Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

379. fundur

Árið 2004, mánudaginn 1. mars kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ. 2004-02-0060.

Lagt fram bréf Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., Ísafirði, dagsett 25. febrúar s.l., þar sem fyrirtækið dregur til baka tilboð sitt í akstur vegna ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ. Jafnframt er óskað eftir að akstur fyrirtækisins vegna þessarar þjónustu falli niður frá og með 1. mars 2004, þar sem eldri samningur er útrunninn.
Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 19. febrúar s.l., til Skóla- og fjölskylduskrifstofu, þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í ferðaþjónustu fatlaðra þann 4. febrúar s.l.
Til fundar við bæjarráð eru mætt Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristjana Sigurðardóttir, formaður félagsmálanefndar og Sigurður Mar Óskarsson, bæjartæknifræðingur.
Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið dagskrár og tók Birna Lárusdóttir við stjórn fundarins.

Bæjarráð óskar eftir að leitað verði samþykkis allra tilboðsgjafa, um að tilboð þeirra gildi til og með 19. mars næst komandi. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að félagsmálanefnd taki málið aftur til meðferðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með bréfi Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 24/2. 42. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 24/2. 1. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 24/2. 187. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 26/2. 61. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Lán til mjólkurbænda. 2004-02-0158.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 26. febrúar s.l., varðandi lán út bæjarsjóði vegna mjólkurbænda í Ísafjarðarbæ. Tilbúið til afgreiðslu er lán til Árna Brynjólfssonar, Vöðlum í Önundarfirði, að upphæð kr. 5.100.000.-
Jafnfram er lögð fram yfirlýsing um lánveitingu sparisjóðanna á Vestfjörðum vegna kaupa á auknu greiðslumarki í mjólk.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lánveitingin kr. 5.100.000.- til Árna Brynjólfssonar verði samþykkt.

4. Afrit bréfs Rauða kross deildar Ísafjarðar til almannavarnanefndar. 2004-02-0162.

Lagt fram afrit bréfs frá Rauða kross deild Ísafjarðar til almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar dagsett 26. febrúar s.l., þar sem fram kemur beiðni um samþykki nefndarinnar á flutningi Ísafjarðarðardeildar Rauða kross Íslands á fjöldahjálparstöð deildarinnar úr Menntaskólanum á Ísafirði í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði.

Þar sem fjallað hefur verið um málið í almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og á sviði skóla- og fræðslumála, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að beiðni Rauða kross Íslands verði samþykkt.

5. Bréf Fasteignamats ríkisins. - Þjónusta við Vestfirði. 2004-02-0140.

Lagt fram bréf Fasteignamats ríkisins dagsett 20. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er að þjónusta Fasteignamats ríkisins fyrir Vestfirði sé nú frá Fasteignamati ríkisins í Borgarnesi, í stað þess að vera veitt frá skrifstofu Fasteignamatsins í Reykjavík.

Bæjarráð vill minna á samþykktir Ísafjarðabæjar varðandi staðsetningu þjónustu Fasteignamats ríkisins hér í Ísafjarðarbæ, nú síðast í september 2003, með samþykkt tillögu í bæjarstjórn.

6. Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur að Bakka í Dýrafirði. 2004-02-0148.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., dagsett 24. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar að jörðinni Bakka í Dýrafirði, sem núverandi eigandi Gunnlaugur Sigurðsson er að selja til sonar síns Svanbergs R. Gunnlaugssonar. Bréfinu fylgir kaupsamningur með afsali, umsamið kaupverð er kr. 1.900.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttur verði ekki nýttur. Bæjarráð vill benda bréfritara á að forkaupsrétturinn er Ísafjarðarbæjar, en ekki hreppsnefndar eins og tvívegis kemur fram í ofangreindu bréfi.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Refa- og minkaveiðar. 2003-12-0020.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 23. febrúar s.l., þar sem greint er frá samþykkt stjórnar Samb. ísl. sveitarf. vegna erinda sveitarfélaga til sambandsins, um skerðingu endurgreiðslu ríkisins vegna refa- og minkaveiða.
Samþykktin er svohljóðandi. ,,Stjórn sambandsins tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindum sveitarfélaga varðandi sífellt lækkandi greiðsluhlutfall ríkissjóðs í kostnaði sveitarfélaga af refa- og minkaveiði og hvetur umhverfisráðherra til þess að vinna að leiðréttingu á greiðsluhlutfallinu þegar í stað.
Afar brýnt er að refa- og minkaveiðar séu stundaðar af krafti um allt land svo fjölgun refa og minka verði ekki til stórskaða fyrir náttúru og umhverfi landsins."

Lagt fram til kynningar

8. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. 2002-01-0192.

Lögð fram 80. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 9. febrúar 2004.
Lagt fram til kynningar.

9. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um siglingavernd. 2004-02-0152.

Lagt fram bréf samgöngunefndar Alþingis dagsett 24. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um siglingavernd, 569. mál. Svar óskast eigi síðar en 16. mars n.k.

Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar.

10. Bréf allsherjarnefndar Alþingis. - Frumvarp til lögreglulaga. 2004-01-0l63.

Lagt fram bréf allsherjarnefndar Alþingis dagsett 25. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi lögreglulaga, 26. mál, löggæslukostnaður á skemmtunum. Svar óskast eigi síðar en 15. mars n.k.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að mælt verði með ofangreindu frumvarpi lögreglulaga.

11. Bréf bæjarstjóra. - Ráðningarferill starfsmanna.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. febrúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir ráðningarferli vegna fyrirhugaðrar ráðningar gjaldkera/bókara hjá Ísafjarðarbæ. Athugun á ferlinu og tillögur til breytinga.

Bæjarráð samþykkir tillögur í bréfi bæjarstjóra og felur honum að koma þeim í vinnslu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:17

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.