Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

380. fundur

Árið 2004, mánudaginn 8. mars kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 13/2. 44. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almannavarnanefnd 27/2. 45. fundu
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 24/2. 4. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 2/3. 2. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 2/3. 87. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 1/3. 12. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu. - Höfn í Dýrafirði. 2004-03-0019. Bréf Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu. - Ytri Veðarará í Önundarfirði. 2004-02-0143.

Lagt fram bréf frá Jarðanefnd V-Ísafjarðarsýslu dagsett 4. mars s.l., er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að hlutum úr jörðinni Höfn í Dýrafirði. Jarðanefnd geri ekki athugasemd við ofangreinda sölu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu þessa liðar til 6. liðar á dagskrá.

Jafnframt lagt fram bréf frá Jarðanefnd V-Ísafjarðarsýslu dagsett 4. mars s.l, er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að hluta jarðarinnar Ytri Veðrarár í Önundarfirði og húsum á jörðinni. Jarðanefnd samþykkir söluna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti að Ytri Veðrará verði hafnað.

3. Bréf hafnarstjóra. - Umsögn um frumvarp til laga um siglingavernd. 2004-02-0152.

Lagt fram bréf frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra, dagsett 3. mars s.l., þar sem gert er grein fyrir svohljóðandi umsögn hafnarnefndar Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um siglingavernd. ,,Hafnarstjórn óskar eftir því að tekið verði tillit til þess kostnaðar sem höfnin verður fyrir vegna lagasetningar þessarar og þess gætt, að höfninni verði heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart gjaldskrá til að geta framfylgt þessum lögum."

Bæjarráð mælir með umsögn hafnarstjórnar og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til nefndasviðs Alþingis.

4. Bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur. - Uppsögn starfs.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 29. febrúar s.l., þar sem hún segir starfi sínu lausu frá og með 1. mars s.l. með sex mánaða uppsagnarfresti samanber ráðningarsamning.

Bæjarráð óskar eftir fundi með Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur vegna uppsagnarinnar.

5. Bréf Boltafélags Ísafjarðar. - Æfingaferð til Roskilde. 2004-03-0027.

Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar dagsett 29. febrúar s.l., þar sem félagið er að óska eftir fjárstuðningi vegna ferðar meistaraflokks og 2. flokks í æfingaferð til vinabæjar Ísafjarðarbæjar Roskilde í Danmörku. Beiðni er um styrk að fjárhæð kr. 140.000.-

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og æskulýðsnefndar og menningar-málanefndar.

6. Bréf Jóns Ottóssonar. - Forkaupsréttur að eignarhlutum í Höfn, Dýrafirði. 2004-03-0019.

Lagt fram bréf frá Jóni Ottóssyni, Laugavegi 161, Reykjavík, dagsettu 3. mars s.l., þar sem hann óskar eftir svari Ísafjarðarbæjar um hvort bæjarfélagið muni notfæra sér forkaupsrétt sinn við sölu sumarhúss og tveggja jarðarhluta úr jörðinni Höfn í Dýrafirði. Bréfinu fylgja afrit afsala.
Benda má á að í 2. lið þessarar fundargerðar er fram lagt bréf frá Jarðanefnd V-Ísafjarðarsýslu, þar sem fram kemur að nefndin gerir ekki athugasemdir við ofangreindar sölur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

7. Þakkarbréf áhugamanna um verkefnið á slóðum Gísla Súrssonar. 2003-11-0101.

Lagt fram bréf frá forsvarsmanni verkefnisins á slóðum Gísla Súrssonar dagsett þann 3. mars s.l., þar sem þakkaður er sá stuðningur er Ísafjarðarbær veitir verkefninu með veittum styrk að upphæð kr. 520.000.-

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf rekstrarnefndar Sjórnsýsluhúss. - Ársreikningur ofl. 2004-03-0020.

Lagt fram bréf rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss dagsett 27. febrúar s.l., ásamt ársreikningi fyrir starfsárið 2003, er sýnir rekstrarhalla upp á kr. 693.895.-
Jafnframt er lagt fram yfirlit yfir sérstakt rekstrar- og viðhaldsframlag árið 2004, framlag er mætir uppsöfnuðum halla eldri ára og stórum viðhaldsþætti vegna viðhalds á móðurstöð brunavarnakerfis Stjórnsýsluhússins. Hlutur Ísafjarðarbæjar í þessu sérstaka framlagi er fyrir 2. hæð kr. 572.400.- og fyrir 4. hæð kr. 95.100.-

Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaður færist á rekstur Stjórnsýsluhúss undir liðnum 21-40-961-1.

