Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

382. fundur

Árið 2004, mánudaginn 22. mars kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu mætir á fund bjarráðs.

Mætt til viðræðna við bæjarráð Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

2. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 5/3. 26. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 17/3. 27. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 16/3. 224. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 18/3. 5. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Starfsmaður staðardagskrárnefndar - stöðumat Staðardagskrár 21.    2004-03-0040.

Lagt fram bréf frá Rúnari Óla Karlssyni, starfsmanni staðardagskrárnefndar, dagsett 12. mars s.l., þar sem tilkynnt er að staðardagskrárnefnd hafi lokið við gerð stöðumats vegna Staðardagskrár 21 fyrir Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma framkomnum ábendingum til staðardagskrárnefndar.

4. Bæjarritari – stofnskjal vegna lóðar Veðrarár II, Önundarfirði. 2004-02-0143.

Lagt fram minnisblað ásamt fylgiskjölum frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 19. mars s.l., varðandi útgáfu á stofnskjali vegna lóðar Veðrarár II, land úr jörðinni Ytri-Veðrarár í Önundarfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofnskjalið verði staðfest.

5. Bæjarritari – Fjölís, samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum. 2004-03-0002.

Lagt fram minnisblað ásamt fylgiskjölum frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 18. mars s.l., varðandi samning við Fjölís, hagsmunasamtök rétthafa að verkum sem njóta höfundarréttar, um ljósritun og annarri hliðstæðri eftirgerð rita.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

6. VST hf - frumathugun fyrir snjóflóðavarnir í Kubba. 2004-03-0154.

Lagt fram bréf frá VST hf, dagsett 8. mars s.l., varðandi frumathuganir fyrir snjóflóðavarnir í Kubba.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Brynjar Már Brynjólfsson – tónlistarnám á framhaldsstigi í Reykjavík. 2003-04-0017.

Lagt fram bréf frá Brynjari Má Brynjólfssyni stud. jur. dagsett 18. mars s.l., varðandi fjárhagslegan stuðning við nemendur sem stunda tónlistarnám á framhaldsstigi í Reykjavík. Lagt fram tölvubréf, dagsett 19. mars s.l., frá Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Bæjarráð vísar erindinu ásamt bréfi Sigríðar Ragnarsdóttur til fræðslunefndar.

8. Félagsmálaráðuneytið – fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. 2003-04-0003.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 16. mars s.l., varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, upplýsingaveitu og 3ja ára áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

9. Fjórðungssamband Vestfirðinga – framtíðarskipulag fyrir Vestfirði. 2003-01-0060.

Lagt fram dreifibréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga til sveitarfélaga á Vestfjörðum, dagsett 15. mars s.l., varðandi afstöðu til sameiginlegrar vinnu að framtíðarskipulagi fyrir Vestfirði sem byggir á sjálfbærri þróun.

Bæjarráð skipar 3ja manna stýrihóp sem í sitja Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ragnheiður Hákonardóttir og Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúar. Hópurinn fjalli um erindið og leggi fram álit sitt til bæjarráðs.

10. Samband ísl. sveitarfélaga – alþjóðleg samkeppni í umhverfismálum.  2004-03-0047.

Lagt fram dreifibréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 15. mars s.l., varðandi verkefnið "The International Awards for Liveable Communities", alþjóðleg samkeppni um viðurkenningar fyrir starf samfélaga að umhverfismálum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

11. Samband ísl. sveitarfélaga – fulltrúarráðsfundur. 2004-03-0003.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 10. mars s.l., þar sem tilkynnt er að áður boðaður fulltrúaráðsfundur sem halda átti 2. apríl nk. er frestað til 23. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

12. Tillaga til bæjarráðs – Koltra, Þingeyri.

Lögð fram tillaga sem vísað var 18. mars sl. frá bæjarstjórn til bæjarráðs varðandi handverkshópinn Koltru á Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að greiða Koltru á Þingeyri 200.000 kr. vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á árinu 2002 og bókist kostnaður á liðinn 21-81-9951.

13. Tillaga til bæjarráðs – tölvutengingar stofnana. 2003-09-0006.

Lögð fram tillaga sem vísað var 18. mars sl. frá bæjarstjórn til bæjarráðs varðandi tölvutengingar við stofnanir.

Bæjarráð samþykkir tilboð frá Netos ehf og Símanum hf um tölvutengingar til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar með tveimur atkvæðum gegn einu. Magnús Reynir Guðmundsson lét bóka samþykki sitt á tilboðunum.

14. Bæjarstjóri – starf á bæjarskrifstofu.

Lögð fram vinnugögn varðandi starf á bæjarskrifstofu á fjármálasviði.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu á næsta fundi.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:25.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.