Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

386. fundur

Árið 2004, mánudaginn 3. maí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 27/4. 44. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 27/4. 191. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
6. liður. Bæjarráð bendir á að allar fasteignir, nema íbúðarhúsnæði, í eigu Ísafjarðarbæjar eru reknar af eignarsjóði og greiða stofnanir leigu til hans.
8. liður. Bæjarráð staðfestir starfslýsingu grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 29/4. 26. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 28/4. 17. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 28/4. 185. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Með fundargerðinni var framlagt minnisblað byggingarfulltrúa við 8. lið.
Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi, mætti á fund bæjarráðs undir afgreiðslu fundargerðar umhverfisnefndar.
Bæjarráð vísar minnisblaði byggingarfulltrúa við 8. lið til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Bæjarráð óskar eftir að formaður umhverfisnefndar og formaður hafnarstjórnar mæti á næsta fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Erindi um forkaupsrétt að jarðarhluta í Gemlufalli, Dýrafirði. 2004-01-0040.

Lagt fram erindi er borist hefur frá Guðrúnu Valgeirsdóttur á Ísafirði, þar sem hún spyrst fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar síns að jarðarhluta í jörðinni Gemlufalli í Dýrafirði, jarðarhluta er hún hyggst selja Jóni Skúlasyni núverandi ábúanda jarðarinnar og eiganda að hluta. Erindinu fylgir afrit af afsali.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

3. Úttekt á tölvumálum hjá Ísafjarðarbæ. - Tæki og hugbúnaður. 2003-09-0006.

Lögð fram skýrsla unnin af Derek Coker starfsmanni hjá Grunnskólanum á Ísafirði, um úttekt á tölvumálum hjá Ísafjarðarbæ, tækjum og hugbúnaði. Skýrslan er á ensku, en unnið er að þýðingu hennar að hluta til og verður sú þýðing send bæjarfulltrúum síðar.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf umhverfisráðuneytis. - Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna grjóthruns ofan Ísafjarðar og Suðureyrar. 2003-12-0073.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 29. apríl s.l., er fjallar um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna grjóthruns ofan Ísafjarðar og Suðureyrar. Í bréfinu kemur fram, að ráðuneytið að tillögu Ofanflóðanefndar fellst á að styrkja sveitarfélagið til fyrirbyggjandi aðgerða í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.

Bæjarráð felur bæjartæknifræðingi að hefja framkvæmdir.

5. Bréf umhverfisráðuneytis. - Bótagreiðslur vegna trjágróðurs í Seljalandshlíð. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 29. apríl s.l., er varðar bótagreiðslur vegna trjágróðurs Skógræktarfélags Ísfirðinga í Seljalandshlíð í Skutulsfirði. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið, að tillögu Ofanflóðanefndar, fellst á að Ofanflóðasjóður taki þátt í bótagreiðslum sveitarfélagsins til Skógræktarfélagsins.
Jafnframt er lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, varðandi málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu.

6. Bréf bæjarritara. - Barnaskólinn á Núpi. 2004-05-0004.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 30. apríl s.l., varðandi Barnaskólann á Núpi í Dýrafirði, þar sem spurst er fyrir um hvort bæjarráð heimili að húsnæðið verði auglýst til sölu. Í bréfinu kemur fram að haft hafi verið samband við menntamálaráðuneytið og í tölvubréfi frá Hermanni Jóhannessyni í ráðuneytinu, er ekki annað að sjá en sveitarfélagið ráði ferðinni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsnæðið verði selt og að Ríkiskaupum verði falið að annast söluna.

7. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. 713. fundur. 2002-02-0044.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 713. fundi er haldinn var þann 16. apríl s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf nemenda við Háskóla Íslands. - Heimildarmynd um ímyndarsköpun tveggja bæjarfélaga. 2004-05-0005.

Lagt fram tölvubréf dagsett 25. apríl s.l., frá Þórunni Hafstað, BA í mannfræði og Pétri Má Gunnarssyni, mundlistarmanni, nemendum við Háskóla Íslands, þar sem fram kemur að þau hafi hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að fjármagna gerð heimildarmyndar um ímyndarsköpun tveggja bæjarfélaga á Íslandi í samstarfi við félagsvísindadeild HÍ, mannfræðiskor og Kvikmyndaskóla Íslands.
Í bréfinu er spurst fyrir um hvort Ísafjarðarbær sé tilbúinn að leggja verkefninu lið með styrkveitingu að upphæð kr. 330.000.- og gera þar með bæjarfélagið að vettvangi rannsóknarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

9. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til umhverfisráðuneytis. - Snjóflóðavarnir í Hnífsdal. 2004-04-0019.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, f.h. Ísafjarðarbæjar til umhverfisráðuneytis dagsett 30. apríl s.l., er varðar snjóflóðavarnir í Hnífsdal, frumathugun vegna varna undir Búðarhyrnu. Í lok bréfsins er óskað eftir því við Ofanflóðasjóð að ferli við uppkaup þeirra eigna, sem á svæðinu eru, hefjist hið fyrsta og snúi fyrst að eignum einstaklinga í hverfinu og síðan að eignum Ísafjarðarbæjar. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar við matsferli hafa verið tilnefndir þeir Tryggvi Guðmundsson, hdl. og Björn Jóhannesson, hdl.

Bæjarráð staðfestir beiðni bæjarstjóra í bréfinu.

10. Minnisblað bæjarstjóra. - Þingmannafundur 1. mars 2004. - Eftirfylgni. 2004-04-0051.

Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 30. apríl s.l., varðandi þingmannafund þann 1. mars 2004 og eftirfylgni í framhaldi af fundinum. Minnisblaðinu fylgir afrit af bréfi bæjarstjóra til samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar, dagsettu 20. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

11. Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar. - Minnisblað bæjarstjóra. 2002-04-0061.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett í dag 3. maí 2004, þar sem hann gerir grein fyrir og óskar heimildar til að halda hluthafafund í Eignarhaldsfélagi Ísafjarðarbæjar hf., þar sem samþykktum félagsins verði breytt þannig að nafn félagsins verði Hvatning hf. eignarhaldsfélag.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði heimilað, að halda hluthafafund í Eignarhaldsfélagi Ísafjarðarbæjar hf., þar sem samþykktum félagsins verður breytt eins og að ofan greinir.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.