Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

390. fundur

Árið 2004, þriðjudaginn 1. júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofna hans 2003.

Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003. Ársreikningurinn er áritaður af skoðunarmönnum Ísafjarðarbæjar og staðfestur af Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf. Til fundar við bæjarráð eru mættir undir þessum lið þeir Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi Ísafjarðarbæjar og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003, undirrituðum til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 3. júní n.k.

2. Fundargerðir nefnda.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 27/5. 28. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
6. liður. Bæjarráð samþykkir starfslýsingar íþróttafulltrúa og forstöðumanns Félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
8. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
9. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila um samninginn.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 26/5. 187. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar. - Bifreiðastæði við Austurveg 11, Ísafirði. 2004-05-0079.

Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar dagsett 26. maí s.l., þar sem greint er frá væntanlegum framkvæmdum við húsnæði skólans og lóð að Austurvegi 11, Ísafirði. Í bréfinu er óskað eftir, að aukin verði bifreiðastæði við skólann og að Ísafjarðarbær beri allan kostnað af þeim framkvæmdum.

Bæjarráð tekur fram að framkvæmd sem þessi er hvorki á fjárhagsáætlun né framkvæmdaáætlun ársins 2004. Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar til umsagnar af skipulagslegum ástæðum.

4. Erindi fyrir bæjarráð. - Forkaupsréttur að hluta jarðarinnar Nesi í Grunnavík. 2004-06-0005.

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 26. maí s.l., þar sem greint er frá að borist hefur fyrirspurn, frá Björney Jónu Björnsdóttur, Hlíf II, Torfnesi, eiganda að 33,34% hlut í jörðinni Nesi í Grunnavík, um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar síns að jarðarhlutanum ásamt sumarhúsi er á honum stendur. Samkvæmt afsali er ofangreindum eignum afsalað til Stefáns K. Símonarsonar, Kjarrholti 7, Ísafirði.
Jarðanefnd N-Ísafjarðarsýslu hefur verið send fyrirspurn varðandi erindið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

5. Bréf skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar. - 100 ár frá upphafi skólastarfs á Flateyri. 2004-06-0006.

Lagt fram bréf frá Vigdísi Garðarsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, dagsett 19. maí s.l., til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, þar sem greint er frá að haustið 2003 voru 100 ár liðin frá upphafi skólastarfs á Flateyri. Í tilefni þeirra tímamóta mun vera gefið út blað er inniheldur ágrip um sögu skólastarfsins þessi 100 ár. Óskað er eftir fjárstuðningi vegna útgáfu blaðsins.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 100.000.- Bókist á liðinn ýmsir styrkir 21-81-995-1.

6. Kauptilboð í húsakynni Tungu í Skutulsfirði. 2003-01-0079.

Lagt fram kauptilboð frá Hálfdáni Óskarssyni, Tangagötu 30, Ísafirði, í íbúðarhúsið að Tungu í Skutulsfirði, ásamt útihúsi, fjósi og hlöðu og lóðaréttindum, þá samkvæmt nánara samkomulagi. Í kauptilboðinu kemur fram að tilboðsgjafa sé kunnugt um að af hálfu seljanda séu ákvæði um að rífa ónýt útihús og ganga snyrtilega frá lóð.
Tilboðið er undirritað af bæjarritara f.h. Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og að aðeins sé verið að kaupa íbúðarhúsið að Tungu.

Bæjarráð hafnar ofangreindu tilboði, en samþykkir að eignin verði auglýst að nýju þar sem óskað verður eftir lokuðum tilboðum innan ákveðinna tímamarka.

7. Bréf Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. - Afgreiðslur styrkumsókna. 2004-05-0052.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 21. maí s.l., þar sem greint er frá afgreiðslu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, á umsóknum Ísafjarðabæjar um styrki í sérstök verkefni á vegum svæðisvinnumiðlana.
Í bréfinu kemur fram að hafnað hafi verið styrk í verkefnið -Móttaka skemmtiferðaskipa og skipulagning viðburða-, en samþykktur styrkur í verkefnið -Endurbætur á tjaldsvæðinu í Tungudal-.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.