Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

378. fundur

Árið 2004, mánudaginn 23. febrúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 18/2. 25. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar .

Félagsmálanefnd 17/2. 221. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 19/2. 222. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
1. liður. Bæjarráð óskar eftir gögnum, varðandi útboð ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ, fyrir næsta fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 17/2. 186. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 19/2. 24. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 18/2. 15. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 2/2. 10. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 16/2. 11. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Endurskoðun verksamnings um sjúkraflutninga í Ísafjarðarbæ. 2003-11-0062.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 16. febrúar s.l., varðandi endurskoðun á verksamningi um sjúkraflutninga í Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær óskaði eftir endurskoðun samningsins í nóvember 2003 og óskar stofnunin nú eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og leggja drög að samningi fyrir bæjarráð.

3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Stefnumótun í skipulagi og fram- tíðarsýn Vestfjarða. 2003-01-0060.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 12. febrúar s.l., þar sem sambandið bendir á samþykkta tillögu frá 48. Fjórðungsþingi í september 2003, um að þingið telji mikilvæg sóknarfæri fólgin í því fyrir Vestfirði, að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sérstakt skipulag eða framtíðarsýn fyrir landshlutann. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélög innan FV, að þau taki málið til skoðunar og hvort þau séu tilbúin að standa sameiginlega að slíku framtíðarskipulagi. Þess er vænst að sveitarfélögin svari þessu erindi fyrir 15. mars n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

4. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Stefna í menningarmálum. 2002-06-0055.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 17. febrúar s.l., varðandi stefnu í menningarmálum á Vestfjörðum. Í bréfinu er ítrekað að svar, um afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á drögum um Stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum, hefur ekki borist FV. Öll sveitarfélög innan FV önnur en Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær hafa samþykkt stefnumótunina formlega.

Bæjarráð óskar eftir afstöðu menningarmálanefndar til ofangreindrar stefnumótunar.

5. Bréf Olíudreifingar ehf. - Olíubirgðastöð við Suðurgötu. 2002-08-0027.

Lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf., Reykjavík, dagsett 18. febrúar s.l., varðandi uppbyggingu olíubirgðastöðvar við Suðurgötu á Ísafirði. Í bréfinu er óskað eftir svari við erindi félagsins frá 6. febrúar 2002, þar sem farið er fram á viðbótarlóð við hlið núverandi lóðar félagsins og Skeljungs hf. við Suðurgötu á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og gera bæjarráði grein fyrir viðræðunum.

6. Bréf Olíudreifingar ehf. - Lóð á Suðurtanga, Ísafirði. 2002-08-0027.

Lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf., Reykjavík, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem fram kemur að Olíudreifing ehf. gerir ekki athugasemd við ráðstöfun Ísafjarðarbæjar að úthlutun lóðar á Suðurtanga, sem áður var ætluð undir olíubirgðastöð, enda sé tryggð lóð undir starfsemi félagsins.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd til kynningar.

7. Bréf Lögréttu. - Styrkbeiðni. 2004-02-0126.

Lagt fram bréf Lögréttu félags laganema við Háskólann í Reykjavík, styrkbeiðni vegna Tímarits Lögréttu, öflugu fræðiriti á sviði lögfræði.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

8. Bréf Finnboga Kristjánssonar. - Forkaupsréttur að hluta Ytri-Veðrarár. 2004-02-0143.

Lagt fram bréf frá Finnboga Kristjánssyni dagsett 16. febrúar s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt að Ytri-Veðrará í Önundarfirði, en samkvæmt meðfylgjandi kaupsamningi er verið að selja hluta lands og fasteignir á jörðinni. Söluverð er kr. 15.000.000.-

Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu liggur fyrir.

9. Bréf Nordjobb. - Beiðni um störf sumarið 2004. 2004-02-0123.

Lagt fram bréf Nordjobb dagsett 17. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir aðstoð við að finna norrænum ungmennum á aldrinum 18-25 ára störf í Ísafjarðarbæ sumarið 2004.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

10. Bréf bæjarstjóra. - Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna, unnin af Samb. ísl. sveitarf. 2002-10-0046.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. febrúar s.l., er varðar könnun hans á kjörum sveitarstjórnarmanna í upphafi núverandi kjörtímabils. Jafnframt er lögð fram könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá íslenskum sveitarfélögum, könnun sem unnin er af hag- og upplýsingasviði Samb. ísl. sveitarf.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:43

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.