Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

357. fundur

Árið 2003, mánudaginn 29. september kl.17:30 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 24/9. 14. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 23/9. 178. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 24/9. 93. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
1. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga menningarmálanefndar um samþykkt fyrir Ljósmyndasafn Ísafjarðar verði samþykkt.
4. liður. Bæjarráð vísar skoðun erindisins til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
5. liður. Umsókn um styrk í verkefnið ,, Hús og fólk". Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Drög að samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ. 2003-03-0034.

Lagt fram bréf undirritað af Ara Sigurjónssyni, nefndarmanni í landbúnaðarnefnd og Þóri Erni Guðmundssyni, starfsmanni landbúnaðarnefndar, dagsett 23. september s.l., er varðar húsdýrahald og þó einkum kattahald. Með bréfinu fylgja drög að samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ, unnin af bæjarritara og yfirfarin af Antoni Helgasyni, heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða.
Jafnframt er lögð fram í bæjarráði ályktun vegna dráps á köttum, flutt af Magnúsi Reyni Guðmundssyni á 147. fundi bæjarstjórnar og er vísað var til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar drögum að samþykkt um kattahald til bæjarstjóra til frekari vinnslu.

3. Tónlistarskólamál. - Málinu vísað frá 147. fundi bæjarstjórnar.  2003-04-0017.

Á 147. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 25. september s.l., var svohljóðandi tillögu bæjarráðs við 13. lið. 176. fundargerðar fræðslunefndar vísað aftur til bæjarráðs. ,, Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar verði felld, enda eigi verkefnið alfarið að vera á hendi ríkisins."
Jafnframt var meðfylgjandi tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar að bókun við þann lið, vísað til bæjarráðs.

Meirihluti bæjarráðs frestar afgreiðslu þessa liðar þar sem beðið er eftir væntanlegum gögnum frá Samb. ísl. sveitarf. er tengjast málinu.

Bryndís Friðgerisdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu með greinargerð undir þessum dagskrárlið. ,,Legg til að bæjarstjórn samþykki tilllögu fræðslunefndar um að styðja þá framhaldsskólanemendur sem lögheimili eiga í Ísafjarðarbæ og stunda tónlistarnám í Reykjavík."
Greinargerð. Það er bagalegt að bæjarráð ætli að láta þá deilu sem skapast hefur milli ríkis og sveitarfélaga varðandi þennan málaflokk bitna á nemendum sem sumir hverjir eiga langt tónlistarnám að baki. Er þetta sú hvatning sem "menningarbærinn" Ísafjarðarbær vilja senda þeim ungmennum sem í dag stunda tónlistarnám í bæjarfélaginu?
Hér er um að ræða ástand sem skapast hefur þrátt fyrir langt samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum sem rekja má aftur til ársins 1998. Það er skilningur sveitarfélaga sbr. ábendingu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 22. sept sl. að þessi málaflokkur eigi að vera á höndum ríkisins. Nú liggur fyrir að niðurstaða síðustu viðræðunefndar varðandi ofangreint mál verði skilað eigi síðar en 1. nóvember 2003.
Er því skorað á bæjarstjórn að hafna ekki þeim framhaldsskólanemendum sem hugsanlega hyggjast stunda tónlistarnám í Reykjavík en skora þess í stað á menntamálaráðuneytið að koma til móts við sveitarfélögin í landinu tafarlaust.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, óskaði svohljóðandi bókunar undir þessum dagskrárlið. ,,Bæjarstjóri upplýsir að engin umsókn hefur borist frá tónlistarnemum í Reykjavík vegna tónlistarnáms þar. Þeir sem stunda nám í Listaháskóla Íslands stunda þar tónlistarnám sem er á vegum ríkisins og þurfa þ.a.l. ekki á niðurgreiðslu frá sínu löheimilissveitarfélagi að halda."

4. Bréf formanns menningarmálanefndar. - Rekstur Safnahúss Eyrartúni. 2003-09-0082.

Lagt fram bréf frá formanni menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar dagsett 24. september s.l., varðandi rekstur Safnahúss Eyrartúni og aukinn kostnað vegna aukinnar aðsóknar, þjónustu og viðveru starfsmanna.

Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2003 og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2004.

5. Bréf bæjartæknifræðings. - Sala jarðarhluta úr landi Granda. 2003-05-0062.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 18. september s.l., varðandi fyrirspurn til tæknideildar um fyrirhugaða sölu jarðarhluta úr landi Granda í Dýrafirði. Eftir að hafa skoðað umbeðin gögn varðandi sölu jarðarhlutans gerir tæknideild ekki athugasemdir við söluna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við sölu jarðarhlutans.

6. Samningur um veitta þjónustu vegna þjónustuíbúða á Tjörn, Þingeyri. 2003-06-0058.

Lagður fram samningur um veitta þjónustu vegna þjónustuíbúða á Tjörn, Þingeyri, dagsettur þann 16. september s.l. og undirritaður af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og Þresti Óskarssyni, framkvæmdastjóra, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

7. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - júlí 2003. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 25. september s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar Ísafjarðarbæjar mánuðina janúar - júlí 2003.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:15

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.