Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

376. fundur

Árið 2004, mánudaginn 9. febrúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 28/1. 41. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun, innan gildandi fjárhagsáætlunar 2004, fyrir næsta fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 4/2.. 24. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 3/2. 220. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Afrit af bréfi til Ríkiskaupa. - Kaup á hafnsögubáti. 2002-11-0064.

Lagt fram afrit af bréfi til Ríkiskaupa dagsett 6. febrúar s.l., þar sem bæjarstjóri staðfestir ábyrgð hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar, um að fjármunir að upphæð allt að kr. 50 milljónir verði til reiðu til greiðslu á hafnsögubáti þegar eftir þeim verði leitað. Staðfesting bæjarstjóra er gerð með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir undirritun bæjarstjóra á ofangreinda ábyrgð.

3. Bréf dóms- og kirkjumálaráðherra. - Vaktstöð siglinga. 2003-12-0075.

Lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumálaráðherra dagsett 23. janúar s.l., svar við bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 15. janúar s.l., varðandi aðsetur Vaktstöðvar siglinga. Í bréfinu kemur fram að ákvörðun um staðsetningu sé byggð á faglegu mati og henni verði ekki breytt.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu og bréf Svæðisráðs Vestfjarða. - Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ. 2003-12-0061.

Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 27. janúar s.l. og bréf frá Svæðisráði Vestfjarða dagsett 28. janúar s.l., um gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ. Í bréfi Skóla- og fjölskylduskrifstofu kemur fram samanburður gjaldtöku hjá nokkrum sveitarfélögum og er kostnaður í Ísafjarðarbæ talsvert hærri en í samanburðar sveitarfélögunum. Eins er gerður samanburður á gjaldinu í bréfi Svæðisráðs Vestfjarða. Í báðum bréfum er óskað eftir endurskoðun á gjaldskránni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldið fyrir hverja einstaka ferð verði lækkað úr kr. 155.- í kr. 75.- og bæjarstjóra falið að koma með tillögu til að mæta þeirri skerðingu er verður á gildandi fjárhagsáætlun, sem áætluð er kr. 140.000.-

5. Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. - Skýrsla um íþróttaiðkun. 2004-02-0006.

Lagt fram bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dagsett 23. janúar s.l., ásamt skýrslu vinnuhóps um íþróttaiðkun án endurgjalds. Vinnuhópurinn var skipaður af framkvæmdastjórn ÍSÍ eftir Íþróttaþing ÍSÍ 2002. ÍSÍ hvetur sveitarstjórnir til að huga að þessum málum með það í huga að öll börn og unglingar eigi kost á að stunda íþróttir óháð efnahag.

Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

6. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Skil fjárhagsáætlana ársins 2004. 2003-12-0087.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 27. janúar s.l., þar sem verið er að minna sveitarfélög á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 og skil á þeirri áætlun til ráðuneytisins. Í bréfinu kemur fram að aðeins tíu sveitarfélög hafa skilað fjárhagsáætlun sinni til félagsmálaráðuneytisins og er Ísafjarðarbær þar á meðal.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Umhverfisstofnunar. - Endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiða. 2003-12-0020.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 29. janúar s.l., þar sem áréttað er að endurgreiðsluhlutfall stofnunarinnar vegna refa- og minkaveiða er 30% í stað 50% þar sem fjárveitingar ríkisvaldsins til málaflokksins eru ekki nægjanlegar.

Bæjarráð minnir á samþykkt bæjarráðs, um að stöðva greiðslur vegna refa- og minkaveiða. Bæjarstjóra falið að gera Samb. ísl. sveitarf. grein fyrir stöðunni.

8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 2. febrúar s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 30. janúar s.l. og öðrum gögnum er varða fundargerðina.

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjartæknifræðings og fjármálastjóra.

9. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Gjaldskrár vegna katta- og hundahalds í Ísafjarðarbæ. 2003-03-0034.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 2. febrúar s.l., þar sem fram kemur að heilbrigðisnefnd Vestfjarða hefur á fundi sínum þann 30. janúar s.l., fjallað um gjaldskrár fyrir katta- og hundahald í Ísafjarðarbæ árið 2004 og samþykkt þær.

Bæjarráð samþykkir að gjaldskrárnar verði birtar í B-deild Stjórnartíðinda.

10. Bréf Arndísar Ástu Gestsdóttur. - Samfélagsþjónusta. 2004-02-0061.

Lagt fram bréf frá Arndísi Ástu Gestsdóttur, Mjólkárvirkjun, dagsett 5. febrúar s.l., þar sem hún varpar fram spurningum til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um rétt sinn til samgangna innan Ísafjarðarbæjar, rétt til atvinnuleysisbóta og hvort skattar séu jafnir á alla íbúa Ísafjarðarbæjar burt séð frá búsetu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Starfshópur um samgöngumál. 2004-02-0034.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 1. febrúar s.l., þar sem minnt er á samþykkt frá 48. Fjórðungsþingi um að koma á fót 7 manna starfshópi um samgöngumál. Stjórnin hefur samþykkt fjölda fulltrúa hvers sveitarfélags og óskar eftir tilnefningu þeirra í starfshópinn. Ísafjarðarbær tilnefni 2 fulltrúa og 2 til vara.

Bæjarráð vísar tilnefningu í starfshópinn til bæjarstjórnar.

12. Afrit bréfs Guðmundar Steinars Björgmundssonar og Óskars Elíassonar til  efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 2004-01-0034.

Lagt fram afrit af bréfi Guðmundar Steinars Björgmundssonar og Óskars Elíassonar til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dagsett 2. febrúar 2004. Bréfið með greinargerð er sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, þar sem ofangreindir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Fjórðungssambands Vestfirðinga áttu ekki kost á að sækja fund nefndarinnar, þar sem fjalla átti um fyrirhugaða sölu á SPRON til KB banka hf.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2004. 2004-02-0055.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 3. febrúar s.l., varðandi áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2004. Bréfinu fylgir áætlun útgjaldajöfnunarframlaga til Ísafjarðarbæjar 2004 samtals að upphæð kr. 80.941.056.-

Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

14. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008. 2004-02-0056.

Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dagsett 5. febrúar s.l., þar sem nefndin sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008, 477. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar n.k.

Bæjarráð vísar bréfinu til umsagnar umhverfisnefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:05

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.