Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

375. fundur

Árið 2004, mánudaginn 2. febrúar kl.18:40 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 23/1. 3. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 27/1. 185. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 29/1. 23. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
2. liður. Bæjarráð bendir á, að ekki er rétt að veita aukafjárveitingu nú, þar sem stutt er liðið af fjárhagsárinu og ekki á það reynt að áætlun ársins 2004 standist ekki.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 28/1. 180. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans.

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2005 - 2007.

Bæjarráð vísar þriggja ára áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 5. febrúar n.k.

3. Samningur við Skíðafélag Ísafjarðar. - Þjónustuhús á Miðbrún. 2002-02-0055.

Lagður fram samningur Ísafjarðarbæjar við Skíðafélag Ísafjarðar um þjónustuhús á Miðbrún á Seljalandsdal dagsettur 29. janúar 2004. Á 372. fundi bæjarráðs þann 19. janúar s.l., var bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samningurinn verði samþykktur.

4. Bréf bæjarstjóra. - Byggingarnefnd íþróttahúss á Suðureyri. 2002-11-0062.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. janúar s.l., varðandi skipan byggingarnefndar íþróttahúss á Suðureyri. Lagt er til að eftirtaldir aðilar skipi byggingarnefndina. Bryndís Ásta Birgisdóttir, Suðureyri, Svanlaug Guðnadóttir, Ísafirði og Snorri Sturluson, Suðureyri. Bréfinu fylgja drög að erindisbréfi fyrir nefndina.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindir aðilar verði kjörnir í byggingarnefndina og Bryndís Ásta Birgisdóttir verði formaður.

5. Bréf Landverndar. - Verkefnið „Vistvernd í verki". 2004-01-0105.

Lagt fram bréf Landverndar dagsett 23. janúar s.l., er varðar verkefnið ,,Vistvernd í verki". Ísafjarðarbær gerði samning við Landvernd um verkefnið þann 28. október 2002, sem gilti í eitt ár. Landvernd óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ og leggur til að samningurinn verði endurnýjaður með gildistíma til ársloka 2004. Bréfinu fylgir óundirritaður samningur milli Ísafjarðarbæjar og Landverndar.

Bæjarráð vísar erindinu til Staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar.

6. Bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga. - Vinnsla tillagna um sameiningarkosti. 2004-01-0103.

Lagt fram bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga dagsett 22. janúar s.l., þar sem nefndin, sem skipuð er af félagsmálaráðherra, óskar eftir samstarfi um vinnslu tillagana um sameiningarkosti sveitarfélaga. Bréfið er stílað til stjórna landshlutasamtaka.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Þjónustumiðstöð aldraðra Þingeyri. 2002-04-0019.

Lagt fram bréf Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 20. janúar s.l., ásamt skilamati vegna framkvæmda við lokaáfanga innréttinga Þjónustumiðstöðvar aldraðra á Þingeyri, sem unnar voru sumarið 2002.

Lagt fram til kynningar.

8. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Lögð fram tilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, um kynningarfund fyrir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði fimmtudaginn 12. febrúar n.k. og hefst kl. 20:00 Áður boðuðum fundi, um sama málefni, þann 29. janúar s.l. hafði verið frestað

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.