Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

385. fundur

Árið 2004, mánudaginn 26. apríl kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 20/4. 226. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
2. liður. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindi Forgjafar Líknarfélags, með tilvísun til umsagnar félagsmálanefndar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 17/4. 89. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 14/4. 62. fundur.
5. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sérstakt búfjáreftirlit á búfjáreftirlitssvæði 10, verði samþykkt.
Magnús Reynir Guðmundsson vill taka fram að hann telji tímagjald kr. 5.000.- í 1. og 2. gr. gjaldskrár vera of hátt.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Þróunar- og starfsmenntunarsjóður 19/4. 13. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Erindi vísað frá bæjarstjórn. - Starfslýsing verkefnisstjóra á tæknideild. 2004-04-0062.

Lögð fram starfslýsing verkefnisstjóra á tæknideild, sem vísað var til bæjarráðs frá 159. fundi bæjarstjórnar. Starfslýsingin hefur áður verið samþykkt á 184. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar þann 6. apríl s.l.

Bæjarráð samþykkir starfslýsingu verkefnisstjóra á tæknideild.

3. Bréf 1. maí nefndar stéttarfélaganna á Ísafirði. - Beiðni um lækkun húsaleigu í Íþróttahúsinu á Torfnesi. 2004-04-0039.

Lagt fram bréf frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna á Ísafirði dagsett þann 15. apríl s.l, þar sem óskað er eftir lækkun eða niðurfellingu á húsaleigu í Íþróttahúsinu á Torfnesi þann 1. maí n.k. Beiðnin er byggð á fordæmum um slíka ívilnun til annara félagasamtaka.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir leggur til að 1. maí nefnd stéttarfélaganna fá afnot af húsinu án endurgjalds.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að 1. maí nefnd fái veglegan afslátt og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4. Bréf Félagsmálaráðuneytis. - Sameining sveitarfélaga/Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. 2003-03-0082.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 15. apríl s.l., er fjallar um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga á grundvelli reglna nr. 295/2003.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Lögfræðiskrst. T. Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur að Fjarðarstræti 14, efri hæð, Ísafirði. 2004-04-0033.

Lagt fram bréf frá frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 15. apríl s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni notfæra sér forkaupsrétt sinn að eigninni Fjarðarstræti 14, efri hæð, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi samþykktu kauptilboði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

6. Bréf Lögfræðiskrst. T. Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur að Norðurvegi 2, Ísafirði. 2004-04-0034.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 15. apríl s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni notfæra sér forkaupsrétt sinn að eigninni Fjarðarstræti 38, fastanúmer 211-9528, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi samþykktu kauptilboði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

7. Afrit bréfs til félagsmálanefndar Alþingis. - Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismál. 2004-04-0006.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til félagsmálanefndar Alþingis dagsettu 20. apríl s.l., umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismál, 785. mál, íbúðabréf.

Lagt fram til kynningar.

8. ,,Vertu til" - Samstarfsverkefni Samb. ísl. sveitarf. og Áfengis- og vímuvarnaráðs. 2004-04-0063.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjórn verkefnisins ,,Vertu til", samstarfsverkefnis Samb. ísl. sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs, þar sem boðað er til landsfundar föstudaginn 7. maí n.k. og eru sveitarfélög hvött til að senda fulltrúa á fundinn.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2004. 2004-04-0020.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. apríl s.l., þar sem boðið er upp á námskeið fyrir skólanefndir og skólastjórnendur sveitarfélaga vorið 2004. Námskeiðin verða haldin í apríl og maí í öllum landshlutum ef næg þátttaka fæst. Þess er farið á leit að námskeiðin verði kynnt fyrir fulltrúum í skólanefndum sveitarfélaga, skólastjórum og öðrum ráðnum stjórnendum skólamála í sveitarfélögum. Áætlað er að halda námskeið hér á Ísafirði þann 14. maí n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Ísafjarðarbæjar.

10. Fundargerð fundar sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar og bæjarstjóra Bolungarvíkur.

Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og bæjarstjóra Bolungarvíkur, fundar er haldinn var í fundarsal hreppsnefndar Súðavíkurhrepps, þriðjudaginn 13. apríl 2004.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélögin Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær hefji skipulagsvinnu um sumarbústaðaland á Seljalandi í Álftafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði samstarfsnefnd sveitarfélaganna Súðavíkurhrepps, Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar og í nefndinni eigi sæti framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, formenn bæjarráða og oddviti, alls 6 fulltrúar.

11. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í utanhússviðgerðir á Grunnskólanum á Ísafirði. 2004-04-0054.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 23. apríl s.l., þar sem greint er frá opnun tilboða í verkið ,,Grunnskólinn á Ísafirði, utanhússviðhald". Tvö tilboð komu í verkið frá neðangreindum aðilum.
Sigurður R. Guðmundsson, Ísafirði. kr. 14.516.100.-
Vestfirskir verktakar ehf., Ísafirði. kr. 12.504.302.-
Kostnaðaráætlun kr. 16.459.700.-
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Vestfirska verktaka ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs hans.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Vestfirskra verktaka ehf., kr. 12.504.302.- verði tekið.

12. Bréf Verkfræðist. Sig. Thoroddsen hf. - Snjóflóðavarnir á Ísafirði. - Frumathugun fyrir Búðarhyrnu í Hnífsdal. 2004-04-0019.

Lagt fram bréf Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, dagsett 7. apríl s.l., vegna snjóflóðavarna á Ísafirði, ,,Frumathugun fyrir Búðarhyrnu í Hnífsdal". Bréfinu fylgir veigamikil skýrsla með tillögum og kostnaðarútreikningum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Ofanflóðasjóð og kynna skýrsluna fyrir eigendum fasteigna á svæðinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:17

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.