Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

367. fundur

Árið 2003, mánudaginn 8. desember kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar. - Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður, mætir á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs er mætt Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, til viðræðna um þá stöðu er upp er komin í starfsmannamálum á leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal. Borist hafa uppsagnir allra starfsmanna að undanskildum leikskólastjóra.

2. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 3/12. 20. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 1/12. 182. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 2/12. 84. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. liður. Bæjarráð felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda og kanna möguleika að annari staðsetningu fyrir starfsemina.
3. liður. Bæjarráð fellst á tillögur hafnarstjórnar og vísar þeim til síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Erindi vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn. - 3. liður í 176. fundargerð umhverfisnefndar. 2003-11-0067.

Lögð fram bókun umhverfisnefndar við 3. lið í 176. fundargerð nefndarinnar, ásamt tillögu Svanlaugar Guðnadóttur frá fundi bæjarstjórnar þann 3. desember s.l., um vísan þessa liðar til bæjarráðs. Bókun umhverfisnefndar við erindið var svohljóðandi.
„Lagt fram bréf dagsett 14. nóvember 2003, frá Halldóri Antonssyni þar sem hann f.h. eigenda húseignarinnar að Aðalstræti 16, Ísafirði, fer fram á að lóðin að Aðalstræti 16 verði stækkuð þannig að göngustígur milli lóðanna að Aðalstræti 12 og 16 verði sameinaður lóðinni að Aðalstræti 16 og göngustígurinn þar með lagður af. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að göngustígur milli Sindragötu og Aðalstræti verði milli Sindragötu 4 og 6 og fyrir sunnan Aðalstræti 8.
Umhverfisnefnd leggur til að samið verði við Halldór og aðra eigendur að Aðalstræti 16, á þeim nótum sem fram kemur í bréfinu."

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnið verði eftir gildandi deiliskipulagi og að tillaga umhverfisnefndar frá 176. fundi nefndarinnar verði samþykkt.

4. Tillögu Ragnheiðar Hákonardóttur við 5. lið 364. fundargerðar bæjarráðs vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn.

Lögð fram svohljóðandi tillaga Ragnheiðar Hákonardóttur frá 151. fundi bæjarstjórnar, tillaga við 5. lið 364. fundar bæjarráðs. ,,Legg til við bæjarstjórn að hún feli bæjarstjóra að gera úttekt á þörf fyrir öldrunar- og hjúkrunarrými í Ísafjarðarbæ til næstu ára. Enn fremur verði kannað hverjir gætu komið að uppbyggingu og rekstri á hjúkrunar- og öldrunarheimili."

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna að undirbúningi málsins og koma með tillögu að skipan starfshóps í samráði við félagsmálanefnd.

5. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - október 2003. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. desember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - október 2003.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Samtaka um kvennaathvarf. - Umsókn um rekstrarstyrk. 2003-12-0022

Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf dagsett í nóvember 2003, þar sem samtökin óska eftir rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.- vegna Kvennaahvarfs. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

7. Bréf Íbúðalánasjóðs - Viðbótarlán 2004. 2002-09-0081.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði er varðar viðbótarlán á árinu 2004. Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbæ hefur verið veitt lánsheimild til veitingar viðbótarlána á komandi ári að upphæð kr. 65.000.000.-

Lagt fram til kynningar. Sent Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. til kynningar.

8. Bréf Íbúðalánasjóðs. - Lán til innlausnaríbúða. 2002-09-0081.

Lagt fram bréf frá Íbúðarlánasjóði dagsett 2. desember s.l., þar sem fram kemur að samþykkt hefur verið lánsumsókn Ísafjarðarbæjar um lán til innlausnar íbúða, sem breyta skal í leiguíbúðir. Lánsfjárhæð allt að kr. 6.000.000.-

Lagt fram til kynningar. Sent Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. til kynningar.

9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar. 2003-12-0021.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. desember s.l., varðandi reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar. Í bréfinu er leitað eftir ábendingum sveitarfélaga um þau atriði er varða gerð og framsetningu á fjárhagsáætlunum og reikningsskilum sveitarfélaga, sem að þeirra mati er rétt að laga, einfalda eða breyta.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu hjá bæjarstjóra.

