Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

372. fundur

Árið 2004, mánudaginn 19. janúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Landbúnaðarnefnd 15/1. 60. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs í samvinnu við formann landbúnaðarnefndar.
2. liður. Bæjarráð samþykkir að samningur verði gerður við Magnús Sigurðsson á Þingeyri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Karls Guðmundssonar, Bæ. - Vatnstaka úr Sunddalsá. 2004-01-0039.

Lagt fram bréf Karls Guðmundssonar, Bæ, Súgandafirði, dagsett 8. janúar s.l., þar sem hann óskar upplýsinga um hvort í gildi sé samningur um vatnstöku úr Sunddalsá í Súgandafirði. Jafnframt óskar hann upplýsinga um hversu mikið vatn renni inn á Suðureyri og vatnsmagn um varaleiðslu, sem ekki er tengd kerfinu.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi falið bæjartæknifræðingi að svara bréfinu og verður afrit þess lagt fyrir fund bæjarráðs.

3. Bréf Magnúsar Þorkelssonar. - Fornleifarannsóknir á jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði. 2003-07-0012.

Lagt fram bréfi frá Magnúsi Þorkelssyni, Corbridge, Englandi, dagsett 7. janúar s.l., þar sem hann ítrekar fyrri beiðni sína um stuðning við úrvinnslu á fornleifarannsókn að Kirkjubóli í Skutulsfirði. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær kaupi tvö eintök af skýrslunni um fornleifarannsóknirnar, kostnaður áætlaður kr. 100.000.-

Bæjarráð samþykkir beiðni Magnúsar Þorkelssonar.

4. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - nóvember 2003. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 16. janúar s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar mánuðina janúar - nóvember 2003.
Lagt fram til kynningar.

5. Afrit bréfs bæjarstjóra. - Svar við fyrirspurn Lárusar G. Valdimarssonar. 2002-12-0011.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Lárusar G. Valdimarssonar, bæjarfulltrúa, dagsett 15. janúar s.l. Í bréfinu svarar bæjarstjóri fyrirspurn Lárusar frá 152. fundi bæjarstjórnar þann 18. desember 2003, er varðar uppsetningu lausra olíugeyma í Ísafjarðarbæ, leyfi og lámarkskröfur um öryggismál.

Bæjarráð vísar bréfinu til umræðu í bæjarstjórn.

6. Minnisblað bæjarritara. - Samningur um þjónustuhús á Miðbrún við göngudeild Skíðafélags Ísfirðinga. 2002-02-0055.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. janúar s.l., er varðar væntanlegan samning við göngudeild Skíðafélags Ísfirðinga um þjónustuhús á Miðbrún á Seljalandsdal. Drögum að samningi var vísað frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 13. nóvember 2003, til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við göngudeil Skíðafélags Ísfirðinga á grundvelli umræðna í bæjarráði og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

7. Fundir og ráðstefnur í Ísafjarðarbæ. - Kynningarefni.

Lagt var fram nýtt kynningarefni um Ísafjarðarbæ sem funda og ráðstefnubæ. Kynningareintakið heitir ,,Fundir og ráðstefnur í skapandi umhverfi" og er afrakstur samvinnu margra aðila í ferðaþjónustu á svæðinu. Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar afhenti Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, kynningarefnið í Safnahúsinu Eyrartúni laugardaginn 17. janúar.

Bæjarráð fagnar útkomu þessa kynningarefnis, sem er vandað að allri gerð og telur það gefa sóknarfæri í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.