Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

366. fundur

Árið 2003, mánudaginn 1. desember kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fjárhagsáætlun 2004. - Lögð fram drög að frumvarpi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram drög að frumvarpi fjárhagsáætlunar, fyrir bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnanir hans, fyrir árið 2004 og fór yfir helstu þætti þess.

Bæjarráð vísar drögum að frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, til fyrri umræðu á 151. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 3. desember n.k.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 24/10. 36. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 22/11. 37. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 25/11. 216. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 27/11. 21. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 26/11. 59. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
3. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga landbúnaðarnefndar verði samþykkt.
4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga landbúnaðarnefndar verði samþykkt.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Sorpeyðingargjöld á lögaðila 2004. 2003-11-0115.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 26. nóvember s.l., varðandi sorpeyðingargjöld á lögaðila 2004 og gjaldskrá fyrir sorpgjöld 2004. Bréfinu fylgja drög að álagningarlista sorpeyðingargjalda lagt á lögaðila 2004 (fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir). Jafnframt er tillaga að gjaldskrá fyrir sorpeyðingargjöld svo og sorpgjöld á íbúðir. Lagt er til að grunnur sorpeyðingargjalds verði kr. 20.000.-, sem er hækkun um kr. 500.- á milli ára. Sorphirðugjald verði kr. 11.000.- á íbúð, sem er hækkun um kr. 400.- á milli ára.

Bæjarráð mælir með samþykkt ofangreindrar gjaldskrár við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2004.

4. Bréf Samtakanna ´78. - Beiðni um fjárstyrk. 2003-11-0116.

Lagt fram bréf frá Samtökunum ´78 dagsett 24. nóvember s.l., þar sem samtökin óska eftir rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 25.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið, styrkur færist á 21-81-995-1.

5. Bréf Benedikte Thorsteinsson. - ,,Grænlenskar Nætur". 2002-11-0070.

Lagt fram bréf frá Benedikte Thorsteinsson dagsett 11. nóvember s.l., þar sem greint er frá kostnaði við að halda ,,Grænlenskar Nætur" á Flateyri s.l. sumar. Innkomið styrktarfé nægir ekki fyrir kostnaði og er því í bréfinu leitað til Ísafjarðarbæjar eftir fjárstuðningi við hátíðina.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

6. Bréf Skipulagsstofnunar. - Leiðbeiningar um gerð aðalskipulags. 2002-10-0101.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 24. nóvember s.l., er fjallar um leiðbeiningar um gerð aðalskipulags, ferli og aðferðir. Bréfinu fylgir leiðbeiningarit Skipulagsstofnunar um gerð aðalskipulags, þar sem fram koma tillögur að vinnuferli, aðferðum við greiningu forsenda og fl.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Bréf Félags heyrnarlausrs. - Umsókn um styrk. 2003-11-0113.

Lagt fram bréf frá Félagi heyrnarlausra dagsett 21. nóvember s.l., í bréfinu fer félagið fram á styrk frá Ísafjarðarbæ, til að leggja lið við að bæta stöðu heyrnarlausra í íslensku samfélagi.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. Ísafjarðarbær hefur með öðrum hætti stykt Félag heyrnarlausra á þessu ári.

8. Bréf félags áhugamanna um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar. - Beiðni um fjárstyrk. 2003-11-0101.

Lagt fram bréf frá félagi áhugamanna um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar dagsett 20. nóvember s.l., er varðar beiðni um styrk að upphæð kr. 520.000.- vegna gerðar útiaðstöðu til hátíðahalda í menningartengdri ferðamennsku á Þingeyri. Í bréfinu er að nokkru gerð grein fyrir hlutverki og markmiði þessa nýja félags og fylgja bréfinu samþykktir félagsins svo og hugmyndir um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.

9. Bréf Samtaka sveitarf. á köldum svæðum. - Fundargerð 7. ársfundar og fundargerðir stjórnarfunda. 2002-09-0099.

Lagt fram bréf Samtaka sveitarf. á köldum svæðum dagsett 20. nóvember s.l., ásamt fundargerð 7. ársfundar og fundargerðum stjórnar frá 25. september og 5. og 9. nóvember 2003.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Stígamóta. - Fjárbeiðni Stígamóta. 2003-11-0100.

Lagt fram bréf Stígamóta dagsett 21. nóvember s.l., þar sem stuttlega er greint frá starfi Stígamóta og fjölda þeirra einstaklinga er nýtt hafa sér þjónustu þeirra. Óskað er eftir fjárstuðningi sveitarfélaga landsins við starf Stígamóta. Kostnaðaráætlun ársins 2004 fylgir með bréfinu.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Skiptinámsdvöl í norrænum sveitarfélögum. 2002-10-0030.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. nóvember s.l., varðandi skiptinámsdvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum. Bréfinu fylgja frekari upplýsingar um skiptinámsdvöl ásamt umsóknareyðublaði, en umsóknarfrestur er til 3. desember n.k.

Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð Framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. 2002-06-0042.

Lögð fram fundargerð Framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá fundi þann 18. nóvember s.l., en á fundinn mættu fulltrúar Ísafjarðarbæjar og hreppsnefndar Súðavíkurhrepps.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf bæjarstjóra. - Almenningssamgöngur. 2003-12-0009.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. nóvember s.l., varðandi almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu óskar bæjarstjóri heimildar bæjarráðs fyrir að taka upp endurskoðun á ákvæðum samningsins, sérstaklega hvað varðar kostnað og akstursleiðir.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarstjóra um heimild til viðræðna við verktaka um endurskoðun á gildandi samningi um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

14. Bréf formanns bæjarráðs. - Skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar. 2003-02-0019.

Lagt fram bréf Guðna G. Jóhannessonar, formanns bæjarráðs, dagsett 28. nóvember s.l., varðandi skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar. Formanni bæjarráðs var falið að koma með tillögur að byggðamerki, staðfestingu á byggðamerki eða útboði á byggðamerki. Tillaga formanns bæjarráðs er sú að fram fari samkeppni um byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.
Skipuð verði fimm manna dómnefnd tilnefnd af bæjarstjórn og í henni eigi sæti fulltrúi frá Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og sýslumaður taki fimmta sætið í dómnefndinni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga formanns bæjarráðs verði samþykkt.

15. Bréf Fasteignasölunnar Frón, Reykjavík. - Forkaupsréttur jarðarhluta og fasteigna. Tekið inn á dagskrá með samþykki bæjarráðsmanna. 2003-12-0010.

Fram lagðir þrír kaupsamningar vegna sölu Finnboga Kristjánssonar kt. 101258-7699 til Snævars Guðmundssonar kt. 030756-2589 og Önnu Guðnýar Gunnarsdóttur kt. 061269-4019 á:
1. 50% eignarhluta í jörðinni Brekkur á Ingjaldssandi í Önundarfirði.
2. 50% eignarhluta í jörðinni Gerðhömrum í Dýrafirði ásamt hálfu sumarhúsi.
3. Húseignin 03 0101 að Gerðhömrum í Dýrafirði ásamt 9000 fm lóð með tilheyrandi girðingu ofl.

Borist hefur fyrirspurn um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar.

Bæjarráð óskar umsagnar jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.