Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

383. fundur

Árið 2004, mánudaginn 29. mars kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefndar 23/3. 190. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 24/3. 25. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 24/3. 100. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Listasafns Ísafjarðar 11/2.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 24/3. 183. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Starf á bæjarskrifstofu á fjármálasviði. - Drög að starfslýsingu. 2003-12-0056.

Lögð fram drög að starfslýsingu starfs á fjármálasviði á skrifstofu Ísafjarðarbæjar. Málið tekið fyrir að nýju, en var á dagskrá bæjarráðs þann 22. mars s.l.

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu undir 2. lið dagskrár. ,,Legg til að ráðið verði í starf á bæjarskrifstofu, sbr. nýja starfslýsingu sem lögð er fram á þessum fundi, úr hópi þeirra kvenna, sem sóttu um starf gjaldkera/bókara fyrr í vetur og ekki hafa afturkallað umsókn sína."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf á fjármálasviði á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á grundvelli framlagðrar starfslýsingar.

3. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Aðalfundarboð. 2004-03-0071.

Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 25. mars s.l., þar sem boðað er með dagskrá til aðalfundar sparisjóðsins fyrir árið 2003, þann 21. apríl 2004 kl. 17:30 Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Magnús Reynir Guðmundsson verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Sparisjóðs Vestfirðinga fyrir árið 2003.

4. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundur 19. mars 2004. 2004-03-0035.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur þar sem greint er frá, í megin atriðum, aðalfundi félagsins fyrir árið 2003, en hann var haldinn þann 19. mars s.l. í félagsheimilinu í Bolungarvík.

Lagt fram til kynningar.

5. Verksamningur um akstur fatlaðra í Ísafjarðarbæ. 2004-02-0060.

Lagður fram verksamningur um akstur fatlaðra í Ísafjarðarbæ á milli Ísafjarðarbæjar og Stjörnubíla ehf. Samningurinn var undirritaður þann 26. mars s.l. af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, f.h. Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verksamningurinn verði samþykktur.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:32

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.