Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

377. fundur

Árið 2004, mánudaginn 16. febrúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 10/2. 86. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 12/2. 99. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða fulltrúa í menningarmálanefnd á fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 10/2. 181. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Víkingaverkefnið á Þingeyri. - Styrkveiting. 2003-11-0101.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. febrúar s.l., er varðar styrkbeiðni vegna ,,Víkingaverkefnisins á Þingeyri". Á 376. fundi bæjarráðs þann 9. febrúar s.l., fól bæjarráð bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð, að styrkur til ,,Víkingaverkefnisins á Þingeyri" kr. 520.000.- verði tekinn af liðnum íþróttamannvirki undir rekstrarverkefni og fjárfestinga 2004, en sá liður er samtals að upphæð kr. 50 milljónir.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

3. Bréf Hermanns Níelssonar, íþróttakennara MÍ. - ,,Heilsubær". 2004-02-0120.

Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni, íþróttakennara, forvarna- og félagsmála- fulltrúa Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 8. febrúar s.l., boð um þátttöku í almennum fundi um verkefnið ,,Heilsubær". Fundurinn verður haldinn í Menntaskólanum þann 4. mars n.k. og hefst kl. 20:00

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

4. Bréf frá stjórn Gamla Apóteksins. - Framtíð Gamla Apóteksins. 2002-09-0013.

Lagt fram bréf frá stjórn Gamla Apóteksins dagsett 12. febrúar s.l., er varðar Gamla Apótekið og framtíð þess. Í bréfinu kemur fram að fjárhagsstaða GA er mjög erfið og leyfir stjórn GA sér að bera upp þá hugmynd að skipuð verði nefnd til að skoða framtíð GA. Nefndina skipi þrír fulltrúar Ísafjarðarbæjar, stjórn GA og forstöðumaður GA.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í væntanlegri nefnd. Bryndís G. Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi, Jón Björnsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Grunnskólaþing sveitarfélaga. 2004-02-0092

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 10. febrúar s.l., þar sem boðað er til grunnskólaþings sveitarfélaga föstudaginn 26. mars n.k. að Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið beri yfirskriftina ,,Er grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna ?".

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

6. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Frumvörp til laga. - Umsögn Samb. ísl. sveitarf. ofl. 2004-02-0111.

Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 12. febrúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, matsferli, málskotsrétt o.fl. og frumvarp til skipulags- og byggingarlaga. Óskað er eftir umsögnum í síðasta lagi 25. febrúar n.k.
Jafnframt er lögð fram í bæjarráði umsögn Samb. ísl. sveitarf. um ofangreind frumvörp til laga, svo og tvö tölvubréf frá formanni umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 710. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 710. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf., er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík þann 23. janúar 2004.

Lagt fram til kynningar.

8. Afrit af bréfi Fornleifastofnunar Íslands til Fornleifasjóðs. 2002-09-0113.

Lagt fram afrit af bréfi Fornleifastofnunar Íslands til Fornleifasjóðs dagsett 5. febrúar s.l., ásamt lokaskýrslu um frumrannskónir fornleifa á bæjarhólnum á Eyri við Skutulsfjörð. Rannsóknin var unnin af Fornleifastofnun í júlí s.l. sumar. Í skýrslunni kemur fram að grafið var á þremur stöðum og komu fram fornleifar á þeim öllum.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umhverfisnefndar og menningarmálanefndar.

9. Önnur mál.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun í lok bæjarráðsfundar.

,,Ég harma að ekki skuli hafa náðst sátt við starfsfólk á leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal. Sú deila sem olli því að fjórir starfsmenn sjá sér ekki fært að halda áfram störfum á leikskólanum er ekki til sóma. Starfsfólki eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi."

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:21

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.