Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

363. fundur

Árið 2003, mánudaginn 10. nóvember kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 31/10.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 5/11. 18. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 4/11. 20. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 4/11. 94. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Listasafns Ísafjarðar 3/11.
Fundargerðinni vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2004.

2. Minnisblað byggingarfulltrúa. - Lóðamál á Flateyri. 2003-11-0010.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 5. nóvember s.l., er varðar lóðamál á milli Ránargötu 2 og 4 á Flateyri. Bréfinu fylgir uppdráttur af lóðum þessara húsa.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um lóðamál Ránargötu 2 og 4 á Flateyri.

3. Drög að þjónustusamningi við Skíðafélag Ísfirðinga.

Lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Skíðafélags Ísafjarðar, um þjónustuhús á Miðbrún á Seljalandsdal. Samningurinn hafi gildistíma fram í október árið 2008 og taki við af samningi sömu aðila frá 8. mars 2002.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

4. Drög að samningi við Boltafélag Ísafjarðar. - Torfnessvæðið.

Lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Boltafélags Ísafjarðar um umsjón og rekstur BÍ á endurbyggðu íþróttasvæði á Torfnesi ásamt sparkvöllum á Ísafirði. Jafnframt fylgir tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af svæðinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn með ábendingum bæjarráðs um leiðréttingar verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.

5. Bréf Hilmars Viktorssonar. - Norðurborg ehf. og fl. 2003-11-0012.

Lagt fram bréf frá Hilmari Viktorssyni f.h. Norðurborgar ehf. og Haraldar Á. Haraldssonar dagsett 29. október s.l., þar sem hann gerir grein fyrir greiðsluerfiðleikum ofangreindra aðila og beiðni um samkomulag um uppgjör skulda með 35% greiðslu höfuðstóls.

Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar bæjarlögmanns Andra Árnasonar hrl.

6. Bréf landbúnaðarráðuneytis. - Leigusamningur um Tjaldanes. 2003-11-0020

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneyti dagsett 5. nóvember s.l., varðandi leigu jarðarinnar Tjaldaness í Arnarfirði. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær samþykki meðfylgjandi leigusamning við Hallgrím Sveinsson, Hrafnseyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

7. Bréf Jónasar Matthíassonar. - Smiðjan á Þingeyri. 2003-04-0065.

Lagt fram bréf frá Jónasi Matthíassyni, Hafnarfirði, dagsett 1. nóvember s.l., varðandi ,,Smiðjuna á Þingeyri". Í bréfinu er óskað eftir svari við erindi er barst Ísafjarðarbæ með bréfi dagsettu 15. mars s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar. Jafnframt er greint frá viðhaldsframkvæmdum sem unnar hafa verið að undanförnu.

Bæjarráð leitar eftir tillögu hafnarstjórnar um hugsanlegar sjóvarnir við ,,Smiðjuna á Þingeyri".
Bæjarráð óskar jafnframt eftir tillögu frá tæknideild og umhverfisnefnd varðandi breytingar á götumynd.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar varðandi umsókn um fjárstyrk.

8. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 707. stjórnarfundar.

Lögð fram 707. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá fundi er haldinn var þann 17. október s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun fulltrúaráðsfundar.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 29. október s.l., þar sem boðað er til síðari fulltrúaráðsfundar Samb. ísl. sveitarf. þann 21. nóvember n.k. á Nordica Hótel í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður send út síðar. Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku berist skrifstofu Sambandsins sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.

10. Erindi Sindrabergs ehf., Ísafirði.

Lagt fram, sem trúnaðarmál, bréf frá Sindrabergi ehf., Ísafirði, dagsett 7. nóvember s.l.

Bæjarráð felur Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, ásamt Andra Andrasyni hrl., bæjarlögmanni, að skoða erindið og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð.

11. Íþróttasvæðið á Torfnesi. - Framkvæmdaskýrsla.

Lögð fram framkvæmdaskýrsla, um íþróttasvæðið á Torfnesi, Ísafirði, unnin af Jóhanni Birki Helgasyni hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ísafirði, í samráði við Sigurð Mar Óskarsson, bæjartæknifræðing og Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður er kr. 91.945.550.-

Bæjarráð vísar framkvæmdaskýrslunni til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

12. Bréf bæjarstjóra. - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2003.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. nóvember s.l., varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2003. Bréfinu fylgja vinnugögn varðandi endurskoðunina.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðun á rekstar- og fjárfestingaliðum í fjárhagsáætlun ársins 2003, að upphæð kr. 117.380.000.- verði samþykkt.
Auk þess verði kr. 20.000.000.-, sem liður í eflingu mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum, samþykktar sem lánveiting úr bæjarsjóði.
Bæjarráð leggur til að fjármögnun komi af eigin fé, nema hagstæðari lán séu fáanleg.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:12

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.