Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

343. fundur

Árið 2003, mánudaginn 2. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Svæðisráðs fatlaðra á Vestfjörðum koma til fundar bæjarráðs. 2003-05-0086.

Lagt fram bréf frá Svæðisráði fatlaðra á Vestfjörðum dagsett 30. maí s.l., þar sem óskað er eftir að fulltrúar þess fái að koma til fundar við bæjarráð Ísafjarðarbæjar, til viðræðna um sumarþjónustu fyrir fötluð börn í Ísafjarðarbæ í formi skammtímavistunar og liðveislu.
Til fundar bæjarráðs eru mætt þau Guðmundur Halldórsson, formaður Svæðisráðs, Kristrún Hermannsdóttir, trúnaðarmaður fatlaðra á Vestfjörðum og Sigríður Hreinsdóttir, foreldri. Jafnframt er Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, mætt á fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að rita Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra bréf vegna málsins.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 19/5. 29. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 27/5. 30. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefndar 27/5. 173. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Jafnréttisnefnd 27/11.02. 1. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Jafnréttisnefnd 6/1. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Jafnréttisnefnd 3/2. 3. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Jafnréttisnefnd 22/5. 4. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 27/5. 91. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
2. liður. Bæjarráð samþykkir að farið verði í vinnu við útboðsgögn byggðum á tillögu Péturs A. Björnssonar frá 3. maí s.l.
10. liður. Bæjarráð óskar eftir að menningarmálanefnd taki erindið upp við gerð fjárhagsáætlunar menningarmálanefndar fyrir árið 2004.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

3. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í framkvæmdir á Torfnesi. 2003-04-0085.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. maí s.l., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í útboðsverkið ,,Frjálsíþróttasvæðið á Torfnesi undirbygging og frágangur". Aðeins barst eitt tilboð frá Úlfari ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 9.096.473.- eða 92% af kostnaðaráætlun sem var kr. 9.902.800.-
Lagt er til að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Úlfars ehf., verði tekið.

4. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður EBÍ. 2003-05-0088.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 28. maí s.l., í bréfinu er sveitarfélaginu boðið að senda inn umsókn um stuðning úr Styrktarsjóði EBÍ og skulu umsóknir berast fyrir ágústlok n.k. Hjálagt fylgja reglur sjóðsins svo og skrá yfir þá aðila er fengið hafa styrki úr sjóðnum allt frá árinu 1996.

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna að umsókn.

5. Bréf byggingarfulltrúa. - Tilboð í endurbætur Grunnskólans á Flateyri. 2002-08-0013.

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í endurbætur á Grunnskólanum á Flateyri. Eftirfarandi tilboð bárust.

S.R.G. Múrun ehf., Ísafirði. kr. 5.427.502.- 137%
Trésmiðjan ehf., Hnífsdal. kr. 4.844.400.- 122%
Spýtan ehf., Ísafirði, kr. 4.154.230.- 105%
Kostnaðaráætlun var kr. 3.964.650.- 100%

Lagt er til að lægsta tilboði tilboði Spýtunnar ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 4.154.230.- verði tekið.
Í bréfinu kemur jafnframt fram að auk þessa sé verið að vinna að útboðsgögnum vegna breytinga innandyra í skólanum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Spýtunnar eht.,verði tekið.

6. Afrit bréfs Rauðakross Íslands til Svæðisráðs Rk-deilda á Vestfjörðum. 2002-09-0013.

Lagt fram afrit af bréfi Rauðakross Íslands til Svæðisráðs Rk-deilda á Vestfjörðum, dagsett þann 25. febrúar s.l., er varðar afgreiðslu Sérverkefnasjóðs. Þar kemur fram að stjórn Sérverkefnasjóðs hefur samþykkt að veita Svæðisráði Rk-deilda á Vestfjörðum styrk til Gamla apóteksins að upphæð kr. 2.500.000.- og er það skilningur stjórnar Sérverkefnasjóðs, að hér sé um lokagreiðslu deildanna til reksturs þessa verkefnis að ræða.
Í fylgigögnum með bréfinu kemur fram að framlag úr ríkissjóði er kr. 1.500.000.- á árinu og samkvæmt samningi Ísafjarðarbæjar og Gamla apóteksins frá 28. janúar s.l., er framlag Ísafjarðarbæjar kr. 1.000.000.-

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá Gamla apótekinu um stöðu rekstrar og fjárhags.

7. Bréf menntamálaráðuneytis. - Lögverndun starfsheita. 2003-05-0073.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 20. maí s.l., þar sem ráðuneytið að gefnu tilefni vekur athygli á ákvæðum laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra er lúta að ráðningu og skipun kennara og skólastjórnenda grunnskóla.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar.

8. Bréf menntamálaráðuneytis. - Kennslustundafjöldi grunnskóla. 2003-05-0046.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett þann 23. maí s.l., er varðar mistök í úrvinnslu kennslustundafjölda skólaárið 2001-2002. Í bréfinu kemur fram að við úrvinnslu hafi Grunnskólinn á Ísafirði verið færður með Grunnskólanum á Suðureyri. Athugasemdir ráðuneytisins í bréfi til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar 12. maí s.l. eiga því við Grunnskólann á Suðureyri, ekki Grunnskólann á Ísafirði. Beðist er velvirðingar á mistökum þessum.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar.

9. Fundargerð skólanefndar MÍ. frá 75. skólanefndarfundi. 2002-01-0192.

Lögð fram fundargerð 75. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði, er haldinn var þann 2. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

10. Gjafabréf Ísafjarðarbæjar til leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri. 2003-05-0010.

Lagt fram gjafabréf Ísafjarðarbæjar til leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri, dagsett 24. maí s.l., undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra. Gjafabréfið er í tilefni af 20 ára afmæli leikskólans og er fyrir Holo blocks kubbum 1/2 setti ásamt skáp undir kubbana.

Bæjarráð vísar erindi gjafabréfsins til Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ingi Þór Ágústsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Ásthildur C. Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi.