Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

370. fundur

Árið 2004, mánudaginn 5. janúar kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. 13/12. 2. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
3. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.
4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 31/12. 97. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 30/12. 178. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Minning Hannesar Hafsteins, fyrrum sýslumanns Ísfirðinga.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. janúar s.l., þar sem bæjarstjóri kynnir fyrirhugaða dagskrá fyrir bæjarfulltrúum, vegna hátíðarhalda í minningu þess, að 100 ár eru liðin frá því að Hannes Hafstein, fyrrum sýslumaður Ísfirðinga var skipaður fyrsti ráðherra Íslands.

Bæjarstjóri gerði grein fyri hvernig menningarmálanefnd mætir kostnaði vegna hátíðarhaldanna.

Lagt fram til kynningar.

3. Afrit af bréfi bæjarstjóra, svar við fyrirspurn Lárusar G. Valdimarssonar.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. desember 2003, til Lárusar G. Valdimarssonar, bæjarfulltrúa, lagt fram á 152. fundi bæjarstjórnar, svar við fyrirspurn Lárusa um uppbyggingu íþróttasvæðis hestamanna í Engidal í Skutulsfirði. Fyrirspurnin var borin fram á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember 2003.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu. - Sölur jarðanna Skóga og Hornsí Arnarfirði. 2003-12-0036.

Lagt fram bréf frá jarðanefnd V-Ísafjarðarsýslu dagsett 20. desember s.l., þar sem fram kemur að nefndin samþykkir fyrir sitt leyti sölur jarðanna Skóga og Horns í Arnarfirði frá Valgerði Jónsdóttur, Kórsölum 3, Kópavogi, til fjögurra barna hennar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna forkaupsrétti.

5. Bréf Impru nýsköpunarmiðstöðvar. - Brautargengi. 2003-06-0026.

Lagt fram bréf frá Impru nýsköpunarmiðstöð dagsett 22. desember 2003, þar sem greint er frá námskeiðinu Brautargengi er haldið var s.l. haust. Námskeiðið var haldið á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Verkefnið var unnið í samvinnu við Byggðastofnun, Akureyrarbæ, Ísafjarðarbæ, Austur-Hérað, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Þróunarstofnun Austurlands. Á Ísafirði tóku fimm konur þátt, þar af tvær úr Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

6. Afrit bréfs byggingarfulltrúa til Yfirfasteignamatsnefndar. - Sundstræti 36, Ísafirði. 2003-06-0072.

Lagt fram afrit bréfs Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, til Yfirfasteigna- matsnefndar þar sem kærður er úrskurður Fasteignamats ríkisins vegna endurmats á húseigninni Sundstræti 36, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

7. Tillaga frá bæjarstjórn. - Stofnun Eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram svohljóðandi tillaga meirihluta bæjarstjórnar, er samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 18. desember 2003.

,,Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði í samstarfi við atvinnumálanefnd að fara yfir samþykktir fyrir nýtt eignarhaldsfélag og boða til formlegs stofnfundar félagsins. Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að stofna eignarhaldsfélag. Bæjarstjórn felur bæjarráði að tilnefna aðal- og varamenn í stjórn eignarhaldsfélagsins svo það geti hafið störf strax að loknum stofnfundi og skráningu í firmaskrá."

Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.

8. Tillaga frá bæjarstjórn. - Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar vegna Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði.

Lögð fram svohljóðandi tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar er lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 18. desember 2003 og vísað var til bæjarráðs.
Tillaga um aukið framlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að liðurinn 04-81-992-1 hækki um kr. 2.500.000.- og verði kr. 5.000.000.-
Liðurinn 21-60-119-8, nýtt starfsmat lækki um kr. 2.500.000.- og verði kr. 10.000.000.-"
Greinargerð:
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er tíu ára um þessar mundir og hefur með ótvíræðum hætti sannað tilverurétt sinn. Ísafjarðarbær hefur ekki greitt launakostnað skólans svo sem gert er við Tónlistarskóla Ísafjarðar, heldur lagt skólanum til lítilsháttar styrk á ári hverju. Í ár er gert ráð fyrir kr. 2.500.000.- Framlag Ísafjarðarbæjar til Tónlistarskólans er á sama tíma áætlað kr. 53.358.000.- Þótt Tónlistarskóli Ísafjarðar sé ein meginstoð menningarlífs í Ísafjarðarbæ, þá hljóta allir að sjá að hér er um hrópandi mismunun að ræða í framlögum til listaskóla í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að hækkað framlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar dugi fyrir launum og launatengdum gjöldum skólastjóra.
Ekki hefur verið sýnt fram á að nauðsynlegt sé að verja kr. 12.500.000.- til aukinna launagreiðslna í framhaldi af nýju starfsmati. Því er hér lögð til nokkur lækkun.

Bæjarráð vísar ofangreindri tillögu inn í þá vinnu sem framundan er við endurskoðun á aðkomu Ísafjarðarbæjar að tónlistarnámi og öðru listnámi í Ísafjarðarbæ.

9. Bréf Landverndar. - Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. 2003-12-0080.

Lagt fram bréf verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma dagsett 19. desember 2003. Bréfinu fylgir skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunar, sem er niðurstaða vinnu faghópa og verkefnisstjórnar undanfarin fjögur ár. Jafnframt fylgja á geisladisk viðaukar þar sem birt eru kort af virkjunarsvæðum og nánar er greint frá aðferðum, einstökum verkþáttum og heimildum.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Þinggerð 48. Fjórðungsþings. 2003-06-0011.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 29. desember 2003, ásamt þinggerð 48. Fjórðungsþings Vestfirðinga er haldið var í Reykjanesi við Ísafjarðar- djúp haustið 2003.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf samgönguráðuneytis. - Vaktstöð siglinga. 2003-12-0075.

Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 17. desember 2003, er varðar ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um staðsetningu vaktstöðvar siglinga, í bréfi til ráðuneytisins þann 8. desember 2003. Í bréfi samgönguráðuneytis kemur fram að verkefnið sé á vegum dómsmálaráðuneytis.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf bæjartæknifræðings. - Snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 31. desember 2003, þar sem hann gerir grein fyrir tilboði í netgrindaefni vegna snjóflóða- varnarvirkja í Seljalandsmúla.

Bæjarráð samþykkir tilboðið er fram kemur í bréfi bæjartæknifræðings.

13. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Fjárhagsáætlanir ársins 2004. 2003-12-0087.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 29. desember 2003, þar sem sveitarfélög eru minnt á að ljúka beri fjárhagsáætlunum ársins 2004 fyrir lok desember- mánaðar 2003 og að senda beri félagsmálaráðuneyti áætlunina strax að lokinni afgreiðslu í sveitar- eða bæjarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 709. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 709. fundi er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík þann 12. desember 2003.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.