Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

388. fundur

Árið 2004, mánudaginn 17. maí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Bréf bæjarstjóra. - Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2003.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. maí s.l., ásamt óendurskoðuðum ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003. Til fundar við bæjarráð undir þessum lið eru mættir þeir Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.

Að fengnum upplýsingum löggilts endurskoðanda ákveður bæjarráð að ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2003, verði lagður fyrir bæjarráð þriðjudaginn 1. júní n.k. Bæjarstjóra falið að tilkynna seinkun ársreiknings til félagsmálaráðuneytis.

2. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 11/5. 192. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 12/5. 27. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
6. liður a. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að laun í vinnuskóla, fyrir unglinga á aldrinum 14, 15 og 16 ára taki mið af samningi Starfsgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga með gildistíma 1. febrúar 2001 - 30. apríl 2005, með vísan til liðar 1.1.3. Laun ungmenna.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 11/5. 63. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 12/5. 103. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/5. 186. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 5. lið fundargerðar umhverfisnefndar.
,,Tek undir með yfirvöldum skipulagsmála í Ísafjarðarbæ, um að stefna beri að því að olíubirgðastöð við Suðurgötu á Ísafirði eigi að hverfa af því svæði með vísan til gildandi deiliskipulags. Ef bæjarstjórn hyggst taka ákvörðun um að olíubirgðastöðin verði áfram við Suðurgötu, er um að ræða stefnubreytingu á ákvörðun fyrri bæjarstjórna enda er umrætt svæði staðsett í hjarta bæjarins."
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. - Þingmannafundur. 2004-04-0051.

Lagt fram bréf frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, f.h. þingmanna Norðvesturkjördæmis, dagsett 5. maí s.l., er varðar bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsettu 20. apríl s.l. og fund bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis, sem haldinn var hér á Ísafirði 1. mars 2004. Bréfið greinir frá umfjöllun þingmanna um erindi er bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kynnti fyrir þingmönnum á ofangreindum fundi.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Skiptasamningur og afsal vegna Gemlufalls í Dýrafirði. 2004-01-0040.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 5. maí s.l., er varðar skipta-samning og afsal vegna jarðarinnar Gemlufalls í Dýrafirði. Í bréfinu er leitað eftir samþykki Ísafjarðarbæjar á nefndum skiptasamningi, svo og að Ísafjarðarbær afsali sér forkaupsrétti, ef talið verður af hálfu bæjarstjórnar að forkaupsréttur sé fyrir hendi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skiptasamningurinn verði staðfestur og forkaupsrétti verði hafnað.

5. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Lánveiting 2004. 2004-01-0031.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 12. maí s.l., þar sem fram kemur að stjórn sjóðsins hefur samþykkt lán til Ísafjarðarbæjar að upphæð kr. 40 milljónir af eigin ráðstöfunarfé sjóðsins og lán að upphæð kr. 40 milljónir af endurlánafé sjóðsins.

Bæjarráð samþykkir lántökurnar og veitir bæjarstjóra heimild til undirritunar skuldabréfa.

6. Afrit bréfs byggingarfulltrúa til Skipulagsstofnunar. - Sumarhúsabyggð í Tunguskógi. 2004-05-0010.

Lagt fram afrit bréfs Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, til Skipulags-stofnunar dagsett 13. maí s.l., er varðar sumarhúsabyggð í Tunguskógi, Skutulsfirði. Með bréfinu er óskað eftir endurskoðun á skipulagningu frístundahúsabyggðar norðanvert við núverandi sumarhúsabyggð í Tungudal. Bréfinu fylgja eldri gögn varðandi Tunguskóg.

Lagt fram til kynningar.

7. Gjöf Ísafjarðarbæjar til Skíðafélags Ísafjarðar á 70 ára afmæli félagsins.

Lagt fram afrit af gjafabréfi til Skíðafélags Ísfirðinga frá Ísafjarðarbæ, að upphæð kr. 100.000.- í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélagsins. Bókist af liðnum 21-81-995-1.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf ÍSÍ íþrótta og ólympíusambands Íslands. - Ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ. 2004-05-0028.

Lagt fram bréf frá ÍSÍ íþrótta og ólympíusambandi Íslands dagsett 5. maí s.l., til sveitarfélaga vegna ályktana á 67. Íþróttaþingi ÍSÍ er haldi var í Reykjavík 24. apríl 2004.

Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

9. Bréf Samtaka atvinnulífsins. - Eftirlit með atvinnustarfsemi, tillögur til úrbóta. 2004-05-0030.

Lagt fram bréf frá Samtökum atvinnulífsins dagsett 7. maí s.l., ásamt skýrslu um ,,Eftirlit með atvinnustarfsemi tillögum til úrbóta", er gefin var út í tengslum við aðalfund samtakanna.

Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.