10. Tvö bréf Umhverfisstofnunar. - Skertar endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiða. 2003-12-0020.

Lögð fram tvö bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 3. desember s.l., er varða skerðingu á endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna kostnaðar við eyðingu refa og minka. Fram kemur í þessum bréfum, að endurgreiðsla ríkisins sem verið hefur 50% af útlögðum kostnaði hefur verið lækkuð í 30% af kostnaði, þar sem áætlun í fjárlögum 2003 er ekki nægjanleg. Hvað Ísafjarðarbæ varðar nemur þessi skerðing á síðasta veiðiári um kr. 500.000.-

Bæjarráð mótmælir ofangreindri skerðingu og bendir á að hún sé ekki samræmi við stefnu umhverfisráðuneytisins í þessum málaflokki.
Bæjarráð samþykkir að á grundvelli ofangreindra upplýsinga verði hætt að greiða skotlaun fyrir eyðingu refa og minka, þar sem fjárhæð á fjárhagsáætlun ársins er að fullu nýtt.

11. Bréf umferðarnefndar kvennadeildar SVFÍ Ísafirði og félaga í Björgunarf. Ísafjarðar. - Vegrið á Suðureyri. 2003-12-0012.

Lagt fram bréf frá umferðarnefnd kvennadeildar SVFÍ Ísafirði og félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar dagsett 26. nóvember s.l., þar sem skorað er á yfirvöld Ísafjarðarbæjar að setja upp vegrið eða aðra hentuga vörn í brekkuna á Hjallavegi á Suðureyri.

Bæjarráð vísar bréfi kvennadeildar SVFÍ Ísafirði og Björgunarfélags Ísafjarðar til tæknideildar Ísafjarðarbæjar til skoðunar og mælist til að hálkuvörn verði sinnt með fullnægjandi hætti þar til viðeigandi lausn er fundin.

12. Bréf Jarðanefndar N-Ísafjarðarsýslu. - Jörðin Oddsflöt í Grunnavík. 2003-08-0027.

Lagt fram bréf Jarðanefndar N-Ísafjarðarsýslu gjört í byrjun Ýlis 2003, þar sem fram kemur að nefndin fellst fyrir sitt leyti á sölu afmarkaðrar landsspildu undir sumarbústað úr landi jarðarinnar Oddsflatar í Grunnavík, Jökulfjörðum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

13. Bréf Jarðanefndar N-Ísafjarðarsýslu. - Jörðin Neðri Engidalur í Skutulsfirði. 2003-10-0088.

Lagt fram bréf Jarðanefndar N-Ísafjarðarsýslu gjört í byrjun Ýlis 2003, þar sem fram kemur að nefndin fellst fyrir sitt leyti á sölu 25% eignarhluta í jörðinni Neðri Engidal í Skutulsfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

14. Bréf Landmælinga Íslands. - Endurmæling á grunnstöðvanetinu 2004. 2003-12-0017.

Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dgsett 28. nóvember s.l., er varðar endurmælingu á grunnstöðvanetinu árið 2004. Gert er ráð fyrir að endurmælingarnar fari fram í ágúst 2004 og að þær muni taka 14-18 daga. Til verksins þarf allt að 60-70 manns samtímis, ásamt búnaði. Leitað er til sveitarfélagsins um stuðning við að leggja til búnað og/eða mannskap.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar til úrvinnslu.

15. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Norræn sveitarstjórnarráðstefna 2004. 2003-12-0013.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. móttekið 2. desember s.l., varðandi norræna sveitarstjórnarráðstefnu á Hótel Nordica 13.-15. júní 2004. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má fá á heimasíðu ráðstefnunnar www.nordkonf.com.

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Álagningarprósenta útsvars. 2003-12-0025.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 4. desember s.l., er varðar álagningarprósentu útsvars fyrir tekjuárið 2004. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verður fyrir 1. desember 2003, að liggja fyrir ákvörðun sveitarfélaga um útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2004. Tilkynna verður fjármálaráðuneyti um ákvörðun eigi síðar en 15. desember 2003. Heimild til álagningar útsvar er að hámarki 13,03% og að lágmarki 11,24%

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

17. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. 2002-01-0192.

Lögð fram 78. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 27. október 2003.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:53

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.