Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

381. fundur

Árið 2004, mánudaginn 15. mars kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
Áður en gengið var til dagskrár óskaði Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, eftir að taka inn á dagskrá undir 1. lið, fundargerð byggingarnefndar um íþróttahús á Suðureyri frá 12. mars s.l. Beiðni formanns bæjarráðs var samþykkt.

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 12/3. 3. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Til fundar við bæjarráð eru mættir undir þessari fundargerð þeir Sigurður Mar Óskarsson, bæjartæknifræðingur og Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
2. liður. Bæjarráð vísar framlögðum gögnum til kynningar í fræðslunefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í alútboð vegna byggingar á fjölnota íþróttahúsi á Suðureyri.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fræðslunefndar 9/3. 189. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 10/3. 16. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 10/3.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf búfjáreftirlitsnefndar. - Gjaldskrá óhefðbundins búfjáreftirlits.

Lagt fram bréf Þóris Arnar Guðmundssonar, fulltrúa Ísafjarðarbæjar í búfjáreftirlitsnefnd, dagsett 11. mars s.l., er varðar drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við óhefðbundið búfjáreftirlit. Drög að gjaldskrá fylgja með bréfinu, sem og til upplýsinga samþykktar gjaldskrár frá Arnarneshreppi og Hörgárbyggð.

Bæjarráð óskar umsagnar landbúnaðarnefndar varðandi ofangreinda gjaldskrá.

3. Bréf fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði. - Fasteignagjöld. 2004-03-0036.

Lagt fram bréf frá fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði dagsett 10. mars s.l., þar sem farið er fram á styrk til greiðslu fasteignagjalda 2002 og 2003, af þeim hluta húseignar félagsins að Hafnarstræti 12, Ísafirði, það er 2. hæð fastanúmer 211-9650 matsnúmer 01 02 01, sem eingöngu er notað fyrir félagsstarfsemi.

Bæjarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra að ganga frá styrk til greiðslu fasteignagjalda og holræsagjalds fyrir árin 2002 og 2003, með tilvísun í ofangreinda beiðni.

4. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð. 2004-03-0035.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 5. mars s.l., fundarboð um aðalfund sjóðsins vegna starfsársins 2003, ásamt dagskrá. Fundurinn verður haldinn þann 19. mars n.k. kl. 17:30 í Víkurbæ, Bolungarvík.

Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs Guðni G. Jóhannesson, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum.

5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Sameiningarmál sveitarfélaga. 2004-01-0103.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 8. mars s.l., í bréfinu kemur fram að stjórn FV hafi á fundi sínum þann 5. mars s.l., tekið fyrir bréf Nefndar um sameiningu sveitarfélaga dagsettu 19. febrúar s.l. Stjórnin samþykkti á fundinum að óska eftir afstöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum til erindis sameiningarnefndarinnar og að FV taki að sér vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Stjórnin bendir á að fleiri kostir séu til skoðunar s.s. frekari samvinna núverandi sveitarfélaga. Svar óskast við bréfi þessu fyrir 7. apríl n.k. Bréfi FV fylgir afrit af bréfi Nefndar um sameiningu sveitarfélaga frá 19. febrúar 2004, ásamt gátlista.

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

6. Bréf frá Krossgötum. - Styrkbeiðni. 2004-03-0031.

Lagt fram bréf frá Krossgötum dagsett 4. mars s.l., varðandi styrkbeiðni til hjálpar ungu fólki í vímuefnavanda. Bréfinu fylgir skýrsla um fjölda innlagna og meðferðarárangur á endurhæfingarheimili Krossgatna tímabilið 1. október 2002 til 1. október 2003.

Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar.

7. Bréf Umhverfisstofnunar. - Tilnefning fulltrúa í Hornstrandanefnd. 2004-03-0030.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 5. mars s.l., þar sem með tilvísun til bréfs bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar frá 4. mars s.l., er óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar á fulltrúa í Hornstrandanefnd í stað Kristins Jóns Jónssonar, sem er látinn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Guðni G. Jóhannesson verði tilnefndur í nefndina.

8. Bréf Skála Kommuna, Færeyjum. - Heimsókn í júní 2004. 2004-03-0026.

Lagt fram bréf frá byggðaráði Skála Kommune í Færeyjum, vinabæ Ísafjarðarbæjar dagsett 27. febrúar s.l., þar sem byggðaráð Skála væntir þess að geta komið í vinabæjarheimsókn til Ísafjarðarbæjar í júní n.k. Áætlun þeirra er að fara frá Færeyjum 9. júní n.k. og aftur frá Íslandi 17. júní n.k.

Bæjarráð býður byggðaráð Skála Kommune velkomið til Ísafjarðarbæjar og vísar erindinu til menningarmálanefndar til frekari undirbúnings.

9. Bréf menntamálaráðuneytis til bæjarstjóra. - Starfshópur um málefni fullorðinna útlendinga. 2004-03-0042.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 5. mars s.l., til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, þar sem tilkynnt er að skipunarbréf starfshóps er fjallaði um málefni fullorðinna útlendinga rann út um síðustu áramót. Menntamálaráðuneytið þakkar vel unnin störf.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Leiðar ehf. - Viðhorfskönnun í vegamálum. 2004-03-0022.

Lagt fram bréf Leiðar ehf., Bolungarvík, dagsett 4. mars s.l., þar sem félagið sendir hjálagða könnun Félagsvísindastofnunar á nýtingu fyrirhugaðs vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 15.000.- til að standa undir hluta kostnaðar við gerð könnunarinnar.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 15.000.-

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Dagskrá grunnskólaþings. 2004-02-0092.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. mars s.l., fundarboð og dagskrá grunnskólaþings sveitarfélaga er haldið verður föstudaginn 26. mars n.k. í Sunnusal Hótel Sögu, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar, könnun neysluvatns á Vestfjörðum. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 8. mars s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 5. mars s.l. Jafnframt fylgir bréfinu skýrsla um efnasamsetningu kalds neysluvatns á Vestfjörðum, unnin undir stjórn Hrefnu Kristmannsdóttur, auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 711. stjórnarfundar.

Lögð fram 711. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 20. febrúar s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf staðardagskrárfulltrúa. - Stöðumat vegna Staðardagskrár 21 í Ísafjarðarbæ. 2004-03-0040.

Lagt fram bréf frá Rúnari Óla Karlssyni, staðardagskrárfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. mars s.l., ásamt skýrslu um stöðumat vegna Staðardagskrár 21 í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir að bæjarráð gefi álit sitt á skýrslunni.

Þar sem allir bæjarfulltrúar hafa ofangreinda skýrslu til yfirlestrar óskar bæjarráð eftir athugasemdum ef einhverjar eru fyrir næsta fund bæjarráðs þann 22. mars n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.