Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

347. fundur

Árið 2003, mánudaginn 30. júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs samkvæmt 52. grein bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 26. júní s.l., voru eftirtaldir aðilar kjörnir í bæjarráð Ísafjarðarbæjar til eins árs.

Aðalmenn: Birna Lárusdóttir, Bryndís G. Friðgerisdóttir og Guðni G. Jóhannesson.
Varamenn: Lárus G. Valdimarsson, Ragnheiður Hákonardóttir og Svanlaug Guðnadóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Magnús Reynir Guðmundsson.

Tillaga kom fram frá Birnu Lárusdóttur um að Guðni G. Jóhannesson verði næsti formann bæjarráðs og var það samþykkt samhljóða. Guðni G. Jóhannesson kom fram með þá tillögu að Birnu Lárusdóttur verði næsti varaformaður bæjarráðs og var það samþykkt samhljóða.

2. Byggðasafn Vestfjarða. - Jón Sigurpálsson og Heimir Hansson komu til fundar bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs eru mættir þeir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða og Heimir Hansson, safnvörður Byggðasafns Vestfjarða, til viðræðna um Byggðasafn Vestfjarða og nýbyggingu Byggðasafnsins í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir að á næsta fundi verði skipuð byggingarnefnd vegna nýbyggingar Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði.

3. Fundargerðir nefnda.

Nefnd um uppbyggingu íþróttasvæðisins á Torfnesi 19/6. 4. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 24/6. 170. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir staðsetningu minnisvarða um vélvæðingu bátaútgerðar á Ísafirði, milli Skutulsfjarðarbrautar og Vallartúns innan við íþróttavelli á Torfnessvæði.
6. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
Fundargerðin staðfest í heild sinni.

4. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Nýbygging Byggðasafns Vestfjarða. 2002-08-0068.

Lagt fram bréf frá bæjarstjóranum í Bolungarvík dagsett 25. júní s.l., þar sem kynnt er samþykkt bæjarráðs Bolungarvíkur varðandi nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað. Í bókun bæjarráðs Bolungarvíkur kemur fram að Bolungarvíkurkaupstaður telur sér ekki fært að fjármagna nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða vegna mikils kostnaðar við uppbyggingu safna í Bolungarvík. Jafnframt bendir bæjarráð Bolungarvíkur á að við uppbyggingu í Ósvör hefur skapast aðstaða til að sýna muni frá Byggðasafni Vestfjarða þar.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu Bolungarvíkurkaupstaðar gagnvart nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Bæjarráð bindur enn vonir við að koma megi á starfhæfri stjórn fyrir Byggðasafns Vestfjarða með þátttöku fulltrúa allra eigenda.

5. Bréf átakshóps um mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram bréf undirritað af Árna Brynjólfssyni, Vöðlum í Önundarfirði, fyrir hönd átakshóps um mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Erindi bréfsins er afgreiðsla á fjárstuðningi við átaksverkefnið um mjólkurframleiðslu. Í bréfinu er óskað eftir að gengið verði frá nánari útfærslu á stuðningi við þá aðila er hefja framkvæmdir á þessu ári, en það er á jörðunum Birkihlíð/Botni í Súgandafirði, Hóli og Vöðlum í Önundarfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

6. Samningur við Icelandic Geographic um Vestfirði.

Lagður fram samningur Ísafjarðarbæjar og Íslandskynningar ehf., dagsettur 20. júní s.l., er varðar vinnslu sérrits af Icelandic Geographic, sem fjallar um Vestfjarðasvæðið. Prentuð verða ein 10.000 eintök og ber Ísafjarðarbær kostnað af þeirri prentun sem áætlaður er kr. 1.500.000.- auk virðisaukaskatts. Prentun ritsins skal lokið eigi síðar en 31. maí 2004. Samningurinn er undirritaður af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning Ísafjarðarbæjar við Íslandskynningu ehf., Kópavogi. Samningnum vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

7. Bréf samgönguráðuneytis. - Fjármögnun kaupa á hafsögubát. 2002-11-0064.

Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu dagsett 20. júní s.l., varðandi umsókn Ísafjarðarbæjar um styrk, samkvæmt nýsamþykktum hafnarlögum nr. 61/2003, til kaupa eða byggingar á hafsögubáti fyrir Ísafjarðarhöfn. Gildandi fjögura ára samgönguáætlun 2003-2006 verður ekki endurskoðuð fyrr en á næsta ári. Ráðuneytið metur verkefni þetta mikilvægt og er tilbúið til að beita sér fyrir að koma kaupum eða smíði hafsögubáts fyrir á fjögurra ára samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar.

