Umræðuefni þessa dagskrárliðar eru lóðamál olíufélaganna við Suðurgötu á Ísafirði og framtíðarstaðsetning olíubirgðastöðvar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu um lóðamál olíufélaganna fyrir fund bæjarstjórnar þann 24. júní n.k.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 15/6. 45. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 16/6. 32. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 15/6. 7. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
5. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga byggingarnefndar verði samþykkt.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 16/6. 196. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Hornstrandafriðlandið. - Skýrsla landvarðar 2003. - Drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2004.

Lögð fram skýrsla Jóns Björnssonar, landvarðar, fyrir Hornstrandafriðlandið árið 2003. Jafnframt lögð fram drög að rekstrar- og framkvæmdaráætlun Hornstrandafriðlandsins fyrir árið 2004, unnin af Jóni Björnssyni, landverði.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu landvarðar. Lagt fram til kynningar.

4. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. - Sala fasteigna sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélagið geti rækt lögskyld verkefni sín. 2004-06-0051

Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 15. júní s.l., er varðar sölu á fasteignum sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélög geti rækt lögskyld verkefni sín. Jafnframt er ítrekað að sveitarfélögum er skylt að afla álits sérfróðs aðila áður en staðfestir eru samningar um framkvæmdir eða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, sem gilda eiga til langs tíma og hafa í för með sér verulegar skuldbindingar fyrir sveitarsjóð.

Lagt fram til kynningar.

5. Svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um eyðingu minka og refa.

Lagt fram til kynningar svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um eyðingu minka og refa, er lögð var fram á 130. löggjafarþingi 2003-2004, þingskjal 1837, mál 926.

Bæjarráð vísar ofangreindu svari til landbúnaðarnefndar til kynningar.

6. Bréf bæjarstjóra. - Viðræður við hæstbjóðendur að Neðri Tungu í Skutulsfirði. 2003-01-0079.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. júní s.l., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við hæstbjóðendur að Neðri Tungu í Skutulsfirði og leggur til að gengið verði til samninga við hæstbjóðendur um sölu fasteigna að Neðri Tungu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að kaupsamningi vegna sölu fasteigna að Neðri Tungu og leggja fyrir bæjarráð.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.