Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

384. fundur

Árið 2004, mánudaginn 5. apríl kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 24/3. 43. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.

Barnaverndarnefnd 31/3. 28. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 30/3. 225. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 30/3. 101. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjartæknifræðings. - Malbikun á Ísafirði 2004. 2004-03-0013.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 1. apríl s.l., þar sem greint er frá tilboðum er bárust í malbikun á Ísafirði 2004. Tvö tilboð bárust í verkið.
Króksverk ehf. kr. 109.953.090.- þ.a.Ísafj.bær.  kr. 31.715.435.-
Hlaðbær Colas efh. kr. 107.335.200.- þ.a.Ísafj.bær.  kr. 32.226.850.-
Kostnaðaráætl. Vg. kr. 99.331.492.- þ.a.Ísafj.bær.  kr. 28.025.426.-
Í áætlun tæknideildar fyrir verkið hafði verið reiknað með 31,5 millj. eða mjög nálægt tilboðstölum. Inn í heildarkostnðinn vantar að reikna tjörukaup af Vegagerðinni upp á um 4,7 millj. auk eftirlitskostnaðar. Lagt er til að tilboði Hlaðbæjar - Colas verði tekið enda um að ræða lægsta tilboð í heildarverkið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hluta Ísafjarðarbæjar í tilboði Hlaðbæjar Colas ehf., að fjárhæð kr. 32.226.850.- verði tekið.

3. Bréf bæjarstjóra. - Olíudreifing hf., lóðamál. 2002-08-0027.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. apríl s.l., varðandi Olíudreifingu hf. og beiðni um lóðastækkun við Suðurgötu á Ísafirði. Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Olíudreifingar hf., þar sem m.a. var rætt um uppbyggingu á nýrri olíubirgðastöð í Sundahöfn. Kostnaður við slíka uppbyggingu er áætlaður 50 milljón króna dýrari en uppbygging við Suðurgötu. Olíudreifing hyggst fjarlægja öll mannvirki sín af lóðinni við Mjósund á Ísafirði. Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar um málið.

4. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Tilnefning í stjórn SpVf. 2004-03-0071.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 23. mars s.l., þar sem minnt er á tilnefningu Ísafjarðarbæjar í stjórn SpVf. á næsta aðalfundi sem haldinn verður þann 21. apríl n.k. á Patreksfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að af hálfu Ísafjarðarbæjar verði eftirtaldir tilnefndir í stjórn SpVf. Aðalmaður Óskar Elíasson, Fögrubrekku, 420 Súðavík og varamaður Jón Grétar Kristjánsson, Holtagötu 9, 420 Súðavík.

5. Bréf samgönguráðuneytis. - Dýrafjarðargöng, þverun Mjóafjarðar. 2004-03-0086.

Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 29. mars s.l., er varðar samþykktir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar annars vegar og leiðina yfir Mjóafjörð hins vegar. Bókun um að framkvæmdum við leiðina yfir Mjóafjörð verði hraðað verður tekin fyrir við næstu endurskoðun samgönguáætlunar, en hún tekur gildi árið 2005 og gildir til 2008. Bréfinu fylgir aftit af bréfi til Samb. sveitarf. á Austurlandi dagsett 23. febrúar s.l., þar sem fram kemur að það er mat ráðuneytisins, að jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði næst á eftir jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Bæjarráð þakkar bréf samgönguráðuneytisins.

6. Bréf Lögfrskrst. T. Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur að Norðurvegi 2, Ísafirði. 2004-04-0003.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 1. apríl s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni notfæra sér forkaupsrétt að Norðurvegi 2, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi samþykktu kauptilboði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

7. Bréf Þorbjargar E. Hauksdóttur. - Gamla leigubílastöðin. 2004-04-0005.

Lagt fram bréf Þorbjargar E. Hauksdóttur, Múlalandi 14, Ísafirði, dagsett 31. mars s.l., þar sem spurst er fyrir um m.a. afnot af Gömlu fólksbílastöðinni við Mjósund á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. Ég er húsið mitt. - Beiðni um styrk. 2004-04-0014.

Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum sjálfsstyrkingarverkefnisins ,,Ég er húsið mitt", þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til útgáfustarfsemi og dreifingar bóka til barna í yngri bekkjum grunnskóla í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og fræðslunefndar til umsagnar.

9. Bréf félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um húsnæðismál. 2004-04-0006.

Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 1. apríl s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um húsnæðismál, 785 mál, íbúðabréf. Svar óskast í síðasta lagi 15. apríl n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram umsögn á næsta fundi bæjarráðs.

10. Bréf landbúnaðarnefndar Alþingis. - Frumvörp til jarðarlaga og ábúðarlaga. 2004-04-0007.

Lagt fram bréf landbúnaðarnefndar Alþingis dagsett 1. apríl s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til jarðarlaga, 783. mál, heildarlög og frumvarpi til ábúðarlaga, 782, mál. Svör óskast í síðasta lagi 15. apríl s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og umhverfisnefndar.

11. Bréf umhverfisráðuneytis. - Dagur umhverfisins 25. apríl 2004. 2003-03-0100.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis til sveitarfélaga dagsett 24. mars s.l., er varðar dag umhverfisins þann 25. apríl n.k. Ráðuneytið hvetur til þess að sem flestir minnist dagsins með fjölbreytilegum hætti eins og gert hefur verið síðustu ár.

Bæjarráð vísar erindinu til staðardagskrárnefndar og umhverfisnefndar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 712. stjórnarfundar.

Lögð fram 712. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., frá fundi er haldinn var þann 19. mars s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Fyrri fulltrúaráðsfundur 2004. 2004-03-0003.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 31. mars s.l., varðandi fyrri fulltrúaráðsfund sambandsins, sem haldinn verður þann 23. apríl n.k. á Nordica Hótel í Reykjavík. Bréfinu fylgir yfirlit yfir fulltrúa í fulltrúaráði Samb. ísl. sveitarf., landshlutasamtök sveitarfélaga, tillaga að breytingum á lögum félagsins ofl.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf bæjarstjóra. - Trúnaðarmál.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 2. apríl s.l., er farið var með sem trúnaðarmál fyrir bæjarráði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarstjórnar, í samræmi við ofangreint bréf.

15. Veiðar á ref og mink í Ísafjarðarbæ. 2003-12-0020.

Lagt fram erindi frá bæjarritara og starfsmanni landbúnaðarnefndar dagsettu þann 2. apríl s.l., þar sem viðraðar eru hugmyndir að fyrirkomulagi um veiðar á ref og mink í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð óskar umsagnar landbúnaðarnefndar.

16. Bréf ráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Húsfélags Hlífar II, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Margréti Geirsdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 2. apríl s.l., þar sem rætt er um tilnefningu aðalmanns og varamanns í stjórn Húsfélagsins Hlífar II, Ísafirði. Í bréfinu er óskað eftir tilnefningum frá bæjarráði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Margrét Geirsdóttir verði aðalmaður og Kristjana Sigurðardóttir verði varamaður Ísafjarðarbæjar í Húsfélagi Hlífar II, Ísafirði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:11

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.