Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

352. fundur

Árið 2003, mánudaginn 18. ágúst kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 12/8. 208. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 12/8. 176. fundur.
Fundargerðin er í 14. liðum.
Þar sem ófullnægjandi bókanir eru við nær öll erindi 176. fundargerðar fræðslunefndar frestar bæjarráð afgreiðslu hennar og felur bæjarritara að kalla eftir ítarlegri upplýsingum um innihald erinda frá formanni nefndarinnar.

2. Bréf bæjartæknifræðings. - Skólaakstur í Dýrafirði. 2003-08-0008.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 15. ágúst s.l., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í skólaakstur í Dýrafirði.
Eftirfarandi tilboð bárust:
F&S hópferðabílar ehf. kr. 3.660.540.-
Stjörnubílar ehf. kr. 3.803.800.-
Steinþór A. Ólafsson. kr. 3.902.600.-
Jón Reynir Sigurðsson. kr. 4.602.000.-
Í bréfinu leggur bæjartæknifræðingur til að samið verði við lægstbjóðanda F&S hópferðabíla ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. Útboðsgögn gera ráð fyrir samningi til næstu tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við F&S hópferðabíla ehf., um skólaakstur í Dýrafirði næstu tvö skólaár.

3. Bréf Jarðanefndar Vestur-Ísafjarðarsýslu. - Jörðin Grandi í Dýrafirði. 2003-08-0002. 2003-05-0062.

Lagt fram bréf frá Jarðanefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu dagsett 30. júlí s.l., þar sem fram kemur að jarðanefndin samþykkir fyrir sitt leyti sölu á landi undir sumarbústað úr landi jarðarinnar Granda í Dýrafirði.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir svari tæknideildar um umsögn vegna erindis Svanbergs R. Gunnlaugssonar frá 17. maí s.l., varðandi ofangreinda sölu.

4. Bréf Marinós Hákonarsonar. - Hesthús á Búðartúni í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Marinó Hákonarsyni, Ísafirði, dagsett 5. ágúst s.l., er varðar hugsanlegar sölur hesthúsa á Búðartúni í Hnífsdal og þá stefnu Ísafjarðarbæjar að koma hestahaldi á Ísafirði á einn stað í Engidal í Skutulsfirði. Óskað er eftir svörum frá bæjaryfirvöldum um hvort til greina komi að Ísafjarðarbær komi til móts við húseigendur á Búðartúni um flutning á aðstöðu hestamanna þaðan og inn í Engidal, það er velli og hús, eða verður samið að nýju við húseigendur um nýja lóðaleigusamninga þegar þeir sem nú eru í gildi eru útrunnir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjartæknifræðingi, að ræða við fulltrúa frá Hestamannafélaginu Hendingu um efni erindisins.

5. Bréf Valdimars Steinþórssonar. - Stíflumannvirki á Dagverðardal.

Lagt fram bréf frá Valdimar Steinþórssyni, Ísafirði, dagsett 28. júlí s.l., þar sem hann segir upp leigusamningi sínum við Ísafjarðarbæ dagsettum 15. desember 2000, um stíflumannvirki á Dagverðardal. Niðurstaða vatnsmælinga og aðrir umhverfisþættir hafa gefið til kynna að ekki reynist hagkvæmt að virkja þar.

Bæjarráð samþykkir uppsögn Valdimars á ofangreindum leigusamningi.

6. Bréf Impru nýsköpunarmiðstöðvar. - Brautargengi 2003.

Lagt fram bréf Impru nýsköpunarmiðstöð dagsett 15. ágúst s.l., þar sem aftur er óskað eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við verkefnið Brautargengi 2003, vegna væntanlegs námskeiðs fyrir konur, er fyrirhugað er að halda á Ísafirði. Markmið verkefnisins er að þátttakendur kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis og þeirra þátta sem koma að fyrirtækjarekstri. Óskað er eftir styr að upphæð kr. 50.000.- fyrir hvern þátttakanda, en alls er reiknað með 6 þátttakendum.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til frekari skoðunar.

7. Bréf Lögsýnar ehf. - Sala landshluta úr jörðinni Oddsflöt í Grunnavík.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett þann 15. ágúst s.l., þar sem leitað er eftir samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir sölu á afmarkaðri landspildu undir sumarbústað úr landi jarðarinnar Oddsflatar í Grunnavík. Meðfylgjandi er afrit af afsali.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagnar jarðanefndar varðandi erindið.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 188. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. ágúst s.l., ásamt 188. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga, en fundurinn var haldinn þann 13. ágúst s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla janúar - júní 2003. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 15. ágúst s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - júní 2003.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.