Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

354. fundur

Árið 2003, mánudaginn 8. september kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 29/8. 33. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. tölul. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 4/9. 12. fundur.
Fundargerðin er í einum málslið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 26/8. 209. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 2/9. 210. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 4/9. 16. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til viðræðna á fund bæjarráðs er mættur Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
1. tölul. Bæjarráð telur tillöguna of seint fram komna þar sem skólastarf er hafið og samþykkir að Grunnskóli Súðavíkur haldi þeim tímum í Sundhöll Ísafjarðar sem úthlutað var í júní s.l.
2. tölul. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta bæjarráðsfundar og felur bæjarstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara samningsins m.t.t. umræðna á fundinum.

Landbúnaðarnefnd 4/9. 57. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

Umhverfisnefnd 4/9. 172. fundur.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi, tilkynnir að varafulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfisnefnd er Helga Björk Jóhannsdóttir þar sem Sæmundur Þorvaldsson aðalmaður í umhverfisnefnd er í tímabundnu leyfi.
Fundargerðin er í níu liðum.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

2. Rósamunda Jóna Baldursdóttir - hundaleyfisgjald. 2003-09-0011.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Rósamundu Jónu Baldursdóttur, dagsett 5. ágúst s.l., þar sem hún óskar eftir niðurfellingu á hundaleyfisgjaldi fyrir lögregluhundinn Dofra.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.

3. Stefán Þórarinsson – byggðakvóti 2003-2004.

Lagt fram bréf frá Stefáni Þórarinssyni, ráðgjafa hjá Nýsi ehf, dagsett 1. sept. s.l., varðandi úthlutun á byggðakvóta Ísafjarðarbæjar 2003-2004.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um ráðstöfun kvótans á liðnu fiskveiðiári og gera því grein fyrir niðurstöðunum.

4. Orkubú Vestfjarða hf – fundarboðun. 2003-09-0010.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Haraldssyni, orkubússtjóra, dagsett 3. sept. s.l., þar sem boðað er til samráðs- og upplýsingafundar um starfsemi Orkubús Vestfjarða hf föstudaginn 12. sept. nk. kl. 14.00 í fundarsal félagsins að Stakkanesi 1, Ísafirði.

Formaður bæjarráðs lagði til að bæjarstjóri og bæjarráðsmenn mæti á fundinn. Tillagan samþykkt.

5. Bæjarstjóri – reglugerð um úthlutun byggðakvóta 2003-2004.

Lögð fram reglugerð nr. 596 frá 8. ágúst 2003 um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum.

Lagt fram til kynningar.

6. Samband ísl. sveitarfélaga – fundargerð 705. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 705. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:18.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.