Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

345. fundur

Árið 2003, mánudaginn 16. júní kl.17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Sæmundur Þorvaldsson mætti til bæjarráðsfundar í stað Lárusar Valdimarssonar, Magnús Reynir Guðmundsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki til fundar og fulltrúi mætti ekki í hans stað.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 12/6. 207. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Bæjarráð fer fram á að drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð telur þörf á að gerður verði samanburður milli sveitarfélaga um rekstur þjónustuíbúða.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 10/6. 174. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 11/6. 92. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Forkaupsréttur að Brunngötu 7, Ísafirði. 2003-06-0041.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett þann 11. júní s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að Brunngötu 7, Ísafirði. Meðfylgjandi er samþykkt kauptilboð væntanlegs kaupanda að upphæð kr. 9.000.000.-
Í bréfi Lögsýnar kemur fram að kaupsamningi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga frá árinu 1984 var aldrei þinglýst né afsali sem gefið var út 6. mars 1987 og hefur þinglýsingu afsalsins verið synjað nema fyrir liggi höfnun forkaupsréttar af hálfu Ísafjarðarbæjar. Því er jafnframt óskað eftir staðfestingu Ísafjarðarbæjar á því að hann geri ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við þinglýsingu á afsali frá 6. mars 1987 til Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Afrit þess afsals fylgir bréfinu.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti og gerir ekki athugasemdir við þinglýsingu afsals frá 6. mars 1987.
Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu á þessum lið.

3. Bréf Súðavíkurhrepps. - Nýbygging Byggðasafns Vestfjarða. 2002-08-0068.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 28. maí s.l., varðandi nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram eftirfarandi samþykkt hreppsnefndar Súðavíkurhrepps. ,,Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps lýsir yfir áhuga á því að koma að byggingu Byggðasafns Vestfjarða." Samþykkt Súðavíkurhrepps kemur í framhaldi af fyrirspurn Ísafjarðarbæjar í bréfi dagsettu 20. maí 2003.

Bæjarráð fagnar samþykkt hreppsnefndar Súðavíkurhrepps og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Súðavíkurhrepp um skipan byggingarnefndar.

4. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Snjóflóðavarnir, eftirlit. 2003-05-0034.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 5. júní s.l., þar sem greint er frá tilboðum er borist hafa í eftirlit við gerð snjóflóðavarna á Ísafirði, nánar tiltekið í Seljalandsmúla. Tvö tilboð bárust og eru þau frá eftirtöldum aðilum.
Tækniþjónusta Vestfjarða hf. kr. 8.475.500.- 95,2%
Verkfræðistofa. Sig. Thor. hf. kr. 8.287.200.- 93,1%
Kostnaðaráætlun kr. 8.900.000.- l00,0%
Framkvæmdasýslan mælir með að tilboði VST hf., verði tekið.

Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn að tilboði VST hf. verði tekið.

5. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Eins árs kjörtímabil sveitarstjórnarmanna. 2003-06-0034.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 10. júní s.l., þar sem sveitarfélög eru minnt á að tilkynna kjör sveitarstjórnarmanna í embætti til eins árs, skv. 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.

6. Samb. ísl. sveitarf. - 703. fundargerð stjórnar. 2002-02-0044.

Lögð fram 703. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 16. maí s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Bæjarráð bendir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á að fulltrúar stjórnarinnar í nefnd um fyrirkomulag flutnings á raforku og uppbyggingu gjaldskrár fyrir flutning raforku eru frá þeim tveimur sveitarfélögum í landinu sem eru eigendur Landsvirkjunar ásamt ríkinu. Bæjarráð gerir athugasemdir við þessa tilnefningu og óskar skýringa á henni.
Fundagerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7. Bréf Úrvinnslusjóðs. - Skilagjald á ökutækjum. 2003-02-0054.

Lagt fram bréf frá Útvinnslusjóði dagsett 10. maí s.l., varðandi skilagjald á ökutækjum. Með tilvísun til laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald kveður á um að eftir 1. júlí n.k. skuli greiða kr. 10.000.- til þess sem skilar ökutæki til móttökustöðvar enda hafi verið greitt af því úrvinnslugjald a.m.k. einu sinni.

Bæjaráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

8. Bréf Íþróttasambands fatlaðra. - Styrkbeiðni. 2003-06-0039.

Lagt fram bréf frá Íþróttasambandi fatlaðra dagsett þann 1. júní s.l, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna Norræns barna- og unglingamóts fatlaðra og Alþjóðaleika Special Olympics. Sótt er um styrk að upphæð kr. 15.000.- vegna Héðins Ólafssonar, félagsmanns í íþróttafélaginu Ívari, Ísafirði.

Bæjarráð óskar umsagnar íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sæmundur Þorvaldsson

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.