Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

362. fundur

Árið 2003, mánudaginn 3. nóvember kl.12:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti til fundar við bæjarráð og lagði fram vinnugögn er varða endurskoðun á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2003.

2. Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar-september 2003.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 31. október s.l., um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar-september 2003.
Lagt fram til kynningar.

3. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 15/10. 35. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 28/10. 214. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 28/10. 180. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 30/10. 58. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 29/10. 175. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Drög að samningi um þjónustuhús á Miðbrún, Seljalandsdal. 2002-02-0055.

Lögð fram ný drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Skíðafélags Ísafjarðar, um þjónustuhús á Miðbrún á Seljalandsdal. Drög að samningi þessum voru fyrir tekin í bæjarráði þann 27. október s.l., við afgreiðslu 19. fundargerðar íþrótta- og æskulýðsnefndar. Bæjarráð óskaði þá eftir að bæjarstjóri færi yfir samningsdrögin og legði að nýju fyrir bæjarráð.

Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir drögin og leggja fyrir bæjarráð.

5. Tvö bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði. 2002-10-0054. 2003-11-0034.

Lögð fram tvö bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu á Ísafirði, bæði dagsett þann 29. október s.l.
Annað bréfið varðar lýsingu við aðstöðu hestamanna í Engidal. Óskað er eftir að lokið verði við framkvæmdir varðandi lýsingu, svo m.a. íþróttasvæði félagsins nýtist sem best.
Hitt bréfið varðar niðurrif á húseign þeirri í Engidal er Ísafjarðarbær keypti af Aðalsteinari Ómari Ásgeirssyni vegna skipulagsbreytinga. Hestamannafélagið fer fram á styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 300.000.- til að rífa húsið. Fyrirhugað er að nýta grunn hússins undir heyrúllur fyrir hesthúsabyggðina sem er að rísa í Engidal.

Bæjarráð vísar bréfi Hendingar varðandi framkvæmdir við lýsingu til bæjartæknifræðings til úrvinnslu í samræmi við samning Ísafjarðarbæjar og Hendingar.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá bæjartæknifræðingi varðandi bréf Hendingar um niðurrif á fyrrum húseign Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar.

6. Bréf Lögsýnar ehf. - Forkaupsréttur að hluta jarðarinnar Neðri Engidals í Skutulsfirði. 2003-10-0088.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett þann 29. október s.l., varðandi fyrirspurn um hvort Ísafjarðarbær muni neita forkaupsréttar að 25% eignarhluta í jörðinni Neðri Engidal í Skutulsfirði. Bréfinu fylgir afrit af kaupsamningi.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar og sendir erindið til Jarðanefndar.

7. Bréf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum. - Umsóknir í Framkvæmdasjóð fatlaðra. 2003-10-0122.

Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum dagsett 29. október s.l., varðandi umsóknir í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð fatlaðra vegna úthlutunar fyrir árið 2004. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2003.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

8. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2004. 2003-10-0089.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 27. október s.l., varðandi almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla árið 2004. Í bréfinu er þess farið á leit að viðkomandi sveitarfélag láti sjóðnum í té upplýsingar, greindar í efni bréfsins, vegna áætlanagerðar um almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla fyrir árið 2004. Skilafrestur er eigi síðar en 17. nóvember n.k. Bréfinu fylgja sérstök eyðublöð vegna þessa.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

9. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Skólaakstur í dreyfbýli 2004. 2003-10-0031.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 24. október s.l., varðandi skólaakstur úr dreifbýli 2004. Með bréfinu fylgir eyðublað vegna umsóknar um framlög til rekstrar samkvæmt d. lið 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 113/2003 frá 12. febrúar 2003. Umsóknum ber að skila eigi síðar en 17. nóvember n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

10. Bréf Fiskvinnslunnar Fjölnis hf. - Upplýsingar vegna byggðakvóta. 2003-09-0106.

Lagt fram bréf frá Fiskvinnslunni Fjölni hf., Þingeyri, mótteknu 24. október s.l., þar sem félagið svarar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar frá 9. september s.l., varðandi landaðan og unnin afla hjá fyrirtækinu á Þingeyri. Óskað var eftir þessum upplýsingum í tengslum við úthlutun á byggðakvóta, sem farið hefur til fyrirtækisins undanfarin ár samkvæmt samkomulagi þar um.

Bæjarráð telur að Fiskvinnslan Fjölnir hf., Þingeyri, hafi samkvæmt fram lögðum upplýsingum staðið við skuldbindingar sínar með tilvísun til gildandi samnings um byggðakvóta.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.