Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

387. fundur

Árið 2004, mánudaginn 3. maí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Formenn hafnarstjórnar og umhverfisnefndar komu á fund bæjarráðs samkvæmt beiðni bæjarráðs frá 386. fundi.

Til viðræðna við og að beiðni bæjarráðs eru mætt Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar og Björgmundur Guðmundsson, formaður umhverfisnefndar. Umræðuefnið er olíubirgðastöð olíufélaganna við Suðurgötu á Ísafirði og erindi þeirra um breytingar.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 4/5. 227. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 6/5. 90. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 4/5. 102. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf undirbúningsnefndar ,,Með höfuðið hátt", hátíðar og ráðstefnu ungs fólks í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf dagsett 26. apríl s.l., frá undirbúningshópi vegna hátíðar og ráðstefnu er ber heitið ,,Með höfuðið hátt" og er á vegum ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er ósk um fjárstyrk til að geta gert hátíðna sem veglegasta og árangursríkasta. Til fundar við bæjarráð er mætt Albertína Fr. Elíasdóttir og Þorsteinn Másson, fulltrúar undirbúningshópsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við fulltrúa undirbúningshópsins um styrkveitingu.

4. Bréf Skákfélagsins Hrókurinn. - Beiðni um áheit. 2004-02-0013.

Lagt fram bréf frá Skákfélaginu Hróknum í Reykjavík, mótteknu þann 6. maí s.l. og varðar beiðni um áheit vegna 30 klukkustunda samfelldrar taflmennsku Hrafns Jökulssonar dagana 28. og 29. maí n.k. Eins er aðilum gefinn kostur á að gerast bakhjarlar Hróksins með föstum framlögum.

Bæjarráð samþykkir að gerast SILFUR-bakhjarl með framlagi að fjárhæð kr. 50.000.- er greiðist af liðnum 21-81-995-1.

5. Bréf Lýðheilsustöðvar. - Bætt mataræði, aukin hreyfing barna og unglinga. 2004-05-0016.

Lagt fram bréf frá Lýðheilsustöð dagsett 5. maí s.l. og stílað er á sveitarstjórnir og bæjarstjórnir, vegna verkefnis um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og ungmenna, verkefni sem LHS hefur hug á að fara í samstarf við nokkur sveitarfélög um. Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna og fjölskyldna þeirra á sem jákvæðastan hátt og með víðtæku samstarfi menntastofnana, heilsugæslu, íþrótta- og æskulýðsstarfs, atvinnulífsins, félagasamtaka ofl.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

6. Bréf Umhverfisstofnunar. - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. 2005-05-0006.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 28. apríl s.l., varðandi landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Bréfinu fylgir landsáætlun um meðhöndlun úrgangs útgefin af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði 3. mgr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og staðardagskrárnefndar.

7. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Arðgreiðslur. - Stofnfjáraukning. 2004-03-0071

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 30. apríl s.l. og undirritað af Eiríki Finni Greipssyni, aðstoðarsparisjóðsstjóra. Bréfið fjallar m.a. um stofnfjáreign Ísafjarðarbæjar í SpVf og arðgreiðslu er samþykkt var á síðasta aðalfundi. Bréfið fjallar jafnframt um samþykkt aðalfundar um stofnfjáraukningu og boð um að stofnfjáreigendur auki stofnfjáreign sína. Bréfinu fylgir sérstakt eyðublað vegna kaupa á nýju stofnfé í Sparisjóði Vestfirðinga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara varðandi boð um stofnfjáraukningu í Sparisjóði Vestfirðinga.

8. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Ársfundur FÍÆT 2005.

Lagt fram bréf Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett 5. maí s.l., varðandi boð um að halda hér í Ísafjarðarbæ ársfund Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi á komandi ári. Samtökin voru stofnuð á Ísafirði þann 14. maí 1985 og er því um 20 ára afmæli að ræða. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er í framhaldi af afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar á 26. fundi nefndarinnar þann 29. apríl s.l., þar sem lagt er til að fundurinn verði haldinn í Ísafjarðarbæ. Áætlaður kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna fundarins er um kr. 500.000.- og gert er ráð fyrir um 50 gestum á fundinn.

Bæjarráð samþykkir heimild til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ársfundur FÍÆT verði haldinn í Ísafjarðarbæ árið 2005. Bæjarráð gerir fyrirvara hvað varðar kostnaðaráætlun vegna fundarins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um tilhögun.

9. Bréf Fornleifasjóðs. - Styrkveitingar 2004. 2002-09-0113.

Lagt fram bréf frá Fornleifasjóði dagsett 29. apríl s.l., þar sem tilkynnt er að sjóðurinn sá sér ekki fært að styrkja í ár fornleifarannsóknir á bæjarstæði Eyrarbæjar á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ályktun 65. fulltrúaráðsfundar ofl. 2004-03-0003.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. apríl s.l., ásamt ályktun 65. fulltrúaráðsfundar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, ársskýrslu sambandsins 2003 og ársskýrslu Lánasjóðs sveitarfélaga 2003.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30. apríl 2004. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 4. maí s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 30. apríl 2004.

Bæjarráð vísar samþykktum um umgengni og þrifnað utanhúss til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:47

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.