Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

392. fundur

Árið 2004, mánudaginn 14. júní kl.17:00, kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 7/6. 6. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 8/6. 229. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 8/6. 194. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/6. 188. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 10/6. 29. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fjármálastjóri – laun flokkstjóra Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar. 2004-05-0074.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 11. júní s.l., varðandi launakjör flokkstjóra Vinnskóla Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu kemur fram að ekki er unnt að verða við erindinu þar sem starfsmennirnir falla undir kjarasamning Kjarna félags bæjarstarfsmanna og samningsumboðið er á hendi Launanefndar sveitarfélaga. Ef um skipulagsbreytingar er að ræða sem hafa áhrif á störf flokksstjóra má skjóta málinu til samstarfsnefndar launanefndar og Kjarna.

Bæjarstjóra falið að svara erindi forstöðumanns Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

3. Bæjarstjóri - íþróttasvæðið á Þingeyri, samningur við Höfrung.

Lagt fram minnisblað ásamt fylgiskjölum frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 10. júní s.l., varðandi uppbyggingu íþróttasvæðisins á Þingeyri og samning við íþróttafélagið Höfrung.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við íþróttafélagið Höfrung á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

4. Forsætisráðuneytið –styrkur vegna 100 ára afmælis Heimastjórnar á Íslandi. 2004-01-0019.

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 8. júní s.l., þar sem tilkynnt er um að veittur hafi verið 750.000 kr. styrkur vegna atburða sem haldnir hafa verið og verða haldnir á vegum Ísafjarðarbæjar í tilefni 100 ára afmælis Heimastjórnar á Íslandi.

Bæjarráð þakkar fyrir styrkinn og vísar málinu til menningarmálanefndar.

5. Olíudreifing ehf – flutningur birgðastöðvar. 2002-08-0027.

Lagt fram bréf frá Árna Ingimundarsyni, forst.m. Tæknisviðs Olíudreifingar ehf, dagsett 7. júní sl. varðandi kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar birgðastöðvar félaganna við Suðurgötu og færslu í Sundahöfn. Hjálögð er skýrsla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 9. júní s.l. með yfirliti yfir skrifleg samskipti Ísafjarðarbæjar og olíufélaganna vegna birgðastöðvar á Ísafirði ásamt bókunum nefnda og ráða.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til ákvörðunartöku.

6. Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu – launalaust leyfi.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forst.m. Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 10. júní s.l., þar sem óskað er eftir launalausu leyfi frá störfum í eitt ár frá september n.k. í stað uppsagnar hennar dagsett 1. mars s.l.

Bæjarráð fellst á erindið.

7. Sveitarstjóri Reykhólahrepps – samstarf um barnaverndarmál.

Lagt fram tölvubréf frá Einari Erni Thorlacius, sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsett 8. júní s.l., þar sem f.h. Reykhólahrepps og Saurbæjarhrepps er óskað eftir samstarfi í barnaverndarmálum til samræmis við nýja löggjöf.

Bæjarráð tekur vel í erindið en óskar eftir samþykki samstarfsaðila sinna í barnaverndarnefndar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps.

8. Hestamannafélagið Hending – ósk um styrkveitingu.

Lagt fram bréf frá Jónasi R. Björnssyni, varaform. Hestamannafélagsins Hendingar, dagsett 7. júní s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðahalds undanfarinna ára og í ár.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa verkefnis á fjárhagsáætlun ársins en vísar því til HSV til kynningar.

9. Fjármálaráðuneytið – norræn ráðstefna. 2004-06-0026.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá fjármálaráðuneytinu, dagsett 4. júní s.l., þar sem boðið er til ráðstefnu í Reykjavík 26.-27. ágúst n.k. undir heitinu: "Framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélaginu."

Lagt fram til kynningar.

10. Bæjarstjóri – göngustígur frá Stakkanesi inn að Tunguá í Skutulsfirði.

Rætt var um lagningu göngustígar frá Stakkanesi inn að Tunguá í Skutulsfirði, en erindinu var vísað til bæjarráðs á 162. fundi bæjarstjórnar 3. júní s.l.

Bæjarráð óskar eftir fundi með bæjarfulltrúum, tæknideild og fulltrúa frá VST hf.

11. Forseti bæjarstjórnar – vinabæjarheimsókn frá Skála Færeyjum.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa frá vinabæ Ísafjarðarbæjar í Færeyjum, Skála. Sveitarfélagið Skála sameinast sveitarfélaginu Runavik 1. janúar 2005 undir heitinu Runavík Kommuna. Lögð var fram yfirlýsing frá færeysku sveitarfélögunum tveimur þar sem óskað er eftir áframhaldandi vinabæjartengslum við Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð fagnar yfirlýsingunni og leggur til við bæjarstjórn að formlegum vinarbæjartengslum verði komið á við hið fyrirhugaða sameinaða sveitarfélag.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.