Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

361. fundur

Árið 2003, mánudaginn 27. október kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 22/10. 17. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðurm.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 23/10. 19. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir samningsdrögin og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2. liður. Bæjarráð samþykkir drög að samningi við K.F.Í.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Sameiginleg búfjáreftirlitsnefnd Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps 22/10. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Gögn til bæjarráðs vegna 213. fundar félagsmálanefndar.

Lögð fram gögn varðandi 2., 8. og 10. lið í 213. fundargerð félagsmálanefndar frá 14. október s.l., en á síðasta fundi bæjarráðs þann 20. október s.l., var óskað eftir þessum gögnum.
Gögn varðandi 2. lið ofangreindrar fundargerðar varða reglur um daggjöld sjúkrastofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Gögn við 8. lið varða könnun á húsaleigubótum 2003. Gögn vegna 10. liðar er fundargerð 35. fundar þjónustuhóðs aldraðra í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð óskar eftir því að Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Hörður Högnason, formaður þjónustuhóps aldraðra, komi til fundar við bæjarráð til viðræðna um hjúkrunarrými fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ.

3 Bréf Stjörnubíla ehf. og Elíasar Sveinssonar. – Almenningssamgöngur. 2003-10-0053.

Lagt fram bréf frá Stjörnubílum ehf., Ísafirði og Elíasi Sveinssyni, Ísafirði, dagsett 21. október s.l., er varðar almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er spurst fyrir um hvort og þá hvenær verði efnt til útboðs vegna almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ. Svar óskast við fyrirspurninni innan mánaðar frá dagsetningu bréfsins.

Bæjarráð bendir á að núgildandi samningur er til ársloka 2004, með heimild til handa Ísafjarðarbæjar um framlengingu til 12 mánaða, eða til ársloka 2005.
Bæjarráð telur ótímabært að taka ákvörðun um hvenær eða með hvaða hætti efnt verði til nýs útboðs.

4. Bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna. – Umsókn um styrk. 2003-10-0049.

Lagt fram bréf frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dagsett 15. október s.l., þar sem stuttlega er greint frá líðandi starfsári. Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 2.000.000.-

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar og atvinnumálanefndar.

5. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. – Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 20. október s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 17. október 2003. Fundargerðinni fylgir fjárhagsáætlun ársins 2004, sem tekin var fyrir á fundinum og samþykkt. Jafnframt voru á fundinum lögð fram drög að breyttri gjaldskrá, þar sem bætt er við atvinnugreinum.
Sveitarfélög þurfa að samþykkja fjárhagsáætlunina fyrir árið 2004, ásamt drögum að nýrri gjaldskrá. Óskað er eftir að hugsanlegar athugasemdir sveitarfélaga berist eftirlitinu fyrir 1. desember n.k.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun HV og drögum að breyttri gjaldskrá til fjármálastjóra til umsagnar.

6. Bréf Ingu V. Einarsdóttur. – Heimasíðan Tákn með tali. 2003-10-0047.

Lagt fram dreifibréf frá Ingu Vigdísi Einarsdóttur, Seilugranda 6, Reykjavík, dagsett 13. október s.l., varðandi gerð heimasíðunnar ,,Tákn með tali", sem er fræðsluvefur fyrir börn með mál- og talörðugleika og aðstandendur þeirrra. Í bréfinu er gerð nokkur grein fyrir hugmyndinni og leitað eftir stuðningu. Bréfinu fylgja frekari upplýsingar um verkefnið.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

7. Bréf Þingeyrarsafnaðar. – Styrkbeiðni. 2002-11-0048.

Lagt fram bréf ásamt greinargerð og ársreikningi 2002, frá sóknarnefnd Þingeyrarkirkju f.h. Þingeyrarsafnaðar dagsett þann 14. október s.l., varðandi styrkbeiðni vegna endurbóta á Þingeyrarkirkju og umhverfi hennar, að upphæð kr. 3.000.000.-. Bréfið er undirritað af sóknarnefnd, formanni endurbótanefndar og sóknarpresti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa bréfritara.

8. Bréf íbúa í Hnífsdal. – Tómstundahús fyrir unga krakka. 2003-10-0059.

Lagt fram bréf undirritað af fimm ungum íbúum í Hnífsdal dagsett 20. október s.l., er varðar tómstundahús fyrir unga krakka er langar til að hittast nokkra daga í viku og hafa góðar stundir saman. Um er að ræða félagsmiðstöð eða tómstundahús og hafa ungmennin einkum húsnæði barnaskólans í Hnífsdal í huga.

Bæjarráð felur íþrótta- og æskulýðsnefndar að skoða málið í samráði við Íbúasamtökin í Hnífsdal.

9. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. 2002-01-0142.

Lögð fram 77. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 8. september 2003.
Lagt fram til kynningar.

10. Fundarboð og dagskrá fundar Samtaka sveitarf. á köldum svæðum.  2003-10-0051.

Lagt fram fundarboð og dagskrá fundar Samtaka sveitarf. á köldum svæðum, fundar sem haldinn verður þann 6. nóvember n.k. í G-sal á 2. hæð Nordica Hótels, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.