Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

364. fundur

Árið 2003, mánudaginn 17. nóvember kl.15:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Þingeyri.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri mæta á fund bæjarráðs.

Til fundar við bæjarráð kl. 15:00 eru mættir fulltrúar íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, þeir Sigmundur Þórðarson, Sigþór Gunnarsson og Steinar R. Jónasson. Rætt um menningarmál, umhverfismál, íþrótta- og æskulýðsmál, einkum um 100 ára afmæli íþróttafélagsins Höfrungs á komandi ári, heilbrigðismál, atvinnumál o.fl.

2. Fulltrúar Fiskvinnslunnar Fjölnis á Þingeyri mæta á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs eru mættir, að ósk bæjarráðs, fulltrúar Fiskvinnslunnar Fjölnis á Þingeyri, þeir Páll Pálsson, Pétur Pálsson og Albert Sigurjónsson. Framangreindir aðilar veittu bæjarráði upplýsingar um stöðu fyrirtækisins nú og framtíðarhorfur.

3. Fulltrúi Sindrabergs á Ísafirði mætir á fund bæjarráðs.

Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Sindrabergs á Ísafirði, er mættur á fund bæjarráðs, til viðræðna um viðskipti fyrirtækisins við Ísafjarðarbæ svo og að veita almennar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málum Sindrabergs og Ísafjarðar-bæjar, út frá umræðum á fundinum og leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs.

4. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 7/11. 40. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Almannavarnanefnd 12/11. 41. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 12/11. 19. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 24/10. 1. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 11/11. 215. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 11/11. 181. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
13. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir byggingarnefnd íþróttahúss á Suðureyri, sem og tillögu um hvernig nefndin verði skipuð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 11/11. 83. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Samráðsfundur. 2003-11-0049.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 12. nóvember s.l., þar sem boðað er til samráðsfundar með fulltrúum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og hreppsefndar Súðavíkurhrepps þann 18. nóvember n.k. kl. 12:00 í fundarhergergi stofnunarinnar á 1. hæð heilsugæslu.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Ísafjarðar- bæjar.

6. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. - Fjárhagsmál.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, veitti bæjarráði upplýsingar um rekstrarstöðu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., Ísafirði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar staðfestir ábyrgð bæjarins á fjárhagslegum skuldbindingum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., þar sem það félag er alfarið í eigu og á ábyrgð Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf Djúp-Ís ehf., Ísafirði. - Umhverfismál við Sindragötu á Ísafirði.  2003-06-0057.

Lagt fram bréf frá Djúp-Ís ehf., Ísafirði, dagsett þann 10. nóvember s.l., er varðar umhverfismál í nágrenni við Krílið, Sindragötu 6, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar jafnfram eftir svari nefndarinnar við fyrra erindi bréfritara.

8. Bréf bæjartæknifræðings. - Hestamannafélagið Hending. 2003-11-0004.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 12. nóvember s.l., er varða tvö bréf Hestamannafélagsins Hendingar frá 29. október s.l., annað vegna niðurrifs á húsi og aðstöðu fyrir heyrúllur og hitt vegna lýsingar gatna og íþróttasvæðis í Engidal.
Bæjartæknifræðingur mælir ekki með niðurrifi hússins að Kirkjubóli VI, fyrr en fullreynt er með sölu þess og áframhaldandi uppbyggingu hverfisins samkvæmt deiliskipulagi og útkomu úr hættumati.
Varðandi lýsingu kemur fram í bréfi bæjartæknifræðings, að ekki sé gert ráð fyrir lýsingu á umrætt svæði í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

Bæjarráð hafnar beiðni hestamannafélagsins Hendingar um að nýta grunn Kirkjubóls VI í Engidal undir heyrúllur, þar sem grunnurinn er utan skipulagðar hesthúsabyggðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að húsið Kirkjuból VI í Engidal, verði rifið.

