Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

346. fundur

Árið 2003, mánudaginn 23. júní kl.15:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 18/6. 8. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 18/6. 77. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Flugmál. (Trúnaðarmál.) 2003-06-0055.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 19. júní s.l., er varðar viðræður Ísafjarðarbæjar og Flugmálastjórnar vegna Ísafjarðarflugvallar og Þingeyrarflugvallar. Farið er með efni bréfsins sem trúnaðarmál, þar sem um er að ræða viðræður um viðskiptaleg atriði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við Flugmálastjórn.

3. Bréf umboðsmanns barna. - Skýrsla frá málþingi um börn, unglinga og lýðræði. 2003-06-0056.

Lagt fram bréf frá umboðsmanni barna dagsett 10. júní s.l., er varðar málþingið ,,Skundum á Þingvöll", skýrsla frá málþingi um börn, unglinga og lýðræði. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu umboðsmanns barna, þ.e. www.barn.is.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Djúp-Ís ehf. - Götur og umhverfi við Krílið, Ísafirði. 2003-06-0057.

Lagt fram bréf frá Djúp-Ís ehf., Ísafirði, dagsett 19. júní s.l., erindi bréfsins er varðandi umhverfismál og aðgengi í nágrenni við verslunina Krílið er stendur við Singdragötu 6, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Drög að samningi um þjónustu vegna þjónustuíbúða á Tjörn, Þingeyri. 2003-06-0058.

Lögð fram drög að samningi um veitta þjónustu vegna þjónustuíbúða aldraðra á Tjörn, Þingeyri. Samningsdrögin eru á milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. Samningsdrögum þessum fylgja margvíslegar upplýsingar varðandi málið.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í endurbyggingu Gamla barnaskólans á Ísafirði. 2003-06-0061.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 20. júní s.l., varðandi tilboð í 1. áfanga endurbyggingar ,,Gamla Barnaskólans á Ísafirði".
Eftirfarandi tilboð bárust:
Halldór Antonsson kr. 11.085.000,- (104% af kostnaðaráætlun)
Múrkraftur ehf. kr. 10.200.000,- ( 96% af kostnaðaráætlun)
Eiríkur & Einar Valur hf kr. 8.240.000,- ( 77% af kostnaðaráætlun)
Kostnaðaráætlun kr. 10.634.800,-
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Eirík og Einar Val hf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs hans.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Eiríks og Einars Vals hf., Ísafirði, verði tekið.

7. Greinargerð bæjarlögmanns í héraðsdómsmáli Guðjóns P. Einarssonar. 2003-04-0022.

Lögð fram greinargerð Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, í héraðsdómsmáli Guðjóns P. Einarssonar, vegna stefnu hans á Særeka ehf., Bjarna Kristinsson og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, út af smíði sumarhúss.

Lagt fram til kynningar.

8. Greinargerð Ragnhildar Sigurðardóttur um átaksverkefnið ,,Fegurri sveitir" 2003-06-0039.

Lögð fram greinargerð Ragnhildar Sigurðardóttur varðandi verkefnið ,,Fegurri sveitir". Greinargerðin er um heimsóknir hennar til bænda í Ísafjarðarbæ árið 2002, verkefnið er hluti af verkefninu ,,Fegurri sveitir" sem er samstarfsverkefni á vegum Samb. ísl. sveitarf. ofl.

Bæjarráð vísar greinargerðinni til landbúnaðarnefndar og umhverfisnefndar.

9. Bréf umhverfisráðuneytis. - Hættumat vegna ofanflóða fyrir Ísafjörð. 2002-06-0053.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 3. júní s.l., varðandi hættumat vegna ofanflóða fyrir Ísafjörð. Tillögu hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar, hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats vegna Ísafjarðar, var staðfest af umhverfisráðherra þann 9. maí s.l. og var staðfestingin auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Hættumat vegna ofanflóða fyrir Ísafjörð hefur þar með öðlast gildi.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra jafnframt að vinna drög að framkvæmdaáætlun vegna varnaraðgerða í samræmi við lög nr. 47/1997 og reglugerð nr. 505/2000.

10. Bréf Golfklúbbsins Glámu. - Sumarstarfsmaður við golfvöllinn í Meðaldal. 2003-06-0059.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbnum Glámu, Þingeyri, dagsett 19. júní s.l., þar sem farið er fram á styrk frá Ísafjarðarbæ, er samsvaraði kostnaði við starfsmann yfir sumartímann. Jafnframt er farið fram á heimild til að nýta krakka frá vinnuskólanum á Þingeyri í einhverja daga í sumar til umhirðu.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar og óskar umsagnar íþrótta- og æskulýðsnefndar um erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa bréfritara.

11. Bréf frá Joensuu í Finnlandi. - Ályktanir frá vinabæjarmóti. 2003-03-0047.

Lagt fram bréf frá Joensuu vinabæ Ísafjarðarbæjar í Finnlandi dagsett 12. júní s.l., ásamt ályktunum frá vinabæjarmóti er haldið var í Joensuu dagana 29. maí til 2. júní 2003.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarmálanefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.