Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

356. fundur

Árið 2003, mánudaginn 22. september kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Í upphafi fundar minntist Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, Kristins Jóns Jónssonar, fyrrum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, en Kristinn Jón lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt föstudagsins 19. september s.l.
Bæjarráð vottar aðstandendum samúð.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 17/9. 13. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 13/9. 211. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 16/9. 212. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 16/9. 80. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Virðisaukaskattsuppgjör hafna. 2003-09-0056.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 15. september s.l., varðandi virðisaukaskattsuppgjör hafna. Bréfinu fylgir afrit af bréfi ríkisskattstjóra frá 2. september s.l., þar sem ríkisskattstjóri svarar erindi sambandsins, þar sem óskað var eftir áliti embættisins á fyrirkomulagi á innheimtu virðisaukaskatts hjá höfnum.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra og hafnarstjóra.

3. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Staða húsnæðismála. 2003-09-0007.

Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 10. september s.l., þar sem Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri, gerir að beiðni bæjarráðs grein fyrir stöðu húsnæðismála og öðrum atriðum er heyra undir Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Rana ehf. - Forkaupsréttur að Mýrarfelli ÍS 123. 2003-09-0062.

Lagt fram bréf frá Rana ehf., Þingeyri, dagsett 12. september s.l., þar sem óskað er eftir svari frá Ísafjarðarbæ um hvort bærinn muni neyta forkaupsréttar við fyrirhugaða sölu á bátnum Mýrarfelli ÍS 123, skipaskrárnúmer 1811. Söluverð bátsin er kr. 18 millj. Aflahlutdeild og aflamark fylgja ekki við sölu bátsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttar verði ekki neytt.

5. Bréf umhverfisráðuneytis. - Snjóflóðavarnir Fremstuhúsa Dýrafirði. 2002-04-0064.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 10. september s.l., varðandi snjóflóðavarnir við Fremstuhús í Dýrafirði. Í bréfinu kemur fram að erindi Ísafjarðarbæjar um varnir fyrir um kr. 20 milljónir er vísað til baka, þar sem með tilvísun til skýrslu ráðgjafa er unnt að tryggja nægjanlegt öryggi fólks í íbúðarhúsnæðinu með verulega minni kostnaði ef beitt er eftirliti og rýmingum eða um kr. 4,2 milljónum.

Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis til bæjartæknifræðings til frekari úrvinnslu.

6. Könnun á umfangi samvinnu sveitarfélaga. 2003-09-0063.

Lögð fram skýrsla um könnun á umfangi samvinnu sveitarfélaga unnin af Róberti Ragnarssyni, skýrslan er meistaraprófsritgerð hans í stjórnmálafræði.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Guðbjarnar Jónssonar. - Styrkbeiðni. 2003-09-0064.

Lagt fram bréf Guðbjarnar Jónssonar, Haukshólum 6, Reykjavík, dagsett 17. september s.l., þar sem hann óskar eftir styrk vegna dreifingar bókar sinnar ,,Sjórnkerfi fiskveiða í nærmynd". Áætlaður kostnaður við dreifingu bókarinnar til þingmanna, varaþingmanna og stjórnsýslunnar er um kr. 200.000.-

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:48

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.