Bæjarráð vísar bréfi samgönguráðuneytis til hafnarstjórnar.

8. Afrit bréfs Fasteignamats ríkisins til Jöfurs hf. - Endurmat fasteigna. 2003-06-0072.

Lagt fram afrit af bréfi Fasteignamats ríkisins dagsett 23. júní s.l., til Jöfurs hf., Lágmúla 7, Reykjavík, er varðar endurmat fasteigna að Sundstræti 36, Ísafirði, fastanúmer 212-0602. Lækkun fasteignamats nemur í heild um einum fjórða af fyrra fasteignamati.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að fá frekari skýringar á endurskoðun fasteignamats vegna Sundstrætis 36, Ísafirði.

9. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Lánveitingar 2003. 2002-01-0018.

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dagsett 8. maí s.l., þar sem fram kemur að stjórn sjóðsins hafi á fundi sínum þann 29. apríl s.l., tekið fyrir umsókn Ísafjarðarbæjar um lán og samþykkt að veita sveitarfélaginu lán úr sjóðnum á árinu 2003 samtals að upphæð kr. 40 milljónir. Til framkvæmda við grunnskóla fara kr. 12 milljónir, til gatna- og holræsagerðar fara kr. 11 milljónir og til annars kr. 17 milljónir. Lánið ber 4,5% vexti og er bundið vísitölu neysluverðs og til allt að 10 ára.

Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar bréfinu til fjármálastjóra.

10. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til Samb. ísl. sveitarf. - Endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna sérfræðiþjónustu. 2003-06-0076.

Lagt fram afrit bréfs Ísafjarðarbæjar dagsett 26. júní s.l., til Samb. ísl. sveitarf. er varðar heimild sveitarfélaga til endurgreiðslu á virðisaukaskatti af sérfræðiþjónustu. Í bréfinu kemur fram að ríkisskattstjóri virðist vera að boða á upplýsingavef RSK, breytingar er varða endurgreiðslur á virðisaukaskatti af sérfræðiþjónustu og geta þær breytingar kostað sveitarfélögin í landinu tugi ef ekki hundruðir milljóna króna á ári hverju.

Lagt fram til kynningar.

11. Samtök ferðaþjónustunnar. - Rekstur á opinberu húsnæði. 2003-06-0063.

Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dagsett 20. júní s.l., er varðar rekstur sveitarfélaga á opinberu húsnæði og hugsanlega samkeppni við rekstur ferðaþjónustuaðila í viðkomandi sveitarfélagi.

Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar.

12. Félag tónlistarskólakennara. - Nemendur með lögheimili utan sveitarfélags þess skóla er sóttur er. 2003-04-0017.

Lagt fram almennt bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dagsett 18. júní s.l., er varðar ákvörðun Reykjavíkurborgar um að nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum verði nú aðeins teknir inn í tónlistarskóla í Reykjavík, ef heimasveitarfélag ábyrgist greiðslu þess kostnaðar, sem hlýst af veru nemandans í skólanum umfram skólagjöld. Stjórn Félags tónlistarskólakennara skorar á þá aðila er að rekstri tónlistarskóla koma svo og menntamálaráðuneytið að fynna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin, svo tónlistarnemendum sé ekki mismunað til náms.

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til kynningar.

13. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 36. fundar. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 23. júní s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 36. fundi er haldinn var þann 20. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

14. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Starfsskýrsla og ársreikningur. 2003-06-0077.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf., dagsett 25. júní s.l., ásamt starfsskýrslu og ársreikningi félagsins fyrir árið 2002. Jafnframt kemur fram í bréfinu kjör stjórnar og varasjórnar er kosnar voru á aðalfundi félagsins þann 20. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.