9. Bréf Eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar hf. - Forkaupsréttur hlutafjár. 2002-04-0061.

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar hf., dagsett 12. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er að stjórn félagsins hafi samþykkt að nýta sér heimild til aukningar hlutafjár úr kr. 40 milljónum í kr. 70 milljónir. Af þessu tilefni er óskað eftir því að Ísafjarðarbær, sem eini eigandi félagsins, falli frá forkaupsrétti á hlutafé umfram kr. 40 milljónir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

10. Bréf Skipulagsstofnunar. - Sjóvörn á Flateyri. 2004-01-0051.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 1. mars s.l, varðandi sjóvörn við Ytri Bót á Flateyri og tilkynningu um matsskyldu samkvæmt 6. gr. laga nr. 106/2000 Í bréfinu er óskað álits Ísafjarðarbæjar á því hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum. Svar óskast eigi síðar en 12. mars 2004.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Könnun á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga. 2004-03-0006.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. febrúar s.l., varðandi könnun á þróun og nýmælum í stjórnun íslenskra sveitarfélaga. Bréfinu fylgja eyðublöð varðandi könnunina og óskast henni svarað eigi síðar en 1. apríl 2004.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara könnuninni.

12. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um Staðardagskrá 21. 2004-03-0004.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. febrúar s.l., þar sem greint er frá ráðstefnu um Staðardagskrá 21, er haldin verður hér á Ísafirði dagana 26. og 27. mars n.k. Ráðstefna þessi er sú sjöunda í röðinni af sambærilegum landsráðstefnum sem haldnar hafa verið í Reykjavík, Hafnarfirði, Ólafsvík, Mosfellsbæ, Akureyri og Kirkjubæjar- klaustur, á árabilinu 1999-2003.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fyrri fulltrúaráðsfundur 2004. 2004-03-0003.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er að fyrri fulltrúaráðsfundur sambandsins á árinu 2004, sem er sá 65. í röðinni, verður haldinn föstudaginn 2. apríl n.k. á Nordica Hótel í Reykjavík.
Bréfinu fylgja drög að dagskrá fundarins. Tilkynning um þátttöku óskast staðfest á skrifstofu sambandsins sem fyrst.

Bæjarstjóra falið að staðfesta þátttöku fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Niðurstaða samantektar á dagvistargjöldum leikskóla ofl. 2004-03-0028.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Júlíussyni, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Samb. ísl. sveitarf. dagsett 23. febrúar s.l., ásamt niðurstöðum úr einfaldri samantekt á dagvistargjöldum á leikskóla og ýmsum sérkjörum ásamt einfaldri úttekt á því hvernig staðið er að ákvarðanatöku um endurskoðun dagvistargjalda. Vonast er til að þetta séu upplýsingar, sem gagnist sveitarfélögum í umræðu um gjaldskrár leikskóla. Fram kemur í meðfylgjandi gögnum að Ísafjarðarbær er í sjötta sæti þessarar könnunar hvað grunngjaldskrá varðar.

Bæjarráð vísar könnuninni til fræðslunefndar til umfjöllunar.

15. Bréf félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um vatnsveitur.

2004-03-0008.

Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 1. mars s.l., ásamt frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Umsagnar er óskað um frumvarpið fyrir 15. mars 2003.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

16. Bréf menntamálanefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um háskóla á Vestfjörðum. 2003-03-0009.

Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dagsett 27. febrúar s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um háskóla á Vestfjörðum. Umsagnar er óskað um tillöguna fyrir 16. mars 2004.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar.

17. Bréf Fjölís. - Ljósritun með leyfi. 2004-03-0002.

Lagt fram bréf Fjölís dagsett 25. febrúar s.l., er varðar samning um fjölföldun verndaðra verka. Bréfinu fylgir samningsform ásamt öðrum fylgigögnum.

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna að samningsgerð við Fjölís, samningurinn verði síðan lagður fyrir bæjarráð.

18. Einkanet Ísafjarðarbæjar. - Tölvutengingar stofnana bæjarfélagsins.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir tillögu að tölvutengingum milli skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og stjórnstöðva sveitarfélagsins á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Tillögurnar ásamt kostnaðaráætlunum eru unnar af Símanum hér á Ísafirði og Netos ehf., Ísafirði.
Heildar áætlaður kostnaður þessa áfanga er um kr. 1.200.000.- Bréfinu fylgja upplýsingar frá ofangreindum fyrirtækjum.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í þessar framkvæmdir, enda er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins.

19. Trúnaðarmál.

Bæjarstjóri ræddi trúnaðarmál í bæjarráði, sem síðan var fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.