Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

349. fundur

Árið 2003, mánudaginn 21. júlí kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 17/7.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna skýrslu Netheima ehf., um Atvinnulífskönnun í Ísafjarðarbæ 2003 og væntir þess að hún nýtist atvinnumálanefnd til áframhaldandi vinnun nefndarinnar við stefnumótun í atvinnumálum.
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd að stefna beri að að gera könnun sem þessa með reglulegu millibili.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 11/7. 9. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 9/7. 175. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um ráðningu Ellerts A. Erlingssonar, sem skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri frá 1. ágúst n.k.
2. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um ráðningu Elsu Maríu Thompson, sem leikskólastjóra leikskólans Laufás á Þingeyri frá 1. ágúst n.k. til eins árs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 8/7. 15. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
5. liður. Bæjarráð bendir á að átt er við þrif og gæslu við og eftir kappleiki.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kosning í byggingarnefnd Byggðasafns Vestfjarða. 2002-08-0068.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í byggingarnefnd fyrir nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða. Frá meirihluta bæjarstjórnar Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Björgmundur Ö. Guðmundsson, sem aðalmenn og Borgný Gunnarsdóttir og Geir Sigurðsson, sem varamenn. Frá minnihluti bæjarstjórnar Sigmundur Þórðarson, sem aðalmaður og Sigurður Pétursson, sem varamaður.

Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast því ofangreindir aðilar rétt kjörnir í byggingarnefnd Byggðasafns Vestfjarða.

3. Bréf Lögsýnar ehf. - Skógræktarfélag Ísafjarðar. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 4. júlí s.l., f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, þar sem fram kemur að Skógræktarfélagið lítur svo á að komið sé á samkomulag á milli þess og Ísafjarðarbæjar um bætur trjáplantna vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla. Samkomulagið sé byggt á matsgerð frá 25. júní s.l., að upphæð kr. 1.274.650.- Í bréfinu kemur jafnframt fram að Skógræktarfélagið getur ekki samþykkt að bótagreiðslur Ísafjarðarbæjar séu háðar afstöðu þriðja aðila, það er Framkvæmdasýslu ríkisins eða Ofanflóðasjóði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Skógræktarfélagsins.

4. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Skíðheimar Seljalandsdal. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 8. júlí s.l., þar sem greint er frá bókun stjórnarfundar þann sama dag varðandi Skíðheima á Seljalandsdal. Bókunin er svohljóðandi. ,,Á fundi sínum 8. júlí 2003 samþykkir stjórn HSV að láta rífa Skíðheima, ef tilskilin leyfi fást og greiðsla fyrir skálann liggi fyrir."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

5. Bréf Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, beiðni um tímabundið leyfi.   2003-07-0025.

Lagt fram bréf frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, Lyngholti í Dýrafirði, dagsett þann 11. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tímabilið 15. júlí 2003 til 1. mars 2004.

Bæjarráð samþykkir beiðni Sæmundar Kr. Þorvaldssonar.

Beiðni kom fram frá S-lista að Jóna Símonía Bjarnadóttir tæki sæti sem varamaður fyrir Jónínu Ólöfu Emilsdóttur þar sem Jónína Ólöf verður aðalmaður tímabilið 15. júlí 2003 til 1. mars 2004.

Bæjarráð samþykkir beiðni S-lista.

6. Umsókn um ívilnun á greiðslu fasteignagjalda. (Trúnaðarmál.) 2003-01-0020.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. júlí s.l., þar sem hann óskar heimildar bæjarráðs fyrir niðurfellingu fasteignaskatts og sorpgjalds vegna einstaklings í Ísafjarðarbæ. Um er að ræða fjárhæð að upphæð samtals kr. 28.259.-

Bæjarráð samþykkir beiðni um niðurfellingu ofangreindra gjalda í formi styrks.

7. Almenningssamgöngur. - Undirskriftalisti íbúa Suðureyrar. 2003-07-0030.

Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum Suðureyrar móttekinn þann 7. júlí s.l., þar sem óskað er eftir fjölgun ferða almenningsvagna á leiðinni milli Ísafjarðar og Suðureyrar. Um er að ræða eina ferð á dag, frá Ísafirði kl. 12:00 og frá Suðureyri kl. 12:30

Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á ferðum og ferðafjölda almenningsvagna frá Ísafirði til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar, fyrir skólatíma á komandi hausti.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

8. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Fréttabréf vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 2003-04-0077.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis til sveitarfélaga dagsett 7. júlí s.l., er varðar upplýsingar um framlög til jöfnunar tekjutaps vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2003, umsókn um húsaleigubætur vegna II. ársfjórðungs 2003 og nýjunga á netinu, áskrift að fréttum og tilkynningum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf undirbúningsnefndar Unglingalandsmóts UMFÍ 2003. - Almenningssamgöngur um verslunarmannahelgina. 2003-07-0033.

Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ 2003 dagsett 18. júlí s.l., varðandi akstur strætisvagna í tengslum við unglingalandsmótið þann 1.-3. ágúst n.k. Gert er ráð fyrir mikilli umferð einkabíla um þessa helgi einkum frá tjaldsvæðum í botni Skutulsfjarðar. Til að koma í veg fyrir eða draga verulega úr þeirri umferð er óskað eftir að komið verði upp strætisvagnaferðum úr botni Skutulsfjarðar í miðbæ Ísafjarðar þessa daga frá kl. 7:00 að morgni til kl.00:30 að kvöldi. Best væri að hafa ferðirnar á 20-30 mín. fresti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna framkvæmd þess og hver væri kostnaður við að koma upp slíkum ferðum yfir mótsdagana 1.-3. ágúst n.k. og leggja fyrir fund bæjarráðs á komandi mánudag.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

10. Bréf Fornleifaverndar ríkisins. - Kynning starfsemi. 2003-07-0032.

Lagt fram bréf frá Fornleifavernd ríkisins dagsett 14. júlí s.l., þar sem stofnunin gerir grein fyrir tilvist sinni og hlutverki. Í bréfinu er sérstök athygli vakin á að öll ákvarðanataka, sem lýtur að meðferð fornleifa í skipulags- og umhverfismatsmálum, er á höndum Fornleifaverndar ríkisins. Starfsmenn Fornleifaverndar veita hlutaðeigandi aðilum m.a. ráðgjöf í skráningar-, skipulags- og umhverfismatsmálum.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til menningarmálanefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:13

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.