Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

369. fundur

Árið 2003, mánudaginn 22. desember kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf – málefni félagsins. 2003-12-0062.

Mættir til viðræðna við bæjarráð Gísli J. Hjaltason, framkvæmdastj. Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf, og Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi, til að ræða um málefni Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 19. desember s.l., varðandi skil í bókhaldi á milli bæjarsjóðs og Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

Bæjarráð samþykkir með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar að skil á bókhaldi bæjarsjóðs og Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf miðist við 1. júlí 2003 og verði framkvæmdin samkvæmt minnisblaði fjármálastjóra, sem lagt var fram á fundinum. Jafnframt samþykkir bæjarráð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar að verðmæti íbúða bæjarsjóðs við Fjarðarstræti 7 og 9, Ísafirði renni sem hlutafé til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf frá sama tíma.

2. HSV – samskipti bæjarfélagsins og HSV. 2002-04-0032.

Mætt til viðræðna við bæjarráð Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Guðjón Þorsteinsson, formaður HSV, og Bryndís Ásta Birgisdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar, til að ræða um boðleiðir og samskipti bæjarfélagsins og Héraðssambands Vestfirðinga. Lagt fram bréf frá HSV dagsett 8. des. s.l. til íþrótta- og æskulýðsnefndar, sbr. 2. tölul. í fundargerð 22. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 17. des. sl.

3. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 17/12. 21. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 16/12. 217. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 16/12. 183. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 17/12. 22. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. tölul. Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessara kaupa á fjárhagsáætlun 2004 og felur íþrótta- og æskulýðsnefnd að leita leiða til að fjármagna verkefnið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

4. Byggingarfulltrúi – umhverfismál við Krílið. 2003-06-0057.

Lagt fram minnisblað frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 18. desember s.l., varðandi aðkomu og umhverfi við söluturninn "Krílið" við Sindragötu 6, Ísafirði. Í minnisblaðinu er vitnað til umfjöllunar umhverfisnefndar frá fundi nefndarinnar 30. júlí sl. þar sem kom fram að nefndin telji það ekki góðan kost að beina umferð frá Krílinu og yfir á syðsta hluta Aðalstrætis.

Bæjarráð vísar í fyrri samþykktir umhverfisnefndar og staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

5. Fjármálastjóri – áhættustýring langtímalána Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 17. desember s.l., varðandi áhættustýringu langtímalána Ísafjarðarbæjar. Lagt er til að samningur verði gerður við viðskiptabanka bæjarsjóðs Landsbanka Íslands um áhættustýringuna og skipuð verði áhættustýringarnefnd þar sem sitji bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og fjármálastjóri.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

6. Umhverfisstofnun – aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði. 2003-12-0063.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 15. desember s.l., ásamt fylgiskjölum varðandi gerð aðlögunaráætlunar fyrir urðunarstaði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings.

7. Félagsmálaráðuneytið - húsaleigubætur. 2003-12-0047.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 15. desember s.l., með upplýsingum um greiðsluprósentu Jöfnunarsjóðs á árinu 2004 vegna greiðslu á húsaleigubótum. Fram kemur að greiðsluhlutfall sjóðsins á næsta ári verður 40%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja drög að bókun sem komi til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

8. Umhverfisráðuneytið - Seljaland í Skutulsfirði. 2003-09-0041.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 11. desember s.l., þar sem tillkynnt er að Ofanflóðasjóður muni styrkja sveitarfélagið til uppkaupa á íbúðarhúsnæðinu Seljalandi í Skutulsfirði.

Bæjarráð tilnefnir Tryggva Guðmundsson hdl. sem fulltrúa sinn í matsferlinu.

9. Íbúar í Hnífsdal – málefni leiksskólans Bakkaskjóls.

Lagt fram bréf frá íbúum í Hnífsdal dagsett 13. desember s.l., varðandi málefni leikskólans Bakkaskjóls.

Lagt fram til kynningar.

10. Háskóli Íslands – málþing um atvinnuþátttöku fatlaðra. 2003-12-0057.

Lagt fram bréf frá Háskóla Íslands dagsett 11. desember s.l., ásamt fylgiskjölum með upplýsingum um málþing um atvinnuþátttöku fatlaðra sem haldið var 2. desember sl.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til upplýsinga.

11. Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði – fundargerð. 2002-01-0192.

Lögð fram fundargerð 79. fundar skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði sem haldinn var 8. desember 2003.

Lagt fram til kynningar.

12. Samband ísl. sveitarfélaga – reikningsskil sveitarfélaga. 2003-12-0021.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 10. desember s.l., með upplýsingum um reikningsskil sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra og löggilts endurskoðenda sveitarfélagsins.

13. Samband ísl. sveitarfélaga – fundargerð.

Lögð fram fundargerð 708. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldinn var 16. nóvember s.l.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.