Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

371. fundur

Árið 2004, mánudaginn 12. janúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 8/1. 40. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Undir liðnum fundargerð atvinnumálanefndar eru mættir til fundar við bæjarráð þeir Elías Guðmundsson, formaður atvinnumálanefndar og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.
Með fundargerð atvinnumálanefndar eru lögð fram drög að stofnsamningi, stofnfundargerð og samþykktum fyrir Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar hf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn undir 1. lið fundargerðar atvinnumálanefndar að framlögð drög að stofnsamningi og samþykktum verði samþykkt með þeim breytingum í samþykktum 16. gr. að þar verði þrír varamenn, en ekki tveir og í 19. gr. verði einn löggiltur endurskoðandi, en ekki tveir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að atvinnumálanefnd verði falið að ganga frá stofnun félagsins á grundvelli fyrri samþykkta.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 7/1. 22. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 6/1. 218. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 6/1. 85. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Bæjarráð bendir hafnarstjórn á, að ef upp kemur sú staða að aðalmaður og varamaður mæta ekki á fund hafnarstjórnarinnar, en annar aðili í þeirra stað, bera að færa samþykki hafnarstjórnar fyrir því í fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/1. 179. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga umhverfisnefndar verði samþykkt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá svör frá olíufélögunum varðandi framtíðar-staðsetningu birgðastöðva þeirra á Ísafirði.,
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar. - Tilnefningar í væntanlega stjórn. 2002-04-0061.

Bæjarráð vísar öðrum lið dagskrár til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld 2004. Reglur um styrki til félagasamtaka. 2004-01-0029.

Lagt fram bréfi Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 8. janúar s.l., er varðar reglur um styrkveitingar til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignagjalda á árinu 2004. Lagt er til að upphæð styrkja verði kr. 113.000.- að hámarki, eða sama fjárhæð og á árinu 2003, þar sem fasteignamat er hið sama á árinu 2004.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

4. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld 2004. Reglur um niðurfellingu fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega. 2004-01-0029.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 8. janúar s.l., er varðar reglur um niðurfellingu fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2004. Lagt er til að hámarksafsláttur verði kr. 60.000.- eða óbreyttur frá árinu 2003, þar sem fasteignamat er hið sama á árinu 2004. Tekjuviðmiðun hækki um 2,5% frá tekjuviðmiðun ársins 2003.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

5. Bréf Jóns Skúlasonar. - Forkaupsréttur að hluta jarðarinnar Gemlufalli í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Jóni Skúlasyni, Gemlufalli í Dýrafirði, dagsett 31. desember 2003, er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að eignarhluta Gunnþórunnar Friðriksdóttur í jörðinni Gemlufalli í Dýrafirði, en fyrirhuguð er sala hennar á eignarhlutanum til Jóns Skúlasonar. Bréfinu fylgir afrit af afsali útgefnu 31. desember 2003.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hafni forkaupsrétti.
Erindið sent jarðanefnd V-Ísafjarðarsýslu til upplýsinga, en bæjarráð leitar ekki umsagnar nefndarinnar í þessu tilviki, þar sem verið er að selja jarðarhlutann til núverandi ábúenda og meirihlutaeigenda að Gemlufelli.

6. Bréf Umferðarráðs. - Umferðaröryggisáætlun til ársins 2012. 2004-01-0025.

Lagt fram bréf Umferðarráðs dagsett 6. janúar s.l., er varðar umferðaröryggisáætlun til ársins 2012. Bréfinu fylgir skýrsla dómsmálaráðuneytisins um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012, en hana má jafnframt finna á heimasíðu ráðuneytisins.
Í bréfinu óskar framkvæmdastjórn umferðaröryggisáætlunar eftir upplýsingum um helstu aðgerðir, sem unnið hefur verið að á s.l. ári í bæjarfélaginu, til þess að auka umferðaröryggi vegfarenda.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Bréf Matthíasar Ragnarssonar. - Kauptilboð í húseignina Neðri-Tungu. 2003-01-0079.

Lagt fram bréf Matthíasar Ragnarssonar dagsett 6. janúar s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í íbúðarhúsið og útihúsin að Neðri-Tungu í Skutulsfirði.

Bæjarráð tekur ekki afstöðu til tilboðsins fyrr en eignin hefur verið auglýst á almennum markaði.

8. Afrit bréfs Sunnukórsins til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar. - Beiðni um styrkveitingu. 2004-01-0036.

Lagt fram afrit af bréfi Sunnukórsins til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar dagsett 8. janúar s.l., þar sem Sunnukórinn óskar eftir styrk, er samsvarar húsaleigu fyrir íþróttahúsið á Torfnesi dagana 23.-25. janúar n.k. Tilefnið eru hátíðahöld vegna 70 ára afmælis kórsins þann 25. janúar 2004.

Bæjarráð samþykkir beiðni Sunnukórsins og felur bæjarritara og íþróttafulltrúa að ganga frá málinu.
Bæjarráð árnar Sunnukórnum allra heilla í tilefni af 70 ára afmæli hans.

9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Tímaritið Sveitarstjórnarmál. 2004-01-0033.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. janúar s.l., er varðar tímaritið Sveitarstjórnarmál og hvatningu til sveitarstjórnarmanna, að standa fast að baki útgáfu tímaritsins, stuðla að eflingu þess og tryggja áframhaldandi umræðuvettvang þar sem málefni sveitarstjórnarstigsins eru í brennidepli.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Samb. ísl. sparisjóða. - Áform um sölu SPRON til Kaupþings Búnaðarbanka ofl. 2004-01-0034.

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sparisjóða dagsett 8. janúar s.l., er varða áform Kaupþings Búnaðarbanka á kaupum SPRON ofl. Bréfinu fylgja staðreyndir um sparisjóðina og áformaða sölu á SPRON til Kaupþings Búnaðarbanka. Í bréfinu er farið fram á að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggi sparisjóðunum lið í þeirri baráttu sem snýst um sjálfan tilverugrundvöll sparisjóðanna í landinu og velferð íbúa í fjölmörgum byggðalögum.

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

11. Bréf Félagsmálaráðuneytis. - Tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána. 2004-01-0020.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 5. janúar s.l., upplýsingar um uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða.

Bæjarráð vísar bréfinu til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.