Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

389. fundur

Árið 2004, mánudaginn 24. maí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 19/5. 30. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 18/5. 228. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Uppgræðsla leiðigarða í Seljalandsmúla í Skutulsfirði. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 12. maí s.l., varðandi uppgræðslu leiðigarða í Seljalandsmúla, Skutulsfirði og opnun tilboða í verkið þann 5. maí s.l. Eitt gilt tilboð barst frá Vesturvélum ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 24.979.525.- eða 100,6% af kostnaðaráætlun sem var kr. 24.836.500.-
Eftir athugun á fjárhagsstöðu og reynslu Vesturvéla ehf., í samræmi við ÍST 30 og reglum um innkaup ríkisins, kom ekkert það í ljós, sem mælir gegn fyrirtækinu sem verktaka. Framkvæmdasýslan mælir því með, að tilboði Vesturféla ehf., í verkið verði tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Vesturvéla ehf., verði tekið.

3. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Breytingar laga um tekjustofna sveitarfélaga. 2003-003-0058.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 17. maí s.l., er varðar leiðbeiningar varðandi breytingu 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu fyri hönd Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf sjávarútvegsnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál 996. 2004-05-0064.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsnefnd Alþingis dagsett 18. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 996. mál, sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl. Nefndin óskar umsagnar eigi síðar en 24. maí 2004.
Síðar hefur komið í ljós, að frestur hefur verið styttur til 23. maí s.l. Með tilvísun til þess hefur Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sent sjávarútvegsnefnd bókun bæjarstjórnar frá 161. fundi þann 19. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Vigdísar P. Halldórsdóttur. - Strætóskýli við Pollgötu, Ísafirði. 2004-05-0060.

Lagt fram bréf frá Vigdísi Pálu Halldórsdóttur, Brekkugötu 60, Þingeyri, dagsett 16. maí s.l., þar sem hún bendir á nauðsyn þess fyrir notendur almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ, að byggt verði strætóskýli við Pollgötuna á Ísafirði.
Jafnframt bendir Vigdís Pála á, að gera þurfi nokkrar úrbætur á sundlauginni á Þingeyri, svo hægt verði að stunda þar sundæfingar og halda sundmót.
Bréfið er stílað á íþrótta- og æskulýðsnefnd, bæjarstjóra, bæjarráð og forstöðumann sundlaugar á Þingeyri.

Bæjarráð tekur undir óskir Vigdísar Pálu og felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að hefja undirbúning að því, að koma upp biðskýli við Pollgötu á Ísafirði.
Bæjarráð vísar fyrirspurn um aðstöðu í Sundlaug Þingeyrar til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

6. Bréf Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. - Styrkir til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlunar. 2004-05-0052.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 10. maí s.l., er varðar styrki til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlunar. Bréfið er sent sveitarfélögum, fyrirtækjum og félagasamtökum á Vestfjörðum. Bréfinu fylgja reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði til sérstakra verkefna á vegum svæðisvinnumiðlana.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna erindið fyrir stjórnendum Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Stofnfjárkaup. 2004-03-0071.

Lagt fram tölvubréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 19. maí s.l., er varðar aukningu stofnfjár í SpVf. Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbæ standi til boða kaup á stofnfé. Stjórn sparisjóðsins hefur ákveðið að bjóða nú til sölu 100 milljónir króna af þeirri 200 milljóna króna stofnfjáraukningu, sem samþykkt var á aðalfundi sjóðsins nú í vor.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu fyrir bæjarráð, að stofnfjár-kaupum í Sparisjóði Vestfirðinga.

8. Bréf Jóns Björnssonar, Félagsmiðstöð. - Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar o.fl. 2004-05-0074.

Lagt fram bréf frá Jóni Björnssyni, forstöðumanni Félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla, dagsett 19. maí s.l., er varðar umfjöllun um laun unglinga í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar, götuleikhópinn Morrann og húsnæðismál.

Bæjarráð bendir á að Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er eingöngu fyrir unglinga með löheimili í Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi bréfritara vegna aukafjárveitingar til Morrans. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun.

9. Bréf Auðar Einarsdóttur. - Forkaupsréttur að Laugabóli í Arnarfirði. 2004-005-0033.

Lagt fram bréf frá Auði Einarsdóttur, Bárugötu 2, Reykjaví, dagsett 30. apríl s.l., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær falli frá forkaupsrétti á jörðinni Laugabóli í Arnarfirði. En Hali hf., Bárugötu 2, Reykjavík, er að selja Víði ehf., Bárugötu 2, Reykjavík, jörðina Laugaból ásamt öllum mannvirkjum og hlunnindum. Bréfinu fylgir afsal dagsett 30. mars 2004. Jafnframt fylgir bréf Jarðanefndar Vestur-Ísafjarðarsýslu dagsett 6. maí s.l., þar sem nefndin gerir ekki athugasemd við ofangreinda sölu jarðarinnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

10. Bréf bæjarstjóra. - Íbúaþing. 2004-05-0075.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 21. maí s.l., er fjallar um hugmynd og upplýsingar um, að haldið verði íbúaþing í Ísafjarðarbæ á hausti komanda. Jafnframt lagðar fram upplýsingar frá ráðgjafafyrirtæinu Alta.

Bæjarráð vísar ákvarðanatöku um íbúaþing í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnar.

11. Minnisblað bæjarstjóra.-Miðfell hf., Ísafirði, fjárhagsleg endurskipulagning. 2004-03-0084.

Lagt fram sem vinnugagn, minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um fjárhagslega endurskipulagningu á Miðfelli hf., Ísafirði.

Meirihluti bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirbúa tillögu til bæjarstjórnar á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram tillögu um að málinu yrði vísað til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar. Tillagan var ekki samþykkt.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.