9. Bréf umhverfisráðuneytis. - Bærinn Seljaland í Skutulsfirði. 2003-09-0041.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 29. október s.l., er varðar leiðir til að tryggja öryggi íbúa á bænum Seljalandi í Skutulsfirði. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið telur að einungis verði mögulegt að tryggja öryggi íbúa nægjanlega með því að leggja búsetu af í húsinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafið verði uppkaupaferli varðandi bæinn Seljaland í Skutulsfirði.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Ísafjarðarbæjar í matsferlinu verði Björn Jóhannesson, hdl., Ísafirði.

10. Bréf verkefnisstjórnar átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga. 2003-11-0002.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga dagsett þann 28. október s.l., er varðar kynningarfundi um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga. Verkefnisstjórnin áformar að halda nú á næstu vikum nokkra kynningarfundi í öllum landshlutum um markmið átaksins og áætlaða framvindu þess.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Staða leigumarkaðar íbúðarhúsnæðis. 2003-11-0050.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 6. nóvember s.l., þar sem fram kemur að félagsmálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd, sem hefur fengið það hlutverk að yfirfara stöðu leigumarkaðar og gera tillögur um aukið framboð leiguíbúða. Í bréfinu er óskað eftir ákveðnum upplýsingum frá sveitarfélögum og berist svör við greindum spurningum í bréfinu til nefndarinnar fyrir 26. nóvember n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., Ísafirði.

12. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Ályktun frá formannafundi. 2003-11-0046.

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 12. nóvember s.l., þar sem greint er frá ályktun samþykktri á formannafundi HSV er haldinn var þriðjudaginn 11. nóvember s.l. Ályktunin er svohljóðandi.
,,Formannafundur HSV haldinn í Faktorshúsinu þriðjudaginn 11. nóvember 2003, samþykkir að fjármunir þeir sem fást fyrir uppkaup Ofanflóðasjóðs á Skíðheimum Seljalandsdal, renni í uppbyggingu skíðasvæðanna á Seljalandsdal og Tungudal. Formannafundurinn samþykkir jafnframt að fjármunirnir verði afhentir Skíðafélaginu til ráðstöfunar gegn framvísun áætlunar um ráðstöfun þeirra og skýrslu um framkvæmdir og fjárhagslegt uppgjör."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafið verði uppkaupaferli varðandi skíðaskálann á Seljalandsdal.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Ísafjarðarbæjar í matsferlinu verði Björn Jóhannesson hdl., Ísafirði.

13. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Endurgreiðsla virðisaukaskatts. 2002-10-0091.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 30. október s.l., er varðar endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.

Bæjarráð vísar bréfinu til slökkviliðsstjóra og fjármálastjóra.

14. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Málþing um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga. 2003-11-0047.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11. nóvember s.l., þar sem Samb. ísl. sveitarf. og félagsmálaráðuneytið í samvinnu við Samráðsnefnd um húsaleigubætur boða til málþings um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga. Málþingið verður haldið föstudaginn 28. nóvember n.k. á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Beiting sveitarfélaga til heimildar um niðurfellingu fasteignagjalda. 2003-03-0058.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 31. október s.l., varðandi könnun ráðuneytisins á beitingu sveitarfélaga á heimildarákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Samkvæmt ákvæðinu er sveitarfélögum heimilt að undanþiggja tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega frá greiðslu fasteignaskatts. Ráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um niðurstöður könnunarinnar og fylgir skýrslan hér með.

Bréfinu ásamt skýrslunni vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.

16. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Stefna í menningarmálum á Vestfjörðum. 2002-06-0055.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 30. október s.l., um stefnu í menningarmálum á Vestfjörðum og samstarfssamning sveitarfélaga. Í bréfinu og fylgigögnum þess eru sveitarfélögum kynntar lokatillögur vinnuhóps, sem unnið hefur að stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum. Hóðurinn var skipaður eftir samþykkt þar um á Fjórðungsþingi 2001.

Bæjarráð þakkar fyrir ofangreinda stefnumótun í menningarmálum og vísar henni til menningarmálanefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:26

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.