Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

391. fundur

Árið 2004, mánudaginn 7. júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 2/6. 4. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 1/6. 193. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 1/6. 91. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
4. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla – laun flokkstjóra Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar. 2004-05-0074.

Lagt fram bréf frá Jóni Björnssyni, forstöðumanni félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla, dagsett 4. júní s.l., þar sem óskað er endurskoðunar á launakjörum flokkstjóra Vinnskóla Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara.

3. Kauptilboð í húseignir að Neðri-Tungu í Skutulsfirði.

Lögð fram fimm kauptilboð í húseignir að Neðri-Tungu í Skutulsfirði frá eftirtöldum: Einari Erni Björnssyni og Villabel V. Abello, Ómari S. Kristinssyni og Ninu Ivanovu, Hálfdáni Óskarssyni, Leifi Halldórssyni og Arnþrúði H. Aspelund og Pétri T. Hjálmarssyni.

Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, véku af fundi við umræður og afgreiðslu dagskrárliðarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda.

4. Yfirkjörstjórn – kjörstaðir í forsetakosningum. 2004-06-0019.

Lagt fram bréf frá Birni Jóhannessyni, form. yfirkjörstjórnar, dagsett 3. júní s.l., þar sem lagt er til að kosið verði í sex kjördeildum í Ísafjarðarbæ, þrjár á Ísafirði í íþróttahúsinu á Torfnesi, ein á Suðureyri í félagsheimilinu, ein á Flateyri í grunnskólanum og ein á Þingeyri í félagsheimilinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna en óskar eftir kostnaðaráætlun.

5. Gunnar Överby – sölutilboð í fasteign. 2004-06-0010.

Lagt fram sölutilboð frá Gunnari Överby Mosfellsbæ, þar sem boðin er til kaups fasteignin Hlíðarvegur 51, Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá tæknideild.

6. Hanna J. Ástvaldsdóttir, Þór Gunnarson – kauptilboð í fasteign. 2004-03-0044.

Lagt fram kauptilboð frá Hönnu J. Ástvaldsdóttur og Þór Gunnarssyni, dagsett 1. júní s.l., í fasteignina Aðalstræti 29, Þingeyri.

Bæjarráð falið að ræða við bréfritara.

7. Minjasjóður Önundarfjarðar – beiðni um styrk. 2004-03-0001.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá fulltrúum í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 19. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk til endurnýjunar á húseigninni Hafnarstræti 3, Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar.

8. Fjórðungssamband Vestfirðinga – fundur með launanefnd sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 2. júní s.l., þar sem boðað er til fundar með fulltrúum frá launanefnd sveitarfélaga 9. júní nk. kl. 14.30 í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða við Árnagötu, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna um fulltrúa á fundinn.

9. Fjórðungssamband Vestfirðinga – fundarboðun á Fjórðungsþing Vestfirðinga.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 2. júní s.l., þar sem boðað er til Fjórðungsþings Vestfirðinga 3. og 4. september nk. á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Fjórðungssamband Vestfirðinga – skýrsla um sameiningarkosti.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 2. júní s.l., ásamt greinargerð Fjórðungssambandsins um sameiningarkosti á Vestfjörðum, dags. í maí 2004.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:08.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.